SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 49
7. mars 2010 49 hann segir stundin er komin að leggja allt að veði búðu þig undir þjáningu í bland við hamingju stattu upp við skulum kveikja í sinu fyrir austan fjall og fá okkur pulsu sem springur milli hvítra tanna og brenna lönd okkur til gamans leggjast svo niður milli tveggja þúfna með fætur í austur eins og í kistu hafa það kósí og breiða yfir okkur sæng fulla af hrafnsfjöðrum fulla af svörtum fjaðurstöfum Úr Sálminum um glimmer ímyndað mér, kannski eru einhverjir þeirra til í raunveruleikanum en ég hef ekki rannsakað það. Það má segja að ég sé að leika mér með skrift sem er ekki til. Þetta eru mínir eigin stafir og mín eigin uppfinning.“ En er þá pólitík í þessari myndlist? „Jú, það má segja það og það er nokk- uð sem er alveg nýtt í mínum verkum. Ég ferðast mikið erlendis og í sumum borg- um eru heilu hverfin byggð af innflytj- endum sem lifa þar í von um betra líf en þeir áttu í föðurlandi sínu. Þessi ferðalög hafa auðgað mig og áhrifin sem ég hef orðið fyrir af þeim skila sér núna í verk mín.“ Ísland hefur gefið mér allt Sigrid, sem fæddist árið 1935, ólst upp í Þýskalandi, flutti til Íslands árið 1961 og hefur því búið og starfað hér á landi í nær fimmtíu ár. Í grafíkmyndum sínum hefur hún sótt innblastur í íslenska nátt- úru. Meðal verka á sýningunni í Ás- mundarsafni er landslagssería frá árinu 1986. „Þetta eru landslagsmyndir, sem sýna jökla og fjöll en það er ekki hægt að kenna þessar myndir við ákveðna staði. Þetta eru í rauninni táknmynd- ir,“ segir Sigrid um seríuna. Er íslensk náttúra öðruvísi en ann- ars staðar? „Já, þegar ég kom til Íslands fannst mér stundum eins og að náttúran hefði verið einmitt svona þegar sköpun heimsins átti sér stað. Í öðrum löndum eru skógar, og þeir eru ekki eins og einstaklingar, meðan hvert einasta fjall á Íslandi er persóna. Hvað kemur fram í andliti fólks þeg- ar það eldist? Jú, maður sér lífsreynsl- una í andliti þess. Maður sér þetta sama í fjalli, öll reynslan sem hefur safnast fyrir á öllum þessum mörgu, mörgu árum.“ Hvernig er fyrir þig sem ert fædd erlendis að vera listamaður á Íslandi? „Það hefur gefið mér allt. Ef ég hefði ekki komið hingað hefði ég orðið allt öðruvísi listamaður og væri að gera allt annað en ég hef verið að gera. Það að fara út í íslenska náttúru eða bara það að virða hana fyrir sér er í mínum huga ótæmandi brunnur. Mað- ur fer út og kemur aftur heim og hefur hrifist eða fengið hugmynd. Ég hef alltaf reynt að túlka þessi hughrif og gera abstrakt landslag. Ég er mjög ánægð með það að erlendis skilja menn þessar myndir og skynja í þeim kraft- inn og fegurðina sem býr í íslenskri náttúru.“ Hið langa ferli Þú hefur einbeitt þér að grafíklistinni. Af hverju? „Ég er svo hrifin af samtvinnun sköpunar og handverks. Í grafík vinnur maður mjög hægt, stundum tekur mig einn mánuð að gera mynd. Þetta er ekki sama ferli eins og þegar maður málar mynd og sér strax hvað maður er að gera. Þetta er langt og endurtekn- ingarsamt ferli en mér finnst það ágætt því þá get ég hugsað á meðan.“ Hvernig hefur þér gengið að lifa á listinni? „Ég var heppin. Ég kom hingað til lands sem auglýsingateiknari og fór svo í Myndlista- og handíðaskólann og þar lærði ég grafík og kenndi um tíma. Þegar ég fór að sýna gekk mér mjög vel. Þetta var góður tími fyrir graf- íkina, hún var fremur ný grein og fólk sýndi henni mikinn áhuga. Nú er áhuginn minni en mér hefur gengið vel. Það er erfitt að vinna í grafík og maður þarf að vinna með sýrur, sem er ekki mjög heilsusamlegt. Sumir gefast upp vegna þessa. Svo er þetta líka lík- amlega erfitt því maður þarf að gera allt sjálfur, eins og að þrykkja og prenta. Auðvitað hugsa ég stundum: Ætti ég ekki að teikna meira og mála, því það væri auðveldara. Við sjáum til hvað verður.“ ’ Ég er svo hrifin af samtvinnun sköp- unar og handverks. Í grafík vinnur maður mjög hægt, stundum tekur mig einn mánuð að gera mynd. „Það að fara út í íslenska náttúru eða bara það að virða hana fyrir sér er í mínum huga ótæmandi brunnur,“ segir Sigrid Valtingojer. Morgunblaðið/Ernir spenna orða og líkama. Tungumálið gef- ur okkur ekki endilega aðgang að skiln- ingi á veruleikanum. Þegar ég skrifaði Sálminn um glimmer var ég svolítið upptekin af því að vera frá útnára mál- svæði og sú hugsun speglast í verkinu. Ég vitna í önnur skáld, íslensk og erlend, og velti fyrir mér þeirri hugmynd að vera útlendingur í eigin tungumáli.“ Í bókinni kallast höfundur á við útlend skáld „sem lesa allan daginn / ef þau eru ekki að skrifa / eða skiptast á augnaráði / við uglu í ilmandi lundi,“ sem er annar veruleiki en þeirra íslensku sem eru „upptekin / að mæta svörtum flóðum / og fjöllum sem springa á virkum dög- um.“ Ljóðmælandinn, einfætt glæsi- kona, veltir líka fyrir sér uppruna orðanna í eigin ættfræðilega samhengi og finnur formóður sem sigldi til eyj- unnar „yfir hyldýpishaf / á síðustu duggu brimarkaupmanna / um brim- hvíta sogöldu tímans.“ Auður segir brosandi að í bókinni sé vissulega að finna blóð og sviðnar fjaðrir en þar sé líka verið að kljást við einhvers konar endurlausn. Bókin megi því gjarnan hressa Íslendinga við. Auk þess að vinna út frá og vísa í verk ýmissa ljóðskálda, fyrri tíma og samtím- ans, er augljós trúarlegur undirtónn í Sálminum um glimmer. „Ég nota stundum magnaða og mynd- ríka orðkynngi biblíumáls, en geri það eins og listamenn hafa gert í 2000 ár, þeir taka það úr upprunalegu samhengi og setja í annað og nýtt,“ segir hún. Skáldsaga og leikrit í smíðum Auður Ava er að vinna að leikriti og er komin áleiðis með skáldsögu sem var fyrirhugað að kæmi út í haust. „Það gæti þó dregist,“ segir Auður, „ég vinn mikið eins og er sem kennari í listfræði við Há- skóla Íslands og safnstjóri Listasafns HÍ, en listfræðinámið nýtur mikilla vin- sælda. Ég stefni að því að komast í leyfi seinna á árinu til að skrifa óslitið þegar ég er búin að klára önnur verkefni.“ efi@mbl.is Þegar Auður Ava Ólafsdóttir skrifaði ljóðabálkinn Sálminn um glimmer sem var að koma út, segist hún hafa verið „svolítið upptekin af því að vera frá útnára málsvæði.“ Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.