SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 48
48 7. mars 2010
É
g hef margoft rekið mig á að
ungt fólk á dálítið erfitt með að
rýna í texta og átta sig full-
komlega á merkingu hans. En
þegar það hefur „ráðið gátuna“ gleðst
það. Eitt af því sem reynist nemendum
erfitt er orðaröð í vísum og ljóðum. Ég
skal sýna dæmi um vísu sem ég hef beðið
nemendur að setja í eðlilega orðaröð (án
þess að breyta öðru):
Stundin harma sú var sár
sundur armlög slíta;
hrund af hvarmi höfug tár
hrundu á barminn hvíta.
Nemendur á þrítugsaldri hafa átt erfitt
með að leysa þetta verkefni. Nú bið ég
lesandann að spreyta sig á því áður en
hann heldur lengra. En svona mætti taka
saman: Sú harma stundin var sár [að]
slíta armlög sundur. Höfug tár féllu af
hvarmi hrund á hvíta barminn. Þetta er
falleg lýsing á skilnaði elskenda. Stephan
G. Stephansson mun hafa verið 16 ára
þegar hann orti þetta. Óneitanlega er
dýrt kveðið því að ekki er einungis um
innrím í 2. kveðu (harm/ arm/ hvarm/
barm) að ræða, heldur ríma einnig upp-
hafsorðin í hverri línu (stund / sund/
hrund/ hrund). „Hvernig getur ungling-
ur í 10. bekk ort svona?“ spurði einn
nemandinn. Hann vissi reyndar að
Stephan G. naut ekki skólamenntunar.
Hugsanlega þyrfti að staldra við orðið
hrund [kona] sem þarna stendur í þágu-
falli: Tárin hrundu hrund (þgf.) af
hvarmi, sbr. þau hrundu henni af hvarmi
eða af hvarmi henni.
Þessi leið, að fá nemendur til að setja
texta eins og þennan í eðlilega (sjálf-
gefna) orðaröð neyðir þá til að velta fyrir
sér bygginu setninga: frumlagi, umsögn,
andlagi o.s.frv. og fá þannig fullkomna
merkingu í textann. Ef þeir gera það ekki
missa þeir af einhverju, skilja bara svona
nokkurn veginn. Ég held við kennarar
ættum að gera meira af að rýna vel í texta
með nemendum til að efla lesskilning og
tilfinningu fyrir máli og styrkja þá jafn-
framt orðaforðann. Ég hlustaði um dag-
inn á leikskólakennara sem sagði frá því
að hann (hún) léti leikskólabörnin glíma
lengi við sömu þjóðsöguna, m.a. til að
efla orðaforðann. Þessi kona sagðist ekki
einfalda texta þjóðsagnanna en hún gætti
þess aftur á móti að skýra öll orð vel. Hún
greindi frá skemmtilegu atviki: Móðir
eins barnanna hafði að dómi barnsins
ekki staðið sig sem skyldi og barnið hafði
sagt: „Þú ert duglaus og dáðlaus.“ Móð-
irin undraðist þetta en komst svo að því
að barnið hennar hefði verið að glíma við
söguna af Gilitrutt í leikskólanum sínum.
Umrædd móðir fór eftir þetta að sýna
starfinu í leikskólanum aukinn áhuga.
Það er til fyrirmyndar. Ég held að allt of
víða skipti foreldrar sér ekki af námi
barna sinna. Gaman væri að sjá breytingu
á þessu. Ég sé fyrir mér foreldra glíma við
kvæði eða smásögu sem barninu hefur
verið sett fyrir. Í huganum heyri ég þá
ræða við börnin um orðaröðina í fyrr-
greindri vísu Stephans G. Þetta er orðinn
fjölskylduleikur en ekki einangrað fyr-
irbæri í íslenskutíma. Svo er kannski
smásaga lesin upphátt fyrir svefninn.
Þannig fer menntun fram. Þannig
skapast virðing fyrir bæði skólastarfi og
móðurmáli. Þannig kemst íslenskan í
tísku. Þannig styrkist orðaforði okkar, en
prófessor Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
sem hefur rannsakað orðaforða barna og
unglinga, hefur hvað eftir annað bent á
hve mikilvægt það sé að efla hann og
styrkja, ekki síst á unglingsárum. Skóla-
vefurinn gerir nú tilraunir í nokkrum
skólum með námsefni í íslensku sem er
ætlað miðstigi grunnskólans. Þar er
markmiðið m.a. einmitt það að tengjast
foreldrum sem best með aðstoð netsins
og stuðla þannig að umræðu eins og
þeirri sem hér var minnst á.
Að lokum langar mig að benda á tvær
algengar „villur“ sem auðvelt er að ræða
og finna rök gegn: Mánaðarmót, segja
menn gjarnan og skrifa. En þetta eru mót
tveggja mánaða (eignarfall fleirtölu),
mánaða-mót. Eiður skaut í slánna, segja
menn og skrifa. En hann skaut reyndar í
slána, hina hvítu slá: greinirinn vill hafa
þarna eitt n í þolfalli, kvenkyni, eintölu.
Niðurstaðan er þá þessi: Það þyrfti að
ræða meira um tungumálið og beita þeim
hugtökum sem málfræðin býr yfir. Þá
verður allt svo skemmtilegt.
Eiður skaut í „slánna“
’
Nemendur á þrítugs-
aldri hafa átt erfitt
með að leysa þetta
verkefni. Nú bið ég lesand-
ann að spreyta sig á því áð-
ur en hann heldur lengra.
Hvar hafnaði skot Eiðs Smára? Í „slánni“? Eða skaut hann í hina hvítu slá?
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Morgunblaðið/Golli
S
igrid Valtingojer hefur verið í
fremstu röð íslenskra grafík-
listamanna síðustu þrjátíu ár
og hefur hlotið fjölda verð-
launa og viðurkenninga fyrir verk sín. Í
dag, laugardaginn 6. mars, verður
opnuð sýning á verkum hennar í Lista-
safni ASÍ við Freyjugötu, í Ásmund-
arsal, Arinstofu og Gryfjunni. Er þetta í
raun afmælissýning en Sigrid verður 75
ára í vikunni.
Á sýningunni eru tólf ný verk en
einnig getur að líta eldri verk, röð af
ætingum, Landslag, en fyrir þau verk
hlaut Sigrid Grand Prix-verðlaun á
Ítalíu. Ljósmyndir teknar á einni sum-
arnótt og glermyndir frá árinu 2008 er
einnig að finna á sýningunni.
„Í nýju verkunum mála ég með
lakki á ál, set svo fínan sand yfir og
prenta síðan myndirnar. Þetta er alveg
sérstök tækni sem ég beiti þarna,“ seg-
ir Sigrid. Hún segir sérstakan boðskap
að finna í myndunum.
Pólitísk myndverk
„Kveikjan að þessum myndum eru ör-
lög milljóna manna sem á síðustu ára-
tugum hafa leitað skjóls í Evrópu. Þetta
er fólk sem býr að allt annarri menn-
ingu og talar allt annað tungumál en
Evrópubúar,“ segir Sigrid. „Þetta eru
að mörgu leyti erfið umskipti fyrir
þetta fólk því sagan sýnir að sambúð
manna af ólíkum uppruna er flókin,
innflytjandinn þarf að tileinka sér nýtt
tungumál, og ólík trúarbrögð og siðir
geta skapað vandamál. En um leið er
þessi breyting mikill sjóður. Innflytj-
andinn, sem kannski hefur verið að
leita að griðastað, kynnist nýjum heimi
og fær ný tækifæri
Flutningar þessa fólks til Evrópu gera
okkur Evrópubúa ríkari og gefa okkur
tækifæri til að endurskoða hlutina. Það
er mikil gerjun þar sem fólk af ólíku
þjóðerni býr saman og þá sérstaklega í
listum.
Ég reyni að koma einhverjum smá-
hugmyndum um þessa flutninga yfir í
myndirnar. Ég reyni það á þann ein-
falda hátt að setja inn í þær stafi. Í
sumum löndum eru stafir myndlist. Ég
set í myndirnar stafi sem ég hef
Pólitískir staf-
ir og eigin
uppfinningar
Sigrid Valtingojer sýnir verk sín, gömul og ný, í
Listasafni ASÍ. Hún segir að kveikjan að nýju
verkunum séu örlög þeirra milljóna manna sem
á síðustu áratugum hafa leitað nýrra heimkynna
í Evrópu.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Lesbók
Í fyrstu ljóðabók Auðar Ava Ólafsdóttur,
Sálmurinn um glimmer, sem kom út í
vikunni er lagt til að fegurðin bjargi
heiminum. Um er að ræða 57 blaðsíðna
söguljóð þar sem höfundur glímir við
margt í senn; ástríður, þjáningu, dauða,
endurfæðingu, tungumálið og skáld-
skapinn þar á meðal.
„Í kjarna er ástríðusamband einfættrar
konu og blinds leiðsögumanns sem lesa
má á ýmsa vegu,“ segir Auður sem hefur
getið sér gott orð fyrir skáldsagagerð og
var tilnefnd til Norðurlandaverðlauna
fyrir síðustu skáldsögu, Afleggjarann.
Hún bjóst þó ekki endilega við því að
eiga eftir að skrifa ljóðabálk.
„Ég er að vasast í mörgu en ætlaði
ekki að skrifa ljóðabók,“ segir Auður.
„Enda hef ég litið svo á að það væri fullt
starf að vera ljóðskáld. Sálmurinn um
glimmer er þó ekki hefðbundin ljóða-
bók. Í henni er sögukjarni sem springur í
ýmsar áttir og útúrdúrar sem eiga sér
sjálfstætt líf. Textanum er ætlað að vera
kvikur og hlaupa út undan sér.“
Brimhvít sogalda tímans
Ljóðmælandinn í verkinu sáldrar
glimmeri yfir heiminn. Auður Ava segir
bókina spegla þá sýn að ekki sé til neitt í
þessum heimi án andstæðu sinnar.
„Fegurðin er ekki til án ljótleika eða
grimmdar, lífið fær merkingu sína af
dauðanum. Annað skilgreinir hitt. Þarna
eru ýmis andstæðupör sem hafa áður
komið fyrir í bókum mínum, eins og
Sögukjarni
sem springur
í ýmsar áttir