SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Side 53
7. mars 2010 53
15. til 28. febrúar
1. Póstkorta-
morðin –
Liza Mark-
lund/James
Patterson,
JPV útgáfa
2. Loftkast-
alinn sem
hrundi –
Stieg Larsson, Bjartur
3. Stúlkan sem lék sér að eld-
inum – Stieg Larsson, Bjartur
4. Þegar kóngur kom – Helgi
Ingólfsson, Ormstunga
5. Bankster – Guðmundur J.
Óskarsson, Ormstunga
6. Risasyrpa – Í grænum sjó,
Walt Disney/Edda-útgáfa
7. Það sem ég sá og hvernig ég
laug – Judy Blundell, Mál og
menning
8. Veröld sem var – Stefan
Zweig, Forlagið
9. ÞÞ í forheimskunarlandi –
Pétur Gunnarsson, JPV út-
gáfa
10. ÞÞ í fátæktarlandi – Pétur
Gunnarsson, JPV útgáfa
Frá áramótum
1. Loftkast-
alinn sem
hrundi –
Stieg Lars-
son, Bjartur
2. Svörtuloft –
Arnaldur
Indriðason,
Vaka-
Helgafell
3. Stúlkan sem lék sér að eld-
inum – Stieg Larsson, Bjartur
4. Póstkortamorðin – Liza Mark-
lund/James Patterson, JPV
útgáfa
5. Almanak Háskóla Íslands
2010 – Háskóli Íslands
6. Matur og drykkur – Helga
Sigurðardóttir, Opna
7. Þegar kóngur kom – Helgi
Ingólfsson, Ormstunga
8. Skemmtilegu Smábarnabæk-
urnar – Ýmsir, Björk
9. Bankster – Guðmundur J.
Óskarsson, Ormstunga
10. Prjónaperlur – Halldóra
Skarphéðinsdóttir, Prjóna-
perlur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við
höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási,
N1, Office 1, Pennanum – Eymundsson og Samkaupum. Rannsóknarsetur
verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bóka-
útgefenda.
Bóksölulisti
Félags bókaútgefandaN
ýlistasafnið er flutt á
Skúlagötuna og held-
ur upp á breyting-
arnar, og 30 ára af-
mælið fyrir tveimur árum, með
útgáfu mikils bókverks með yf-
irliti yfir sýningar og starfsemi
safnsins fyrstu þrjá áratugina.
Í anda stofnunarinnar er
bókin hálfgildings gjörningur
og skýrsla í senn. Hér er engin
greining eða listfræðileg úttekt;
staðreynd-
unum er
þess í stað
steypt
framan í
þann sem
opnar bók-
ina. Tíma-
línan sem
gengur gegnum allt verkið er
upptalning á sýningum og sýn-
endum. Gríðarlegur fjöldi
nafna. Á milli er skotið síðum
úr fundargerðarbókum, yfirlýs-
ingum, boðskortum á boðskort
ofan, veggspjöldum, allskyns
ljósmyndum, rissum, greinum
úr dagblöðum, viðtölum og
leiðurum blaða.
Það merkilega við þessa
marglaga og iðandi samsuðu er
hvað hún gengur vel upp. Ár-
mann Agnarsson leiðir hönn-
unarteymið sem hefur tekist að
skapa festu í flæðið en um leið
að hafa útlitið nægilega pönkað.
Ritnefndin, sem skipuð er nú-
verandi og fyrrverandi stjórn
Nýló, hefur unnið gott starf við
að finna öll þessi gögn til, en
fyrir vikið hefur verið skapað
sögulegt yfirlit sem hver og
einn getur lesið á sinn hátt og
lesið út úr því sína sögu. Þetta
er þannig í senn fróðlegt verk
og bráðskemmtilegt. Það fræðir
lesandann um sögu merkilegrar
menningarstofnunar, sem hefur
iðulega glímt við djúpstæðan
tilvistarvanda, og er um leið
mikilvægt innlegg í íslenska
myndlistarsögu síðustu ára-
tuga.
Nöfn, ártöl, boðskort
– býsna fróðleg yfirsýn
BÆKUR
Nýlistasafnið / The Living
Art Museum
1978-2008
bbbbn
Sýningayfirlit Nýlistasafnins, ritstjóri
Tinna Guðmundsdóttir. 2010.
360 bls.
Einar Falur Ingólfsson
Það er nú þannig með áhugamen um
bækur að oft kaupa þeir sér bók og bók
undir formerkjunum „ég les þessa
seinna“. Ég sem svo margir aðrir við-
urkenni fúslega að þetta hefur hent mig
með nokkrar bækur. Nú er svo komið
að ég er að byrja að lesa eina og eina bók
sem hefur slæðst inn í bókaskápinn með
þessum hætti.
Ég dró fram nú í vetur og er rétt að
ljúka við allgamla og um leið merka frá-
sögn sem ber nafnið „Ferðasaga Árna
Magnússonar frá Geitastekk 1753-
1797“. Þessi saga er rituð af honum
sjálfum en það var Björn Karel Þórólfs-
son sem bjó til prentunar.
Bókin kom mér skemmtilega á óvart,
þegar litið er fram hjá smáatriðum eins
og minni Árna og vankunnáttu hans á
erlendar tungur ljómar samt í gegn ein-
lægni hans og ef til vill má kalla það
sveitamennsku, en á góðan hátt. Árni
hefur verið alla sína tíð trúrækinn og í
gegnum það hefur honum tekist að sigla
sinn sjó, oft í eiginlegri merkingu því
Árni var afskaplega víðförull. Í end-
urminningunum segir hann frá ferðum
sínum til Austurlanda, Indlands, Kína
og víðar á skipum danska kaup-
skipaflotans, það eru hversdagslegu
lýsingarnar sem vöktu langmest athygli
mína. Sjúkdómar og dauðsföll sam-
ferðamanna hans sem Árni áleit hvers-
daglega atburði og eru nefndir sem
aukaatriði frekar en aðalþáttur frásagn-
arinnar eins og væri ef til vill í dag.
Meiri áhersla er lögð á matföng eða öllu
heldur skort þar á, allur kostur var eftir
lýsingum Árna mjög svo af skornum
skammti.
Fyrir mér var einn þáttur ferðasög-
unar athyglisverðastur en það var dvöl
Árna á Indlandi, nánar tiltekið í versl-
unarstöð Danska Austur-Indíafélagsins
[Dansk Ostindisk Compani] í Trankeb-
ar. Staðurinn var litlu meira en eitt
virki, eða kastalli eins og Árni nefnir
það. Þar fór fram öll verslun Dana fyrir
þetta svæði , vörum safnað saman og
skipað út. Virkið var víggirt og kallaðist
Dansborg.
Árni var að okkar mati í dag ef til vill
nokkuð „naïve“ [barnslega einlægur]
en, þótti meðal samferðamanna sinna
hinn vitrasti – Árni var bæði læs og
skrifandi, þetta kom honum oft afar vel
því í þessum harða heimi 18. aldar var
mikið um boð, bönn, ströff og refsingar
og Árni fór ekki varhluta af þeim.
Nú þegar ég er að ljúka bók Árna sé ég
að ég má til með að lesa upp á nýtt Ævi-
minningar Jóns Ólafssonar Indíafara,
bara upp á samanburðinn.
Lesarinn Anton Holt safnvörður
Ferðir Árna frá
Geitastekk
Dansborg virkið í Trankebar (Tharangambadi)
á Indlandi – snurfusað og snyrt.
Sádiarabískur háðsádeiluhöfundur, Abdo Khal,
hlaut í vikunni Alþjóðlegu bókmenntaverðlaunin
fyrir arabískan skáldskap, fyrir skáldsögu sem
nefnist á ensku Spewing Sparks as Big as Castles.
Verðlaunaféð nemur 60.000 dölum en verðlaunin
hafa verið kölluð „arabíski Bookerinn“.
Titillinn vísar í myndlíkingu í Kóraninum fyrir
víti en sagan fjallar um hörmungarnar sem geta
fylgt gríðarlegum auðæfum. Khal býr í Sádi-
Arabíu en bannað er að selja bækur hans þar.
Abdo Khal hlaut alþjóðleg
arabísk verðlaun
Rithöfundurinn
Abdo Khal.
Endurminningabók Tonys
Blairs sem kemur út í sept-
emberbyrjun mun heita The
Journey – Ferðalagið. Greint
var frá því í vikunni að Blair
muni fá 4,6 milljónir punda frá
útgefandanum fyrir verkið, um
875 milljónir króna.
Útgefandinn heitir því að les-
endur fræðist um velgengni,
deilur og vonbrigði og að frásögnin sé hrein-
skiptin. Blair frestaði útgáfu bókarinnar þar til
eftir kosningarnar í Bretlandi og því telja sumir
blaðamenn að hann muni ekkert draga undan í
lýsingum á stormasömum samskiptum við eft-
irmann sinn, Gordon Brown. Í The Independent er
þó vitnað í „vini“ Blairs sem segja að Blair dragi
ekki fram neina hnífa, enda hafi það ekki verið
stíll hans sem forsætisráðherra.
Tony Blair hélt ekki nákvæma dagbók meðan
hann var forsætisráðherra og tók ekki strax til við
skriftir þegar hann vék til hliðar árið 2007. Útgef-
andinn, Random House, hefur þó haldið áfram að
þrýsta á hann; aðstoðarmenn Blairs voru farnir að
taka frá reglulega tíma fyrir skrifin og þá mun
hann vera afkastamikill með pennann í flug-
ferðum. Blair snerti nefnilega varla á tölvu þegar
hann var forsætisráðherra og skrifar með sjálf-
blekungi – ritari hans slær textann síðan inn. Blair
fullyrðir að hann skrifi allan textann sjálfur og
notist ekki við „skuggapenna“.
Winston Churchill hélt því einu sinni fram að
sagan mundi fara um hann mjúkum höndum –
hann hygðist skrifa hans sjálfur. Sem hann gerði.
Síðan hann sté úr stóli forsætisráðherra Breta hafa
allir eftirmenn hans, utan einn (Sir Alec Douglas-
Homes sem ríkti í 362 daga), ritað endurminn-
ingar sínar – og haft af því góðar tekjur.
Blair fær 875 milljónir
fyrir bók um ferðalagið
Tony Blair