SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 45
7. mars 2010 45 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 11/4 kl. 16:00 Sun 18/4 kl. 16:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - Lífið og lögin (Söguloftið) Lau 13/3 kl. 14:00 U Lau 13/3 kl. 17:00 Ö Fim 18/3 kl. 14:00 U Fös 19/3 kl. 20:00 Lau 27/3 kl. 17:00 Ö Fim 1/4 skírdagur kl. 20:00 Fös 9/4 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 17:00 Sun 25/4 kl. 16:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 6/3 kl. 20:00 Ö Fös 12/3 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Fös 26/3 kl. 20:00 Lau 3/4 kl. 20:00 páskahelgin Lau 10/4 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 Lau 24/4 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hádegistónleikar Óp-hópsins með Jóhanni Smára Sævarssyni Þri 23/3 kl. 12:15 Miðaverð aðeins 1.000 kr. ! Hellisbúinn Lau 27/3 kl. 20:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið) Sun 7/3 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ufsagrýlur (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 13/3 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Sunnudagur Hrafn Jökulsson: Tungl veður í skýj- um yfir Trékyllisvík. Tófan gaggar í Finnbogastaðafjalli. Hundurinn í Bæ spangólar. Kettirnir láta sér fátt um finnast og horfa á íshokkí. María Kristín Gylfadóttir: fylgist með manninum sínum búa til heimsins bestu bernaissósu. Það er svo mikil ást og ástríða sett í matseldina á þessari hitaein- ingaríku sósu að það er engin furða þó að hún bragðist alltaf vel:-) Miðvikudagur Guðjón Guðmundsson: Ég er á því að allir eigi að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni undarlegu og setja nei á pappírinn – eitt stórt NEI eru alla vega viss skilaboð til fjár- málakerfisins úti um allan heim. Kristrún Heimisdóttir: Þjóð- aratkvæðagreiðslan á laugardag- inn yrði sú sjötta á Íslandi. T.d. voru bæði fullveldi 1918 og lýð- veldisstofnun 1944 ákveðin með þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagn- fræði á undanhaldi í landinu þeg- ar klifað er á að þetta sé sú fyrsta. Árni Jón Eggertsson: Er kominn með mottu. Fimmtudagur Halla Gunnarsdóttir: Er götótt eftir nálastungur Margrét H. Blöndal: Lá ofan á flugvél með kodda í nótt Kristján B. Jónasson: Það er al- vöru áfall fyrir Ísland að Friðriki V. á Akureyri skuli nú verða lokað. Gunnar Björn Guðmundsson: Go- od Heart er alger snilld! pebl@mbl.is Fésbók vikunnar Pósturinn Ferdinand Cheval eyddi 34 árum í að byggja Le Palais Idéal (fyrirmyndarhöllina) við bæ- inn Hauterives í Frakklandi. Hann hófst handa árið 1879 eftir að hafa rekist á fallegan stein er hann bar út póstinn. Cheval tók steininn upp og dáðist að honum. Hann leit í kringum sig og sér til mikillar furðu sá hann fleiri slíka steina. Hann stakk nokkrum í buxnavasann og ákvað að finna not fyrir þá. Eftir þetta leitaði hann steina er hann bar út póstinn. Fljótlega tók hann með sér fötu og loks hjólbör- ur. Hann gekk um sveitir daga og nætur, gisti í hlöðum eða undir berum himni. Hann geymdi stein- ana í garðinum heima og voru ná- grannarnir sannfærðir um að Che- val væri genginn af göflunum. En á næturna byggði hann höll úr stein- um og vandlega útskorinni steypu við ljóstýru frá lítilli olíulukt. Eftir 34 ára strit var höllin loks tilbúin með yfir þúsund litlum stytt- um af goðum og gyðjum, hofum, dýrum, skrímslum, pílagrímum og gosbrunnum. Cheval orti einnig ljóð og risti þau í veggina. Á meðal þeirra sem hafa heim- sótt höllina er Picasso en hún er sögð hafa veitt fjölda listamanna innblástur. Hún hefur verið friðuð í rúm 40 ár og er ein helsta tekju- lind litla þorpsins í suðaustur- hluta Frakklands. Staðurinn Byggði steinahöll á 34 árum Úr myndasafninu Allar eins og álfameyjar J óhannes S. Kjarval opnar málverkasýningu kl. 3 í Listamannaskálanum. Sýningin verður opin kl. 10-10.“ Þannig fréttu þeir sem hlustuðu á auglýsingar í rík- isútvarpinu fimmtudaginn 9. febrúar 1961 að Kjarvalssýning, sem lengi hafði verið beðið eftir, væri að hefjast. Kjarval hafði ekki sýnt verk síðan á sjötugsafmælissýning- unni 1955, en öðru hverju hafði gengið orðrómur um að hann væri að undirbúa nýja sýningu. Morgunblaðið segir svo frá daginn eftir að sýningin hófst: „Í fyrravetur hafði hann t.d. Listamannaskálann á leigu á annan mánuð – en aldrei voru hengdar upp neinar sýning- armyndir, listamaðurinn smíð- aði bara lága stalla meðfram veggjum, til að tylla myndum á. Svo lengi hefur verið beðið eftir þessari sýningu, að til- kynningin í útvarpinu í gær kom eiginlega á óvart. Ekki hafði verið kallað á neina blaðamenn, til að koma því á framfæri að þarna væri málverkasýning á ferðinni, þeir sem hjálpuðu til að hengja upp myndirnar höfðu verið beðnir um að vera ekkert að tala um það og engir boðs- miðar voru sendir út.“ Blaðið segir að því hafi til- tölulega fáir gestir verið á sýn- ingunni fyrst eftir klukkan þrjú, „ekki önnur eins læti og við opnun Kjarvalssýningarinnar 1942, þegar allar myndirnar seldust upp á 20 mínútum“. Síðan segir blaðamaðurinn, Elín Pálmadóttir, svo frá: „Listamaðurinn var þarna sjálfur. Ýmsir þekktir borgarar, sem vitað er að hafa áhuga á málverkum, tóku hann á eintal út í horn eða gengu með honum um gólfið, ákafir á svip. En þeir hafa líklega fengið álíka loðin svör og blaðamaður Mbl. „Nei, það verður ekkert verð á þeim fyrst um sinn. Þær eru alltof dýrar til að vera til sölu. – Ég ætla að stríða því á að verðleggja enga mynd. Það get- ur eins vel verið að ég gefi þær. Ómögulegt að segja. Ég skulda 100 þúsund krónur eftir að hafa komið upp sýningunni. Ég get alveg eins látið myndirnar og átt hjá fólki, eins og fólk á hjá mér. Það er aldrei að vita!“ Í miðju samtali þeirra segir listmálarinn: „Komdu hérna Storr og talaðu við þessa stúlku. Ég kann ekki að koma fram við íslenzkar stúlkur. Þær eru allar eins og álfameyjar.“ Og Elín heldur áfram: „Það voru sýnilega mistök hjá ritstjóranum að senda kven- mann á opnunina og því varð ekkert úr samtalinu við lista- manninn. Hann sneri sér bara að blaðaljósmyndurunum, sem fylgdu honum hvert fótmál, og spurði hvort nokkur þyrði að trúa sér fyrir ljósmyndavél, svo hann gæti tekið mynd af þeim líka. Ólafur á Morgunblaðinu fékk honum myndavélina sína og útskýrði hvar ætti að horfa í hana og hvar að smella. Í fyrstu átti listamaðurinn í svolitlum erfiðleikum. Hann sá bara tvo menn í ljósmyndaglerinu. Það hefðu ekki verið nein vandræði að bæta þeim þriðja á með pensli, hefði verið um málverk að ræða. Jæja, nú eru þeir þrír. Hókus, pókus. Einn, tveir og … Þetta verður sjálfsagt sögufræg mynd. Og svo hvarf listamaðurinn út í Sjálfstæðishús í miðdagskaffi.“ Páll Ísólfsson og Kjarval rýna í myndir listamannsins í Listamannaskálanum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.