SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 47

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 47
7. mars 2010 47 LÁRÉTT 1. Með an í 3G ert þú beinlínis að leysa þetta. (8) 7. Kjarkur í fönn gefur veiði. (9) 9. Hafði ánægju af tei í ask og mat. (10) 10. Hag metið í svæðinu. (9) 11. Erlendur maður þekkist af æðibunugangi. (6) 13. Afrita með ropa til að fá metorðagjarnan. (11) 14. Ljósir fást einhvern veginn úr tæki. (10) 16. Líkamshluti útlimalauss dýrs er viðurnefni (9) 19. Erlent kusk flækist fyrir erlendum. (10) 21. Er enginn endir á kunnáttumati með þessu skír- teini? (9) 22. Fis dettur úr við að fimmfaldast í spili. (8) 24. Styrking hjá erlendum. (5) 25. Máni í Happdrætti Háskóla Íslands tapar berlega einhvern veginn stórri. (7) 26. Herinn losa einhvern veginn úr plöntu. (10) 30. Sjá brag fjalla um þrefalt at í þessari götu. (10) 31. Flækist elsk að eldstæði í hluta af riti. (8) 32. Samkoma með hlass byggir á eldsneytisnámi. (7) 33. Flæki Kanann í dýrinu. (7) LÓÐRÉTT 1. Reynslulaus tönn er nýgræðingur. (8) 2. Í fyrstu gæti viðsnúnast orðið veglyndast. (8) 3. Magnari gól einhvern veginn út af hefðbundnum. (10) 4. Set á fetil hjá dýri sem gengur ekki á iljum. (6) 5. Lítið kunnar og slanga finna vandræðagemling (13) 6. Orsakaði nakinn að aldin fannst. (7) 8. Stökk rétt út vegna tómstundariðju þar sem er blandað saman myndum og textum sem er safn- að saman í albúm. (6) 12. Gefa Sókratesi pung til að skapa menn sem lögðu áherslu á rökfræði. (13) 13. Vera gefin hegðun í tilbreytingarleysi. (9) 15. Sé hættulega örveru í skurði sem er ekki einfald- ur heldur 2x50. (6) 17. Stærri fer í rúmið út af stórkostlegum. (11) 18. Flækist fastara á því sem varð Njáli afdrifaríkt. (8) 19. Káli Andri einhvern veginn preláta. (9) 20. Tál mun verða að hindrun (6) 23. Bryggjusvæðið fær at í aðgerðinni (8) 27. Dugleg var næstum því gengin í flokk há- skólanema. (6) 28. Lífsháski mun finnast í leit. (6) 29. Pota í ílát (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. mars rennur út fimmtudaginn 11. mars. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 14. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 28. febrúar sl. er Jó- hannes Sigmundsson. Hann hlýtur í verðlaun bók- ina Svo fögur bein eftir Alice Sebold. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun MEÐ jafntefli í lokaumferð 24. Reykjavíkurmótsins náði Hannes Hlífar Stefánsson þeim einstæða árangri að hafa orðið efstur einn eða með öðrum á fimm Reykja- víkurmótum. Hann sigraði fyrst árið 1994 aftur árin 2000, 2008, 2009 og nú 2010. Ekki lítið afrek þegar litið er þess hversu öflugur hópur skákmanna og kvenna sækir þetta mót venjulega. Þess má geta að Reykjavíkurmótin eru nú orðin árlegur viðburður. Lokaniðurstaða efstu manna varð þessi: 1. – 4. Hannes Hlífar Stef- ánsson, Ivan Sokolov, Abhijet Gupta og Júrí Kuzubov 7 v. 5.-9. Vladimir Baklan, Jorge Cori, Alexey Dreev, Jan Ehlvest og Jurí Shulman (Bandaríkjunum ) 6½ v. Eftir tvo auðvelda sigra í fyrstu umferðunum þurfti Hannes að bretta upp ermarnar í skákum sínum gegn hinum unga stór- meistara frá Perú, Jorge Cori. Snjallt byrjunarval hafði þar ekki lítið að segja og vel heppn- uð hernaðartækni í byrjun tafls brást Hannesi heldur ekki í skákunum við Normund Miezes frá Litháen og Frakkann Igor Alexander Nataf. Hann tefldi af miklu öryggi og komst aldrei í taphættu. Verður gaman að fylgjast með honum á Evr- ópumeistaramóti einstaklinga sem hófst í Rijeka í Króatíu í gær. Árangur annarra keppenda á þessu Reykjavíkurmóti var allgóður og fremstu íslensku skákmennirnir voru greinilega í baráttuskapi. Henrik Danielssen hlaut 6 vinninga, tefldi vel og var alltaf í námunda við topp- inn. Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson tefldu einnig af öryggi og Guðmundur Kjart- ansson náði sér vel a strik undir lok móts eftir afleita byrjun. Þessir þrír fengu allir 5½ vinn- ing. Af yngri skákmönnum hækk- aði Daði Ómarsson sig mest eða um 28 stig. Þegar sýnt var að ekkert al- vöru uppgjör færi fram á efsta borði í lokaumferðinni beindist athygli manna annað. Mikið var undir hjá Úkraínumanninum unga Ilja Nyzhnyk; með sigri gat hann náð stórmeistaratign. Langtímum saman virtist það aðeins tímaspursmál að Eist- lendingurinn Jan Ehlvest kast- aði inn handklæðinu. En áratuga reynsla hans kom í góðar þarfir og sífellt fann hann leiðir til að halda taflinu gangandi, 31. … Bg4 markar þar upphafið, síðan kom 34. … Bd1 og þá hinn bráðsnjalli leikur 43. … Re5. Þegar hann skellti inn 45. … Be2 var ljóst að Nyzhnyk átti erfitt verkefni fyrir höndum. Klukkan tifaði líka án aflláts. Rannsóknir eftir á leiddu í ljós að Nyzhnyk gat sennilega unnið með 36. f5. Þá fór góður möguleiki for- görðum í 41. leik, b5! Mögnuð baráttuskák: 24. Reykjavíkurskákmótið Ilja Nyzhnyk – Jan Ehlvest Pirc vörn 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Rf3 Rd7 5.Bc4 e6 6. Be3 a6 7. a4 b6 8. Dd2 h6 9. 0-0 Bb7 10. d5 e5 11. Re1 Rgf6 12. f3 Rh5 13. Rd3 Rc5 14. Re2 Bc8 15. c3 Rxd3 16. Bxd3 Bd7 17. a5 b5 18. b4 Dh4 19. Hac1 Bf6 20. g3 Dh3 21. Kh1 Bg5 22. Hf2 Bxe3 23. Dxe3 0-0 24. Hg2 Rf6 25. Rg1 Dh5 26. c4 bxc4 27. Hxc4 Re8 28. f4 Kh7 29. Hc1 Hb8 30. De1 Ha8 31. h3 Bg4 32. Df2 exf4 33. gxf4 Rf6 34. Hh2 Bd1 35. Df1 Ba4 36. Hxc7 Hac8 37. Hxc8 Hxc8 38. De1 Bd1 39. De3 Hc3 40. Hd2 Hb3 41. Dd4 Bf3+ 42. Kh2 Rg4 43. Kg3 Re5 44. b5 axb5 45. a6 Be2 46. fxe5 Dg5+ 47. Kf2 Dxd2 48. Rxe2 dxe5 49. Dxe5 Hxd3 50. Dc7 De3+ 51.Ke1 Df3 52. a7 Dh1+ – og gafst upp, 53. Kf2 er svarað með 53. … Hf3 mát. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Fimmti sigur Hannesar Hlífars á Reykjavíkurskákmóti Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.