SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 41
7. mars 2010 41
H
úsgögnin eru
nokkurs konar lítil
gróðurhús, hugsuð
í garðinn þó að
hægt sé að nota þau víðar og
hafa allt mögulegt í þeim. Það
er hægt að sitja á stólunum og
borða við borðið og samtímis
rækta matjurtir ofan í þeim,
stólunum og borðinu,“ lýsir
Dagný Bjarnadóttir landslags-
arkitekt húsgögnum sem hún
hefur hannað og hafa hlotið
nafnið FurniBloom.
Dagný fékk nýlega styrk úr
Hönnunarsjóði Auroru til að
fara í frekari vöruþróun og
kynningu á FurniBloom sem
hafa ekki verið til sölu hingað
til. „Ég sýndi þessa hönnun
mína í fyrsta, og eina, skipti á
sýningunni Kviku á Kjarvals-
stöðum árið 2007. Húsgögnin
hafa ekki verið í sölu og styrk-
urinn mun nýtast mér til að
halda áfram með þetta sem
viðskiptahugmynd. Nú langar
mig til að koma með þau á
markað helst í vor,“ segir
Dagný sem fær reglulega fyr-
irspurnir um hvar hægt sé að
kaupa FurniBloom. „Hús-
gögnin hafa fengið nokkra
kynningu í erlendum bókum
og tímaritum og fengið góð
viðbrögð, því er ég að sparka í
rassinn á mér að fara að setja
þau í framleiðslu.
Þegar ég fékk styrkinn talaði
ég við Bóas hjá Logoflex, sem
framleiðir húsgögnin, og erum
við núna að þróa þetta aðeins
áfram og hanna vörulínu. Í vor
langar mig til að koma með
garðbekk til viðbótar sem yrði
tilvalinn á svalirnar til að
rækta í og auðvitað nýta sem
sæti.“
Augnayndi og notagildi
FurniBloom eru gerð úr plex-
ígleri og segir Dagný þau þola
íslenska veðráttu vel. „Hús-
gögnin mín hafa nú staðið í
þrjú ár úti í garði, vetur, sum-
ar, vor og haust, þau eru mjög
veðurþolin og mér hefur geng-
ið mjög vel að rækta í þeim. Ég
hef bæði verið með blóm í
þeim mér til augnayndis og í
borðinu hef ég ræktað tímían
og smávaxnar jarðarberja-
plöntur og það hefur gefist
vel.“
Dagný nýtur liðsstyrks
Hrafnhildar S. Mooney í að
koma FurniBloom á framfæri.
„Hönnuðum vantar oft við-
skiptahugsunina og fór ég því á
Orkuverið, hraðstefnumót
hönnuða og viðskiptaþenkjandi
manneskju, síðastliðið sumar
og þar komst ég í samband við
Hrafnhildi. En Inovit og Hönn-
unarmiðstöð Íslands hafa staðið
fyrir svona stefnumótum
reglulega á Háskólatorgi.
Hrafnhildur kom með mér að
umsókninni fyrir Auroru-
sjóðinn og við erum búnar að
vera að sækja um fleiri styrki
til að halda áfram með þró-
unina á húsgögnunum. Hennar
kraftur mun nýtast mér í
markaðsmálunum, hún kom
t.d. með þetta frábæra nafn
FurniBloom sem segir allt.“
Í tengslum við Expo
Spennandi verkefni er í vinnslu
hjá Dagnýju þar sem gróð-
urhúsgögn hennar verða í að-
alhlutverki. Hún var beðin um
að hanna samnorræna lands-
lagsarkitektasýningu sem verð-
ur haldin í Sjanghæ í Kína í vor
í tengslum við World Expo-
sýninguna.
„Þessi landslagsarkitekta-
sýning er í tengslum við Nor-
dic Lighthouse sem er sam-
norrænt kynningarverkefni
sem fer fram á sama tíma.
Okkar sýning verður utandyra,
á torgi við bygginguna sem
Nordic Lighthouse fer fram í. Á
torginu verða þessi húsgögn
mín í aðeins breyttri útfærslu
notuð sem sýningarsvæði.
Hvert landanna á Norð-
urlöndum auk Grænlands fær
úthlutað einu borði og fjórum
stólum til að kynna sitt verk-
efni í.
Húsgögnin eru náttúrulega
ekki notuð til að rækta í þetta
skiptið og verða því útfærð
öðruvísi. Borðin verða stærri,
ekki opnanleg eða með stórum
loftgötum, útlitið verður samt
það sama.“
Í ár er þemað á World Expo
2010 Better City, Better Life,
eða betri borg, betra líf, og
tengist sýningin sem Dagný
vinnur nú að því þema.
„Hellisheiðarvirkjun er
verkefnið sem sýnt verður frá
Íslandi og hvernig við tökum á
slíkum virkjunum í landslag-
inu. Finnur Kristinsson hjá
Landslagi ehf. er landslags-
arkitektinn í því verki. Flest
löndin eru að fást við hvernig
við notum náttúruna og landið
og til hvers og hvernig við
skiljum við landið þar sem við
erum að nýta það. Svo fer þessi
sýning á flakk eftir Sjanghæ og
þá í stærri mynd, hún kemur
hingað til Íslands 2011.“
Fílar þú miðbæinn?
Það er nóg að gera hjá Dagnýju
um þessar mundir en hún er
að vinna að framlagi FÍLA –
Félags íslenskra landslags-
arkitekta, til Hönnunarmars
sem fer fram í Reykjavík 18. til
21. mars næstkomandi.
„Fyrir Hönnunarmars í fyrra
útfærði ég verk fyrir Lands-
lagsarkitektafélagið, hannaði
gula blómabreiðu við Norræna
húsið og lék mér að því að búa
til áhrif og upplifun úr viðvör-
unarborðum úr plasti og stál-
teinum. Verkið kölluðum við
„Betri tíð með blóm í haga“.
Núna er ég í gríðarlegri
vinnu við að gera risastórar
baldursbrár úr notuðu hey-
rúlluplasti, þær verða settar
upp á neðri hluta Laugavegar,
á Skólavörðustíg og Lækj-
artorg. Með þessu erum við að
setja fókusinn á miðbæinn og
fá fólk til að velta fyrir sér
hvort ekki sé tími til kominn
að huga betur að umhverfinu,
hvernig við nýtum það og
hvort við viljum alltaf hafa bíl-
inn aðalatriðið. Við köllum
þetta „Fílar þú miðbæinn?“Það
er tvíræðni í þessu því FÍLA er
skammstöfum fyrir Félag ís-
lenskra landslagsarkitekta. Svo
tökum við „Stöðuna á bænum“
því við fengum að nota stöðu-
mælana í þetta verkefni og
breytum þeim í blóm.
Hlutverkasetur er að aðstoða
okkur við að föndra blómin,
sem verða um 70 talsins, en
þau útbjuggu í fyrra öll gulu
blómin, 3.300 að tölu. Í Hlut-
verkasetri er unnið mjög upp-
byggilegt starf fyrir fólk sem er
að finna sitt hlutverk í lífinu,
eftir atvinnumissi eða heilsu-
leysi. Þetta samstarf hefur ver-
ið ákaflega skemmtilegt og gef-
andi fyrir okkur,“ segir Dagný.
Hún vill sjá miðbæinn hann-
aðan með meira mannlíf í
huga.
„Það þarf að huga að því
hvernig gott almenningsrými
er búið til og mig langar til að
sjá menn þora að taka ný skref
í þessu. Ég vil hanna svæðið
þannig að það sé hægt að
ganga um og það sé ekki bíll-
inn sem á það allt. Þegar mað-
ur fer Laugaveginn í dag er
klárt að það er bíllinn sem á
forgang og því verður að
breyta. Þörfin er klárlega til
staðar, það sjáum við best á
því hvernig þau fáu torg og
dvalarsvæði eru nýtt t.d. við
Kaffi París og Vegamót, frá því
snemma á vorin og fram á
haust. Við eigum að vera stolt
af miðbænum okkar og
Reykjavík á að geta skartað
fallegu miðbæjarumhverfi, með
spennandi upplifunum fyrir
gangandi vegfarendur,“ segir
Dagný að lokum.
Gróðurhúsgögn og blóm
Dagný Bjarnadóttir með baldursbrárnar úr rúllubaggaplastinu sem nú er verið að vinna í Hlutverkasetri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dagný Bjarnadóttir hannaði hús-
gögnin FurniBloom og gerir risastórar
baldursbrár úr rúllubaggaplasti.
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is
Ferðamenn nýta sér FurniBloom fyrir kaffipásuna.
Blóm og krydd í borðum og stólum. FurniBloom var sýnt á Kviku, sýningu á íslenskri samtímahönnun, 2007.
Morgunblaðið/Frikki
Hönnun
Einbýlishús
óskast í 101 Reykjavík
Staðgreiðsla fyrir vandað hús á góðum stað
Svar sendist á hus101reykjavik@gmail.com