SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 43
7. mars 2010 43 A lveg er það makalaust að á tuttugustu og fyrstu öldinni, í hinum frjálslynda vestræna heimi, er hegðun kynjanna í holdsins lystisemdum, ekki litin sömu augum. Við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttu kynjanna að einhleypar konur sem fara og sækja sér drátt þegar þær langar fá á sig svokallaðan dræsustimpil, á meðan einhleypum karlmönnum er hrósað fyrir að „vaða í kerl- ingum“ ef þeir eru duglegir að næla sér í hjásvæfur. Þeir njóta svokallaðrar kvenhylli en kona með sama hegð- unarmunstur er bara drusla. Getur verið að þetta sé út af því að karlmenn vilji vera ger- endur en ekki þolendur í samskiptum kynjanna? Að þeir finni til karlmennsku sinnar þegar þeir eru í hlut- verki veiðimannsins sem sækir sér bráð, en finnist aftur á móti eitthvað niðurlægjandi við það að kona grípi þá sér til handargagns og hafi af þeim þau not sem hún hefur þörf fyrir þá stundina? Erum við virkilega enn föst í þeirri gömlu klisju um kynin, að konur eigi að vera sætar og prúðar (alla vega út á við), þeim fari bara alls ekki nógu vel að vera svo gróteskar að langa í líkamlegt samband eina kvöld- eða dagsstund, alveg án frekari málalenginga eða eftirmála. Af hverju er ekkert mál fyrir karl sem er innan um kyn- bræður sína að lýsa því yfir hvað hann sé nú eitthvað graður þessa stundina og ætli að bregða sér út og ná sér í einhverja til að svala sér á, en aftur á móti er kona litin hornauga ef hún segir stundarhátt innan um aðrar konur að hana dauðlangi að fara og fá sér að ríða og að hún stefni rakleitt út á veiðilendur til að sækja einhvern álitlegan í verkið. Hvers vegna ætti það að vera meira tiltökumál að kona fái sér snúning á snípinn en að karl fái sér einn á broddinn? Það vita jú allir að það er alveg meinóhollt fyrir bæði sál og líkama að fá ekki reglulega útrás fyrir holdlegar fýsnir. Karlar njóta mikils skilnings í þessum efnum á meðan skilaboðin til kvenna eru þau að þær þurfi nú að spara sig fyrir hinn eina sanna og megi ekki safna bólfélögum eins og íþróttamyndum, þá gæti nefnilega orðsporið farið til fjand- ans. Þær eru því sífellt að laumast til að sofa hjá. Þær halda leyndum fjölda rekkjunauta sinna eða fjölda þeirra skipta sem þær fá sér fyrrnefndan snúning (stundum er það einn og sami aðili sem nýtist vel í langan tíma). Það þykir svo ægilega ópent að vera óseðjandi kona. En það sér það hver maður að það er ekki nokkur sanngirni í þessu kynjamisrétti. Og það er óviðunandi tvískinnungur að konur finni fyrir kröfu um penheit á sama tíma og þær fá þau skilaboð að þær eigi sífellt að vera tilkippilegar. Þetta virðist því vera spurning um á hvers forsendum til- kippilegheitin eru. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einhleypar konur hamist endalaust á steindauðum og sálarlausum víbratorum. Þó að þær eigi ekki karl vilja þær lifandi lim, heitt hold, stynjandi mann, strjúkandi hendur, tungu og varir. Snertingu. Enda hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi vísinda- legum hætti að við framleiðum meira af sæluefni í heilanum þegar við fáum fullnægingu með lifandi manneskju heldur en þegar eigin hönd eða vélrænt tæki framkallar nægjuna. Ég hvet því einhleypar konur eindregið til að standa með sínum hvötum og sækja sér lifandi menn til að fullnægja þeim. Og vera stoltar af því. Að fá sér á broddinn Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín V arla er algengt að fólk búi við götu sem ekki er til. Þó ekki fordæmalaust! Sönnun þess eru Gísli Sigurgeirsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, og kona hans, Guð- björg Ringsted. „Þegar ég er spurður um heimilisfang hef ég svar- að, sannleikanum samkvæmt; Tónatröð 11, Ak- ureyri. – Tónatröð, segir þá viðmælandinn í for- undran. Mikið er það fallegt götunafn, en hvar í ósköpunum er sú gata? Til skamms tíma hef ég svar- að því til, líka sannleikanum samkvæmt, að hún sé reyndar ekki til nema á teikningum.“ Þetta er á suðurhluta suðurbrekkunnar, beint fyr- ir neðan Sjúkrahúsið. Gísli er fæddur þarna og upp- alinn, í Spítalavegi 21, skaust burt í nokkra áratugi en keypti svo húsið sem gamlir Akureyringar kalla gjarnan Sóttvörn, sem þá hafði staðið autt og yf- irgefið um árabil. Það var byggt sem sóttvarnarhús í byrjun síðustu aldar. Þegar Gísli flutti í húsið, fyrir bráðum 20 árum, taldist það vera við Spítalaveg og var númer 11. Þá var gert ráð fyrir götu, Tónatröð, ofan við húsið en ekkert varð úr. Gísli gleðst yfir því en hann er ekki hrifinn af nýjasta skipulaginu. Samkvæmt því á að hrúga niður húsum á svæðinu, eins og hann tekur til orða. „Stjórnendur bæjarins virðast ekki mega sjá opin svæði án þess að þar þurfi að byggja.“ Í fyrra var gatan strikuð út af teikningunni og nafnið sett á aðra götu, skv. tillögu Gísla. „Eftir það bý ég við Tónatröð 8. Sá er hins vegar munurinn að sú gata er til og hefur verið síðan ég man eftir mér; gatan mín er gamli troðningurinn frá Spítalavegi sem fram til þessa hefur verið aðkomuleiðin að mínu húsi. Að vísu varla nema jeppafær í snjóum og við vorkomu þegar frost er að fara úr jörðu. En ég hef sem sé búið á þremur stöðum undanfarin ár, þó allt- af í sama húsinu, án þess að það hafi farið á flakk!“ Gísli segir svæðið hafi verið lítið breytt um aldir og sé að sjálfsögðu það fallegasta í bænum. „Litla kleppi og gömlu Heilsuverndarstöðinni var að vísu stungið þarna niður um miðja síðustu öld en þau hús má rífa. Það eru til milljónir mynda teknar yfir bæinn úr suðri, þar sem þetta hverfi er í forgrunni. Þessu á að umbylta. Stjórnendur bæjarins létu það sem vind um eyru þjóta, þótt hver og einn einasti húseigandi á svæðinu mótmælti. Það sama gerði Þorsteinn Gunn- arsson arkitekt sem gerði mat á svæðinu á vegum Húsfriðunarsjóðs og Minjasafnsins.“ Um miðja síðustu öld var Sóttvörn breytt í íbúðar- hús og Jóhann Konráðsson og Fanney Oddgeirs- dóttir fluttu þar inn með sinn stóra barnahóp. „Þá var búið að byggja Litla klepp sem kallaður var, við hliðina. Jói hafði þá tekið að sér gæslu sjúklinganna og Fanney kom inn í það starf með honum því oft þurfti Jói að bregða sér af bæ til að syngja. Þá voru einungis fjárveitingar fyrir einu stöðugildi til að annast allt að 14 geðsjúka einstaklinga, miserfiða. Lyf fyrir geðsjúka voru þá vanþróuð, en söngur Jóa reyndist besta lyfið til að koma á ró á Litla kleppi. Þegar deildinni var lokað skömmu fyrir aldamót voru starfsmennirnir 10-12, á þreföldum vöktum, en sjúklingarnir 5-6.“ Það gleður Gísla að látið var að vilja hans og ann- arra að halda í nafnið Tónatröð. Það varð til í minn- ingu Jóhans Konráðssonar og hans söngelsku fjöl- skyldu. „Héðan kemur líka fleira tónlistarfólk. Sigurgeir Jónsson, organisti frá Mýri, byggði Spítalaveg 15, sem er hér á horninu við Tónatröð. Á efri hæðinni var Ólafur Tryggvi, sem stofnaði lúðrasveitina, og í gamla spítalanum var Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði og hans fjölskylda. Dísa, dóttir hans, er í Sin- fóníunni og Agnes, systir hennar, er píanóleikari og svona gæti ég haldið áfram. Það væri hægt að tefla fram einvalaliði einsöngvara, kór og hljómsveit úr þessu hverfi.“ skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tröð tónanna 1 2 4 5 Hafnarstræ ti Eyrarlandsvegur Tónatröð Læ kja rg at a Kaupva ngsstræ ti Þórunnarstræ ti 3 1. Sundlaug Akureyrar. Þar fær Gísli sér sprett daglega, að morgni eða kvöldi. „Heitu pottarnir bestir!“ segir hann. 2. Sigurhæðir; hús Matthíasar Jochumssonar þar sem Gísli er „húsbóndi“. 3. Lystigarðurinn. Unaðsreitur spölkörn að heim- an. 4. Brynjuísinn klikkar ekki. 5. Kirkjugarður Akureyrar. Fallegur og vel hirtur. Stutt að fara. Endastöðin. Uppáhaldsstaðir Gísla Gísli Sigurgeirsson býr í húsinu með rauða þakinu. „Það væri hægt að tefla fram einvalaliði einsöngvara, kór og hljómsveit úr þessu hverfi,“ segir hann en meðal æskuvina Gísla er Kristján Jóhannsson óperusöngvari.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.