SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 54
54 7. mars 2010 Á föstudögum búum ég og heitmey mín oft til sushi og horfum á frábæra RÚV- föstudagsmynd. Myndirnar á föstudög- um eru oftast um einhvers konar talandi hund og barn eða spennuþrungin íþróttamynd. Eftir miðnætti fæ ég mér rauðvín og uppfæri statusinn minn á Facebook. Á laugardögum fer ég með fjölskyld- una mína á kaffihús og svo í Kolaportið að kaupa harðfisk. Svo förum við heim til foreldra minna, drekkum kaffi og skoð- um myndirnar í blöðunum. Um kvöldið fáum við okkur Delí-pitsu og dönsum við Útsvar. Á sunnudögum er fundur hjá potta- félaginu Pelvis þar sem við ræðum Icesave og fötin sem fólkið í Silfri Egils var klætt í. Svo fer ég beint í pitsukvöld hjá foreldrum mínum þar sem við bökum pitsu saman og ég geri mitt besta til að fá litla bróður minn til að setja an- anas á pits- una. Helgin mín Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður Mynd um tal- andi hund – og pitsur Þ að var ansi gaman á ljóðadjassinum í Nor- ræna húsinu á mið- vikudagskvöld. Að vísu býst ég við að viðburðurinn hafi farið framhjá mörgum. Ég heyrði um hann samdægurs í Víðsjá á Rás 1, en hafði fengið Jazzfréttir Friðriks Theodórssonar kvöldið áður. Þær geta menn pantað ókeypis á Fridrik@jazz.is. Hljóm- sveitin var fín og ljóðalestur Pet- ers Laugesens einn sá besti sem ég hef heyrt með djasshljómsveit – í sama flokki og Jan Erik Vold hinn norski, sem hljóðritaði m.a. með Chet Baker, og amerísku bítskáldin: Ginsberg og Kerouac. Peter er líka gamall söngvari og ein ljóðabóka hans ber nafnið „Englarnir ropuðu djass“. Hann er tilnefndur til Norrænu bókmenntaverð- launanna í ár. Einar Már er heldur eng- inn viðvaningur á djassljóðasviðinu og gaf út rómaða skífu með Tómasi R. Ein- arssyni árið 2000: „Í draumum var þetta helst.“ Þessir tónleikar reyndu á eftirtektina, því fyrir utan tónlistina og ljóðalestur, að mestu á dönsku, varpaði vídeólistamað- urinn Iben West verkum sínum á tjald fyrir ofan flytjendur. Ýmist afstraksjónir, munstur margvísleg eða hús og fólk. Fyrsta verkið var samnefnt vænt- anlegri skífu þeirra félaga „Strøm“. Mel- ódían var ljóðræn og flutning- urinn innilegur. Einar Már var næstur á svið, en því miður of lágt stillt og heyrðist ekki sem skyldi í skáldinu sem þekkt er fyrir þrumuræður á Austurvelli. Sem betur fer rættist úr hljóðnema- málum og skáldið skálmaði milli íslensku og dönsku í ljóðum sem prósa og þarna mátti heyra ljóð sem hann hljóðritaði með Tómasi forðum s.s. „Sagnaþulurinn Hóm- er“, „Stelpan sem þú elskaðir“ og „Skæruliðarnir hafa umkringt Vatnaskóg“. Hljómsveitin lék skemmtilega með, en ekki var Christian jafnnæmur á texta skáldsins og Ómar Guðjónsson á Tommaskífunni og að sjálfsögðu bar flutningurinn þess merki að menn höfðu nýlega hist. Hápunktar kvöldsins voru tveir; dúett Peters Laugesens með Jakob Bro, hinum frábæra unga gítarleikara sem bæði hefur leikið í hljómsveitum Pauls Motians og Tomasz Stankos og nýlega hljóð- ritað með Óskari Guðjóns, þar sem „orð flugu á pappír sem ský á himni“, og ljóðið er Peter ávarpar félaga Majakovskij og Sjostakovitsj sópar gólfið með strengjakvartett- um sínum. Jakob Buchanan talaði gegnum flygilhornið, án þess að ónáða skáldið nokkru sinni, í þessum „kammeratsij“-ljóðaflutningi, en Jakob mátti heyra í Norræna húsinu fyrir áratug með Uffe Steen og Jens Jeff- sen. Hafi Norræna húsið þakki fyrir veisl- una. Ljóðadjass af fínustu sort TÓNLIST Dynamo, Laugesen og Einar Már bbbmn Norræna húsið Christian Vuust tenórsaxófón og hljóm- sveitarstjórn, Jakob Buchanan flyg- ilhorn og trompet, Jakob Bro gítar, Ni- colai Munch-Hansen rafbassa og Jeppe Gram trommur. Ljóðaflytjendur: Peter Laugesen og Ein- ar Már Guðmundsson. Miðvikudagskvöldið 3.3. 2010. Vernharður Linnet „Hljómsveitin var fín og ljóðalestur Peters Laugesens einn sá besti sem ég hef heyrt með djasshljómsveit – í sama flokki og Jan Erik Vold hinn norski, sem hljóðritaði m.a. með Chet Ba- ker, og amerísku bítskáldin: Ginsberg og Kerouac.“ Lesbók N ánast húsfyllir var í Há- skólabíói á síðustu fimmtu- dagstónleikum SÍ. En þótt konur væru sízt í minnihluta meðal áheyrenda frekar en endranær virtust nú yngri konur óvenjumargar. Hvers vegna? Úr því félagsvísindaleg úrtakskönnun stóð ekki til boða var það ekki á hreinu. Helzt mætti geta sér til að fljóðin hefðu fundið sér hvetjandi fyrirmynd í hinni ungu amerísku fiðlustjörnu Hilary Hahn er átti sviðs- ljósið í seinna dagskráratriði fyrir hlé. Að framkoma hennar hirti óskoraða meginathygli kvöldsins sást raunar einnig á útgöngu þónokkurra gesta (af báðum kynjum) að því loknu, og varla beinlínis örvandi fyrir hvorki Mozart né Schubert. Hitt var degi ljósara að þó að vínarklassísku tónskáldin væru hvorttveggja ósvikin undrabörn síns tíma, þá vegur greinilega langþyngst í dag að höndla lifandi undrabarn – hér og nú! Verkin og sagan mæta afgangi. Hátt í tvær kynslóðir virðast þegar hafa tamið sér að lifa mest á líðandi augnabliki. Hvernig svo sem klassískir kons- erthaldarar bregðast við því hjá fyrri tíma gildum, þá brást einleikarinn a.m.k. ekki trausti SÍ að þessu sinni. Öðru nær. Hilary Hahn kom, lék og sigraði svo undir tók. En, ólíkt mörg- um fyrirrennurum í því hlutverki, ekki með látum heldur með hinu gagn- stæða. Einlægri og örðulausri innlifun er birtist hvað eftirminnilegast í upp- klöppunarnúmerinu, Loure úr III. ein- leikspartítu Bachs í E-dúr. Tjáning sólistans, innhverf og al- hverf í senn, var þar bráðheillandi; hörundslaust nálæg og kosmískt víð- feðm á sama tíma. Og ef einhver hrað- lesari þessara lína skyldi furða sig á ofangreindri stjörnufæð, skal tekið fram að glampandi meðferð Hahn á fingurbrjótskonserti Prokofjevs frá 1917, ásamt blæðandi fagurri prinsess- ubarnagælu Bachs undir höfgum normandískum danshætti, stóð ein sér fyrir fullu húsi prika og vel það. Nokkru öðru máli gegndi um sin- fóníur Schuberts og Mozarts sitthvor- umegin. Varla svo miklu næmi – en þó. Mozartskotin 5. hljómkviða Schu- berts (1816) var í sjálfu sér ekki illa leikin, en stundum fulldauf í mótun, enda víða í hæggengara lagi. Betur tókst til með 39. sinfóníu Mozarts, er skartaði mestri tjáningardýpt í II. þætti (Andante con moto), þótt einnig sóp- aði talsvert að fínalnum, þrátt fyrir svolítinn göslaragang á köflum. Blæðandi fiðlufegurð TÓNLIST Sinfóníutónleikar bbbnn Háskólabíó Schubert: Sinfónía nr. 5. Prokofjev: Fiðlukonsert nr. 1. Mozart: Sinfónía nr. 39. Hilary Hahn fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Benjam- in Shwartz. Fimmtudaginn 4. marz kl. 19:30. Fiðluleikarinn Hilary Hahn. Glampandi meðferð hennar á „fingurbrjótskonserti Prokofjevs frá 1917 ... stóð ein sér fyrir fullu húsi prika og vel það,“ að sögn rýnis. Ríkarður Ö. Pálsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.