SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 35

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 35
7. mars 2010 35 Búið að staðsetja Nadiu í rústunum, eftir að hafa rétt vatnsflöskur til henn- ar var gatið stækkað. Móðir Nadiu fagnar björgun hennar. Nadia fékk næringu í æð um leið og henni var bjargað. Pétur, Jóhann, Oddgeir og Guðmundur. Sagafilm hefur um skeið unnið að þremur 45 mínútna þáttum um björgunarsveita- starf á Íslandi sem fyrirhugað er að sýna í Ríkissjónvarpinu um páskana 2011. Auk þess verður stakur þáttur helgaður starfi alþjóðlegu björgunarsveitarinnar sem fór til Haítí. Vegna umfangs þess útkalls segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi þáttanna, ljóst að meira verði gert úr efninu en upphaflega stóð til og er stefnt að því að ljúka gerð klukkustundar langs þáttar um björgunaraðgerðirnar á Haítí í haust. Auk efnisins sem Ingvar tók á vettvangi hefur sveitin verið mynduð á æfingum, fyr- ir brottför, starf þeirra sem unnu að útkallinu hér heima og eftir að hún kom heim. Fyrirhugað er að sýna þáttinn bæði á Íslandi og erlendis. „Starf íslensku sveitarinnar á Haítí vakti mikla athygli erlendis og það er örugglega markaður fyrir þáttinn víðar en hér heima,“ segir Margrét. Leikstjóri þáttanna er Magnús Viðar Sigurðsson. Unnið að þáttum um starf björgunarsveita

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.