SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 42
42 7. mars 2010
H
jónabandssælan stóð að vísu
stutt yfir, frá 1988-91, en
hún var umtöluð og slúðrið
hefur fengið byr undir báða
vængi á nýjan leik. Myndirnar þeirra
þykja þær sigurstranglegustu, þótt
ólíkar séu. Avatar eftir Cameron, er ein
af dýrustu brellumyndum sögunnar,
fantasía og ástarsaga með grænu ívafi
utan úr útgeimi, en The Hurt Locker
hennar Bigelow, jarðbundin og
spennuþrungin ádeila úr Íraksstríðinu.
Báðar eru þær tilnefndar til Óskars sem
besta mynd ársins, og þykja ámóta sig-
urstranglegar og leikstjórarnir.
Þau unnu reyndar saman að einni
mynd eftir skilnaðinn, hinni mislukk-
uðu Strange Days, sem Cameron fram-
leiddi og skrifaði. Þá segist hún hafa
beðið Cameron að lesa yfir handrit The
Hurt Locker, áður en hún ákvað að
leikstýra myndinni, sem kostaði litlar
11 milljónir dala. Cameron stóð þá á
haus við gerð báknsins Avatar, sem
kostaði hann 25-falt meira. Hann lét
það ekki aftra sér og taldi að Bigelow
ætti að ýta öðrum verkefnum frá sér og
snúa sér að stríðsmyndinni í einum
grænum. Á sama tíma hefur Bigelow
verið ófeimin við að skjalla sinn fyrr-
verandi við ýmis tækifæri sem hafa
komið upp að undanförnu, líkt og við
afhendingu Golden Globe-verð-
launanna og viðurkenningar Leik-
stjórasamtakanna (DGA), sem hún
hlaut fyrir skömmu. Segist hafa séð
Avatar og telji hana með eftirlæt-
ismyndum sínum þetta árið. Hversu
mikið mark er takandi á skjallinu í borg
refanna er svo annað mál. Þar finnast
hins vegar menn sem fullyrða að Bige-
low væri fátt ljúfara en að nota Came-
ron sem gólftusku. Bloggararnir hafa
tekið afstöðu með Bigelow, sem nú er
58 ára, eða þremur árum eldri en henn-
ar fyrrverandi ektamaður. „Avatar
skuldar The Hurt Locker meðlag,“
hrópaði Double X. Annar miðill lét hafa
eftir sér þegar Bigelow hafði unnið til
Critic’s Choice-verðlaunanna: „Kat-
hryn Bigelow er unglegri og vinnur til
fleiri verðlauna en hennar fyrrverandi!“
Það er auðvelt að sjá hvers vegna
Bigelow heillar menn meira en Came-
ron. Hinn fimmgifti Kanadabúi og frægi
orðhákur, hefur skipt um konur eins og
sokka. Sú fyrsta, þjónninn Sharon
Williams, rölti með honum upp að alt-
arinu árið 1978. Það samband entist til
1984. Næst í röðinni var framleiðandi
The Abyss og Terminator, Gale Anne
Hurd. Cameron lét hana róa árið 1989.
Sama ár kynntist hann Bigelow. Í raun-
inni var hann að leita að karlleikara í
Blue Steel, en datt niður á konuefni nr.
3.
Mark Saphiro segir í bók sinni „James
Cameron: An Unauthorized Biography
of the Filmmaker“, að í Bigelow hafi
Cameron fundið „kvenmanns-útgáfu af
sjálfum sér.“ Fundið fljótlega að þau
væru kjörnir sálufélagar. Hún hafi verið
sterk kona eins og Hurd og ekki tilbúin
að láta hann ráðskast með sig. Enn og
aftur hafði Cameron fundið fullkominn
maka, eftir fáeinar vikur voru þau ást-
fangin upp fyrir haus og giftust 1989,
eftir að Bigelow lauk við Blue Steel. Þau
fóru samstundis að vinna saman að Po-
int Break, spennumyndinni með Keanu
Reeves, sem hann framleiddi en hún
leikstýrði. Um sinn voru þau ham-
ingjusöm en fyrr en varði kom upp
sama meinsemdin og eyðilagði hjóna-
band þeirra Hurd: Of mikil vinna. Við
bættist slúður um samdrátt Lindu Ha-
milton og Cameron á meðan á tökum
stóð á Terminator og hjónabandinu
lauk 1991, í kjölfar frumsýningar Term-
inator 2. Bigelow gaf aldrei upp ástæð-
una fyrir skilnaðinum.
1997 giftist Cameron stjörnunni sinni
úr Terminator-myndunum, Lindu Ha-
milton. Það stóð stutt, eða í tæp tvö ár,
og eignuðust þau eina dóttur barna.
Skilnaðurinn var subbulegur, Hamilton
hafði á brott með sér svimandi upphæð,
50 milljónir dala, einkum þar sem hún
náði að komast í Titanic-auðinn sem
varð til á síðara ári hjónabands þeirra.
Ekki þekktur fyrir einlífi var Came-
ron snöggur á ný í hnapphelduna og
giftist leikkonunni Suzy Amis, sem fór
með smáhlutverk í Titanic. Og viti
menn, þau eru enn gift og búin að
eignast þrjú börn.
Bigelow hefur á hinn bóginn látið
nýtt hjónaband lönd og leið eftir skiln-
aðinn við Cameron. Býr með hundum
sínum og köttum og fögrum listmun-
um.
James Cameron, leikstjóri Avatar.
Reuters
Rekkjunautar – keppinautar
Það mun setja svip sinn
á Óskarsverðlauna-
afhendinguna í kvöld ,
sunnudag, að aðal-
keppendur kvöldsins,
leikstjórarnir James
Cameron og Kathryn
Bigelow eru fyrrver-
andi hjón.
Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsmynd.is
Kathryn Bigelow, leikstjóri The Hurt Locker.
Reuters
ANNARS staðar í blaðinu er að finna úttekt eftir mig um Ósk-
arsverðlaunin sem verða afhent í kvöld. Þegar greinin var
skrifuð voru sýningar ekki hafnar á Precious: Based on the
Novel Push by Sapphire, svo ég lét, eins og nauðsynlegt er
undir slíkum kringumstæðum, tilfinninguna ráða. Hún var
byggð á heldur vafasamri umsögn sem ég fékk um myndina
og blendnum dómum sem ég hafði rennt yfir.
Spádómurinn stendur en ég vil gera bragarbót og hvetja alla
sem unna góðum og tilfinningaríkum myndum um mannúð
og mannfyrirlitningu og drífa sig að sjá Precious, á meðan
þess er kostur.
Mun veita fröken Bullock harða keppni
Eftir sýninguna er ég þess fullviss að Gabourey Sidibe mun
veita fröken Bullock harða keppni um verðlaunin fyrir bestan
leik í aðalhlutverki kvenna. Sidibe er ógleymanleg sem algjör
hornreka á niðurníddu heimili í Harlem. Þungaðri í annað
sinn eftir þann sem síst skyldi, akfeitri, ólæsri og óskrifandi
berst henni smávonarglæta í sortanum. Hún leggst í baráttu
þvert á vilja óþverrans móður sinnar (Mo’Nique), sem einnig
er mjög sterkur Óskarskandídat í flokknum Besta leikkona í
aukahlutverki. Ég vona að þessar línur verði til þess að hvetja
sem flesta til að sjá eina grimmustu, athyglisverðustu og bestu
mynd ársins.
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndafréttir
Missið ekki af Precious
Precious, ein grimmasta, athyglisverðasta og besta mynd ársins.
True Grit (1965)
Þar sem er verið að
endurgera True Grit
og fleiri stórvestrar
í smíðum, var til-
valið að kanna hvað
væri til á mark-
aðnum af klass-
ískum Wayne-
vestrum. Það er
ólíklegt að vestrabylgja muni tröllríða
Hollywood, sem er upptekin af öðru nú
um stundir. En ég held að ólíklegustu
áhorfendur geti haft ósvikna ánægju
enn í dag af góðri kúrekamynd. Það er
líka mjög heilsusamlegt að komast út á
víðátturnar miklu, undir bláan himinn,
þegar hríðin hamast utandyra. True
Grit, eftir Henry Hathaway, er þekktust
fyrir Óskarinn sem hún færði Wayne á
sínum tíma. Karlinn leikur slarkara sem
hefur atvinnu af því að koma lögum yfir
ódáma. Gallhart stelputrippi (Kim
Darby) fær hann til að hjálpa sér að
finna morðingja föður síns og boru-
brattur Texas Ranger (Glen Campbell)
slæst í hópinn. Fínir aukaleikarar,
Wayne í óhefðbundnu hlutverki viskí-
maríneraðs harðjaxls. Mikil átök og fín
augnablik en söngvarinn Campbell og
Darby liðónýt, bæði tvö. bbbb
The Man Who
Shot Liberty Vala-
ance (1962) Tíma-
mótamynd um
tamningu vesturs-
ins. Ungur lögmað-
ur (James Stewart)
heldur til land-
nemaþorps þar sem
lögmál byssunnar
ræður. Hyggst snúa dæminu við og
tekst það með hjálp Waynes, þó honum
sé það óljúft sakir kvennamála. Hefst og
lýkur á mögnuðum lykilatriðum.
bbbbm
The Sons of Katie Elder (́66) Hat-
haway-vestri, með mýgrút vestrastjarna
sem eru ýmist skúrkar eða úr bræðra-
hópnum sem safnast saman í gamla
heimabænum þegar skörungurinn móð-
ir þeirra fellur frá. Bræður hreinsa bæ-
inn af ruslaralýð með tilþrifum, og
myndin er bæði fyndin og frábært sýn-
ishorn frá gósentímum vestrans.
bbbb
El Dorado
(́66) Howard
Hawks.
Wayne í hefð-
bundnu hlut-
verki byssu-
mannsins sem
er boðið
verkefni en
hættir við þegar kemur í ljós að vinur
hans (Robert Mitchum) er fógetinn á
staðnum. Mitchum er fínn, fullur sem
edrú, Wayne eins og klettur að venju og
hér fer James Caan með eitt sitt fyrsta
hlutverk auk fjölda aukaleikara. Litrík-
ur, fyndinn og spennandi.bbbb
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndaklassík
Hinn sígræni
Jón væni
Kvikmyndir