SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 29
7. mars 2010 29
É
g fékk að koma hvenær sem ég vildi og réð því um hvað væri rætt. Stund-
um gat ég ekkert sagt og þá fékk ég bara að gráta. Eitt af því sem var svo
mikilvægt var að ég mátti viðurkenna að mér liði illa.“
Þannig kemst Eva að orði um þjónustu Stígamóta, en hún var tæplega
þrítug þegar henni var nauðgað, og síðan þá hefur hún reglulega mætt í viðtöl til
Stígamóta og á síðustu árum tekið reglulega þátt í sjálfshjálparhópi.
Silja Björk Huldudóttir fjallar í dag um Stígamót í Sunnudagsmogganum, en á
morgun eru tuttugu ár liðin síðan stofnað var til þessarar miðstöðvar fyrir konur.
Þess vegna er merkilegt að heyra þau sjónarmið Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stíga-
móta, „að við þurfum algjörlega nýja nálgun á umræðuna um kynbundið ofbeldi þar
sem áherslan er á mögulega ofbeldismenn. Þannig þarf forvarnarstarfið í auknum
mæli að beinast að drengjum og körlum á jákvæðan hátt þar sem undirstrikuð er við
þá virðing í samskiptum kynjanna. Það er það eina sem getur dregið úr ofbeldinu. Við
getum endalaust hvatt stúlkur og konur til að passa sig en það kemur ekki til með að
breyta neinu, því það er alltaf í höndum þess sem beitir ofbeldinu hvort það er framið
eða ekki.“
Stígamót eru ekki aðeins staður til að gráta á, heldur einnig til að herða upp hug-
ann. „Strax á upphafsárum Stígamóta mótuðust þær vinnuaðferðir sem hér eru enn
hafðar í heiðri og felast í því að byggja á þekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeld-
inu. Við lítum á fólkið okkar sem heilbrigða einstaklinga sem lent hafa í hræðilegu of-
beldi og komist í gegnum þá lífsreynslu og búa þess vegna yfir miklum styrk. Einnig
skiptir mjög miklu fyrir konurnar sem hingað leita að finna að þær eru teknar alvar-
lega.“
Það sýnir hversu brýn þörf er fyrir stofnun á borð við Stígamót að 5.347 ein-
staklingar hafa nýtt sér þjónustuna sem þar er í boði, börn, konur og karlar. Þarna
vinnur „hörkugengi þrautþjálfaðra kvenna“ eins og lesa má um í viðtali við Anítu,
sem leitaði fyrst til Stígamóta árið 2006 og hefur síðan verið í reglulegum viðtölum og
tekið þátt í hópastarfi með öðrum brotaþolum kynferðisofbeldis. „Konurnar sem
vinna hjá Stígamótum eru algjörar hetjur. Þær hafa breytt lífi mínu til hins betra, því
það er ómetanlegt að fá þann stuðning og skilning sem ég hef fengið þar. Eftir að hafa
unnið með sjálfa mig hjá Stígamótum hef ég öðlast sjálfsvirðinguna aftur, ég sé sjálfa
mig í jákvæðu ljósi, hef öðlast trú á sjálfri mér aftur og aftur fengið áhuga á lífinu.“
Stígamót standa á tímamótum. Það velkist enginn í vafa um að þörfin er fyrir
hendi. En stofnunin hefur þurft að draga saman starfsemina vegna 10% niðurskurðar
á ríkisframlögum og þess að frjáls framlög hafa nánast horfið.
Engu að síður lýsir Guðrún því, að aðstandendur Stígamóta eigi sér draum. Þar á
meðal um sólarhringsopnun, athvarf fyrir konur sem eru að brjótast út úr vændi og
mansali, og að þétta samstarf Stígamóta og Neyðarmóttökunnar.
Þessar hugmyndir eru góðra gjalda verðar og umfram allt er brýnt að tryggja að
traust ríki á milli stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Ákvarðanir verði teknar
að vandlega yfirveguðu ráði, þar sem hagur fórnarlambsins er hafður í fyrirrúmi.
Stígamót á tímamótum
„Nú er hann látinn – skátinn.“
Kjartan Trausti Sigurðsson í minningargrein um
Sigurð B. Sigurðsson sem starfaði í skátahreyf-
ingunni nánast alla ævi.
„Það eru miklu fleiri en ellefu
hundruð fábjánar á landinu. Það
eru svona 5% af þjóðinni fábján-
ar.“
Þráinn Bertelsson alþingismaður í
umræðu um listamannalaun á
Bylgjunni.
„Það er nú erfitt að
segja hvort þeir
líkjast, a.m.k. enn
sem komið er, að
öðru leyti en því að
þeir eru báðir svo-
lítið krumpaðir.“
Fjölnir Ólafsson um nýfædd-
an son sinn og langalanga-
langafa hans, Gissur Ó. Erlings-
son.
„Traffíkin var gríð-
arleg um helgina,
sjálfur ætlaði ég að
fara út að borða en það var bara
ekki hægt, sama hvar maður kom.“
Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri Bónuss á
Akureyri, en mikill fjöldi gesta var í bænum um
liðna helgi.
„Að skera þessa grein niður langt
umfram aðrar skaðar þannig
menningu okkar og stórfé tapast í
leiðinni, þetta er svo vitlaust
að ekki er hægt að sitja
þegjandi undir því.“
Björn Brynjúlfur Björnsson, formað-
ur Íslensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunnar, ÍKSA.
„Eigum við ekki að
segja að ferillinn hefjist
eftir fertugt.“
Ottó Davíð Tynes, tónlistarmaður,
sem varð fertugur í vikunni.
„Þú sérð frægt fólk fara út
með ruslið, ég held að það sé
að eyðileggja skemmtanaiðn-
aðinn.“
Bandaríska poppstjarnan Lady
Gaga.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
sem ómerkinga og sjónhverfingamenn, til að
benda þeim á að þeir mundu bera seint og illa bux-
urnar kanslarans. Annaðhvort myndi mittið ná
þeim yfir höfuð og þeir sæju ekki út nema opna
klaufina eða býfurnar myndu reyna að brjótast út
um hnésbæturnar og þeir myndu fyrr eða síðar
falla til jarðar í þeim atgangi. Nú kútveltast æ fleiri
þjóðir um og sjá hvorki út úr augum né geta fótað
sig til gangs og fundið fjármálum sínum borgið.
Margt var gáfulegt og gætilegt sagt á fundi iðn-
rekenda á dögunum. Því var miður að einstaka
maður á því þingi hvarf ofan í klisjurnar frá liðinni
tíð og hrópaði á ESB og evru sér til hjálpræðis um
leið og hann tók af krafti undir þann söng að land-
anum bæri að kaupa íslenskt. En það lag er þó
bannað í evrópskum plötubúðum, þar sem það
stangast á við jafnræðisreglur skrifræðisins. Er efa-
semdamönnum um þá fullyrðingu bent á að blaða í
nokkur hundruð þúsunda blaðabindi reglna sam-
bandsins og þá geta þeir sannreynt þetta.
Sumir ætla ekki að kjósa með þjóðinni
Og um þessa helgi kjósa menn með eða á móti rík-
isábyrgðarlögum um Icesave. Þó er vitað um tvo
sem ekki ætla að kjósa. Það eru sjálfir ábyrgð-
armenn laganna sem kosið er um! Þeir sömu sem
fóru hamförum í byrjun janúar þegar lögum var
synjað og þjóðaratkvæðagreiðslan blasti við. Þá var
sagt og étið upp gagnrýnislaust af Ríkisútvarpinu
næstu tvo daga, að Íslands biðu ógnir og skelfing,
efnahagslegar þrengingar og útskúfun úr „al-
þjóðasamfélaginu“ yrðu lögin ekki samþykkt. En
nú ætla þau Jónanna og Steingrímur ekki einu
sinni að að kjósa með lögunum sínum. Er ekki allt í
lagi? En önnur spurning vaknar. Munu „frétta-
“menn RÚV kjósa? Þeir sem hömruðu heimsend-
aspárnar samviskusamlega inn í þjóðina. Til forna
var aðeins eitt svar til við slíkri spurningu: „Það
má Óðinn vita.“
Morgunblaðið/Rax