SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 38
38 7. mars 2010 Ferðalög F jallaskíði, skinn, fjallaskíða- skór, snjóflóðaýlir, snjóflóða- stöng, ullarföt, goretex-galli, góð sólgleraugu, „camelbag“... ekki beint hinn hefðbundni búnaður ferðalangsins. En fyrir þetta fjallaskíðas- kútuævintýri algjörlega nauðsynlegur. Ekkert má vanta og helst ekki að taka of mikið með sér aukalega heldur. Þeir félagar, Rúnar Óli Karlsson leið- sögumaður og Sigurður Jónsson (Búbbi) skipstjóri hjá Borea Adventures, sjá um fleygið, leiðsögnina og matinn. Hlutverk okkar er að mæta í formi, í ferðaskapi og með rétta búnaðinn. Ástarsaga á fjöllum Við erum „Kríurnar“ og á leiðinni í vikulanga fjallaskíðaferð á skútunni Au- roru í hinum rómuðu Jökulfjörðum. Bara við einar í heiminum og kannski jú rebbi, einhverjir ernir og sveimandi sjó- fuglar. Já og að ógleymdri áru Fjalla- Eyvindar sem sögð er sveima kringum leiði hans í Hrafnsfirði. Halla og Ey- vindur kynntust einmitt og urðu ást- fangin þegar Eyvindur gerðist vinnu- maður á búi hennar sunnan við Hrafnsfjörð. Sannkölluð ástarsaga á fjöllum. Jökulfirðir eru draumur hinnar sí- þyrstu skíðakonu með sína endalausu möguleika á frábærum skíðabrekkum, nægum snjó, útsýni og náttúrfegurð. Þeir eiga sér einnig mjög sérstæða og áhugaverða sögu sem rifjuð var upp jafnóðum af Rúnari Óla á hæstu fjalls- toppum. Siglt var úr höfn á Ísafirði með stefn- una á Hesteyrarfjörð seint að kvöldi í lok aprílmánaðar. Skútan Aurora varð okkar strax frá fyrsta degi. Fljótandi fjallahótel útbúið öllum helstu nauð- synjum. Búbbi og Rúnar Óli voru réttir menn á réttum stað. Ljúfir og með þjónustulundina á hæsta stigi. Enda leið okkur oft eins og við værum prinsessur í ævintýralandi. Þeir elduðu fyrir okkur, löguðu biluð skinn og skíði, settu plást- ur á sárin og pössuðu að við dyttum ekki í sjóinn í mesta ærslaganginum. Fiskisúpa og aðalbláber Fyrsti skíðadagurinn var notaður í að prófa búnað, skíðagetu og snjóflóðaýlur. Allt reyndist þetta virka fullkomlega og komum við rjóðar og sælar heim á Au- roru þar sem beið okkar ógleymanlegur forréttur – kræklingur í hvítvíni – tínd- ur samdægurs af Búbba. Aðalrétturinn gómsæt fiskisúpa og aðalbláber frá tengdó í eftirrétt. Vel byrjaði ferðin og átti bara eftir að batna. Skipstjórinn okkar var ekki bara vanur á sjó heldur lumaði hann einnig á eldamennsku sem myndi sóma sér á hvaða fimm stjörnu veitingastað sem er. Matarástin blómstraði og oftar en ekki snerist umræðuefnið síðla dags um hvað hann væri að bardúsa í eldhúsinu og hvað biði okkar á diskunum um kvöld- ið. Við komum sjálfar með fordrykkina, vínið og aðra drykki sem nauðsynlegir eru til þess að skola niður krásunum og halda uppi passlega góðu stuði fram á kvöld. Engin sjóveiki lét á sér kræla og ávallt farið snemma að sofa á kvöldin, enda ljúft að komast í koju og láta Au- roru rugga sér í svefn. Stungu sér í sjóinn Dagleiðirnar voru skipulagðar með það í huga að skíða sem mest en hafa samt nægan tíma til þess að slæpast og njóta útivistar. Veðrið lék reyndar stundum einhvern þoku- og rokrassgats-dans við okkur en nægur var snjórinn. Við gátum í öllum tilfellum skíðað alveg niður í fjöru þar sem léttabáturinn beið þess að ferja hópinn heim. Og aðeins einu sinni þurftum við frá að hverfa af fyrirhug- aðri dagleið og breyta til. Oftar en ekki var hluti hópsins ekki búinn að fá nægju sína af skíðamennsku þegar komið var á leiðarenda og skellti skinnunum undir í annað sinn í fjörunni og dreif sig uppá næsta tind áður en sest var að spilum, spjalli og fordrykk á Au- roru. Þær hörðustu stungu sér af stefn- inu beint í saltan, kaldan sjóinn og syntu með selum innan um ísjaka. Aðr- ar lögðu land undir fót, fengu lánaðan léttabátinn og böðuðu sig naktar í foss- inum í Rangala í botni Lónafjarðar. Al- gjörlega súrrealísk upplifun. Kvöldvökur voru skipulagðar með mismunandi leikjum og upplestrum, klifrað var upp á topp á mastrinu, dans- að var á dekkinu og popplögin ómuðu ýmist úr bátsgræjunum eða voru sungin af fullum krafti undir gítarleik Rúnars Óla. Heimsklassa skipulagning hjá þeim félögum og svo sannarlega skemmtileg ferð sem við getum vel hugsað okkur að endurtaka í framtíðinni. Kríurnar einar í heiminum Fjölbreytnin eykst stöðugt í framboði á ævin- týraferðum um landið, sem sóttar eru af Íslend- ingum. Ferðahópurinn Kríurnar fór í slíka ferð á Vestfjörðum, þar sem bækistöðin var í skútu og farið var á milli Jökulfjarðanna á fjallaskíðum. Anna Kristín Ásbjörnsdóttir Anna Kristín Snæbjörnsdóttir á göngu. ’ Jökulfirðir eru draumur hinnar síþyrstu skíðakonu með sína endalausu möguleika á frá- bærum skíða- brekkum, næg- um snjó, útsýni og náttúrfegurð. Það er hressandi að fá sér sundsprett í sjónum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.