SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 52
52 7. mars 2010
Þ
að kemur ekki á óvart að menn
hafi deilt um starfslaun lista-
manna, slíkar deilur hafa tíðk-
ast í 16.000 ár, eins og Halldór
Baldursson benti svo meistaralega á í
teikningu sinni í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag, og gott að skipan þeirra mála sé
rædd í sífellu og velt upp spurningum
eins og um tilgang, framkvæmd og ár-
angur, enda hlýtur það allt að sæta sí-
felldri endurskoðun.
Sem togarasjómaður átti ég marga
snerru við skipsfélaga mína þar sem tek-
ist var á um grundvallaratriði eins og það
hvaða rugl þessi list væri yfirleitt, til
hvers væri verið að hlaða undir rassgatið
á öllum þessum afætum og svo jafnan
klykkt út með að rétt væri líka að hengja
alla poppara, fyrst verið var að taka til í
samfélaginu á annað borð.
Það að menn deili um starfslaun lista-
manna sýnir
kannski best að
mönnum er ekki
sama um þau, en
deilunar taka
stundum á sig
sérkennilegan
blæ svo rifjað sé
upp eitt ankann-
legt deilumál
vegna þess sem
kallaðist viðbót-
arritlaun um
miðjan áttunda
áratuginn. Einn af þeim sem fékk slík rit-
laun í árslok 1975 var Dagur Sigurðarson
og varð fimmtán rithöfundum tilefni að
senda menntamálaráðherra bréf til að
mótmæla því. Í bréfinu sagði meðal ann-
ars:
„Við undirrituð mótmælum þeirri
ósvinnu, að úthlutunarnefnd viðbót-
arritlauna […] skyldi samþykkja við-
bótaritlaun fyrir árið 1974 út á umsókn
Dags Sigurðarsonar fyrir pésann „Með-
vituð breikkun á raskati“. Pési þessi er
fimm lesmálssíður í litlu broti, fjölritaður
í Letri, vírheftur í þunn spjöld.
Við mótmælum því að Sveinn Skorri
Höskuldsson, prófessor í bókmenntum
við Háskóla Íslands og formaður úthlut-
unarnefndar, skuli óátalið geta framið
þennan verknað, sem telst vart annað en
svívirðing við alla bókmenntaiðju í land-
ínu, auk þess að bera vitni fullkomnum
dómgreindarskorti bókmenntaprófess-
orsins um hvað kallast getur bók.“
Sveinn Skorri svaraði smásálunum
fimmtán í Morgunblaðinu 28. apríl 1976.
Þá grein er að finna í greinasafni blaðins
en þar segir hann meðal annars:
„Það hneykslar mig að til skuli vera á
Íslandi rithöfundar, sem telja það að
starfsbróðir þeirra hljóti viðbótarritlaun
„… vart annað en svívirðing við alla bók-
menntaiðju í landinu …““
Víst var þetta aðallega pólitísk deila
þess tíma, skotgrafahernaður hægri- og
vinstrimanna, en ekki stórmannlega að
verki staðið hjá fimmtánmenningunum.
16.000
ára
deilur
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
’
… rétt
væri líka
að
hengja alla
poppara, fyrst
verið var að
taka til í sam-
félaginu á
annað borð
H
ægri flokkur Geerts Wilders
fékk mikið fylgi þar sem hann
bauð fram í sveitarstjórn-
arkosningunum í Hollandi í
liðinni viku og stefnir nú á sigur í þing-
kosningunum í júní. Flokkurinn hefur sett
íslam og innflytjendur á oddinn og vill
banna Kóraninn, setja mörk við því hve-
nær konur megi bera slæður, vísa músl-
ímum úr landi og setja strangar reglur um
aðlögun.
Svipaðar hræringar eiga sér nú stað um
alla Evrópu og er oft lýst með hugtakinu
Kulturkampf – menningarátök – orði,
sem notað var til að lýsa því þegar járn-
kanslarinn Bismarck skar upp herör gegn
katólikkum upp úr 1870.
Þessi átök eru tilefni þess
að Ian Buruma skrifar
bókina Guðirnir tamdir,
trú og lýðræði í þremur
heimsálfum (Taming the
Gods, Religion and De-
mocracy on Three Cont-
inents).
Aðskilnaður ríkis og
kirkju hefur nánast verið trúaratriði í
stjórnmálum á Vesturlöndum, þótt trú-
málin hafi lengstum verið skammt undan.
Í Frakklandi var framin blóðug bylting til
að losa um tak katólsku kirkjunnar á
þjóðfélaginu. Viðbrögð Frakka við skóla-
stúlkum með slæður er ein birtingarmynd
af arfleifð þessa uppgjörs, þótt staða
stúlknanna sé ósambærileg við það vald,
sem katólska kirkjan hafði í Frakklandi á
átjándu öld.
Í Bandaríkjunum var uppgjörið milli
stjórnmála og trúarbragða með allt öðrum
hætti, enda ítök trúarbragða í valdastofn-
unum samfélagsins hverfandi. Þeir, sem
lögðu grunn að bandarísku stjórn-
arskránni, lögðu áherslu á að trúin ætti
ekkert erindi í stjórnmál. Thomas Jeffer-
son ýtti trúnni út úr pólitíkinni og sagði að
í Pennsylvaníu og New York hefðu menn
gert „þá ánægjulegu uppgötvun að leiðin
til að þagga niður trúardeilur væri að láta
eins og þær væru ekki til“. Eins og
Buruma bendir á gerði hann það ekki
vegna þess að hann væri trúnni fjand-
samlegur, þvert á móti taldi hann að að-
skilnaður ríkis og kirkju myndi verða
trúarbrögðunum til góðs.
Trúrækni er líka meiri og meira áber-
andi í Bandaríkjunum, en í Evrópu og eld-
klerkar í anda Elmers Gantrys, sögu-
persónu Sinclairs Lewis, fara mikinn.
Katólikkar áttu hins vegar ekki greiða leið
inn í landsmálapólitík og varð John F.
Kennedy að sverja að hann myndi ekki
taka við skipunum frá Páfagarði.
Öðru máli gegnir um beint samband við
almættið. George W. Bush, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, leitaði innblásturs
hjá guði þegar hann tók ákvarðanir og
þótti hafa opnað dyrnar fyrir trúna inn í
pólitíkina. Þau viðhorf hafa hins vegar átt
hljómgrunn í Bandaríkjunum að Banda-
ríkjamenn væru kristin þjóð og ríkinu
bæri skylda til að viðhalda kristnu siðgæði
hvað snertir fjölskyldulíf, kynlíf og líf-
fræðikennslu. Í Evrópu er tilhneiging til
að líta niður á Bandaríkjamenn af þessum
sökum, en Evrópubúar ættu kannski að
fara varlega í þeim efnum. Að minnsta
kosti er sambúðin við aðra trúarhópa mun
erfiðari í Evrópu en í Bandaríkjunum.
Bandaríkjunum hefur iðulega verið líkt
við suðupott þar sem menningarstraumar
renna saman. Þrátt fyrir að blásið hafi
verið til stríðs gegn hryðjuverkum eftir
árásina á Bandaríkin 11. september 2001
snerist það aldrei í ofsóknir á hendur
múslímum í Bandaríkjunum. Þar hafa þær
deilur, sem farið hafa um Evrópu eins og
logi um akur, ekki blossað upp.
Umburðarlyndi hefur verið haft að leið-
arljósi í hollenskum stjórnmálum. Bak-
slagið gegn innflytjendum er að hluta til
varnarviðbrögð talsmanna umburð-
arlyndisins út af eindreginni andúð
strang- eða rétttrúaðra múslíma á laus-
unginni í samfélaginu og andstöðu þeirra
við réttindi samkynhneigðra og annarra
þjóðfélagshópa. Þeim finnst þeim hafa
verið sviknir þegar umburðarlyndi þeirra
er endurgoldið með umburðarleysi.
Bakslag gegn umburðarlyndi
Bakslagið einnig uppgjör við þetta um-
burðarlyndi, rætur þess eru trúarlegar og
má að hluta rekja til þeirrar sannfæringar
að hið veraldlega ríki verði að eiga sér
eitthvert trúarlegt inntak til þess að hafa
siðferðislegan grunn. Hann verði ekki til
með boðum og bönnum einum saman.
Hjá þeim beinist bakslagið gegn múslím-
um vegna þess að siðir þeirra eru öðru vísi
og framandi, en um leið eiga þeir andúð
sína á umburðarlyndinu sameiginlega
með andstæðingum sínum.
Buruma rekur þessar mótsagnir af
miklu innsæi og varar við einföldun, að
skipta heiminum í svart og hvítt. Hann er
þó ekki haldinn þeirri blekkingu að með
því að loka augunum hverfi vandamálin,
en menn verði að spyrja um ræturnar.
Aðdráttarafl trúarlegrar hugmyndafræði
sé yfirleitt ekki af guðfræðilegum toga,
heldur snúist um pólitíska reiði, leit rót-
lausra einstaklinga að tilgangi. Hryðju-
verkamennirnir verði til þvert á þau
trúarbrögð, sem foreldrar þeirra komu
með að heiman þegar þeir fluttu til Evr-
ópu. Á öðrum tíma hefðu þeir allt eins
gengið í Baader-Meinhof-samtökin.
Hið umburðarlynda samfélag á að
kveða niður ofbeldi af fullri hörku. Verk-
efnið er hins vegar að aðskilja stjórnmálin
og trúna með þeim hætti að hinir ólíku
hópar geti ræktað sína trú og virt leik-
reglur lýðræðisins um leið.
Eins og Buruma bendir á getur ríkið
ekki blásið til stríðs gegn stórum hluta
eigin íbúa án þess að valda alvarlegum
skaða á siðferðisvitund allra hlutaðeig-
andi. Og enn hefur ekki verið afsannað að
íslam og lýðræði eigi samleið.
Endalok umburðarlyndis? Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan dómsal í Amsterdam til
að styðja Gert Wilders, sem var sakaður um að hvetja til haturs gegn múslímum í janúar.
Reuters
Samleið lýðræðis og
trúarbragðanna
Verður öfgum svarað
með öfgum? Samspil
trúar og stjórnmála er
efni nýrrar bókar eftir
Ian Buruma, Guðirnir
tamdir.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Lesbók