SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 55
7. mars 2010 55
N
ýlega var opnuð á
Kjarvalsstöðum sýn-
ing á vatnslitaverkum
eftir 60 listamenn
undir yfirskriftinni „Blæbrigði
vatnsins“. Þar birtist í fyrsta
sinn ágrip af sögu íslenskrar
vatnslitamálunar frá upphafi til
vorra daga en elstu verkin á
sýningunni eru eftir 19. aldar
listamanninn Sölva Helgason.
Þetta er líklega umfangsmesta
samansafn vatnslitaverka er sést
hefur hér á landi á einum stað,
og getur að líta mörg verk sem
ekki hafa áður komið fyrir sjónir
almennings. Gefin hefur verið
út bók samhliða sýningunni og
þar ritar sýningarstjórinn, Að-
alsteinn Ingólfsson, fróðlega út-
tekt á sögu innlendrar vatnslita-
málunar.
Það er sannarlega tímabært að
beina sjónum að vatnslitamálun
í innlendu samhengi, enda um
að ræða miðil sem á sér langa
sögu. Hér á landi var hann í
fyrstu notaður sem skráning-
artæki í tengslum við könn-
unarleiðangra erlendra og inn-
lendra manna um landið.
Raunar hefur Þóra Kristjáns-
dóttir listfræðingur fært rök
fyrir því að vatnslitamyndir í
Ferðabók Eggerts og Bjarna
Pálssonar séu að öllum líkindum
elstu varðveittu landslags-
myndirnar eftir Íslending, eða
frá 1752. Það var svo á 20. öld
sem hérlendir listamenn hófu að
nýta sér möguleika vatnslitanna
til beinnar tjáningar hugmynda
og hughrifa andspænis nátt-
úrunni, en náttúrutengd verk
hafa auðvitað leikið stórt hlut-
verk í íslenskri listasögu.
Uppsetning er í meg-
indráttum þannig að öðrum
megin í salnum eru sam-
tímaverk, og eldri verk hinum
megin. Á veggjum næst inn-
ganginum hanga myndir af frá-
sagnarlegum, fígúratífum eða
fantasíukenndum toga en á
veggjum fjær sjást óhlutbundn-
ari verk þar sem áherslan er á
liti, form og línur. Á endaveggj-
unum beggja vegna, eru svo
landslagsverk, auk þess sem
miðrýmið er að stórum hluta
nýtt undir landslagstengd verk.
Hér má staðfesta hvernig
margir í hópi viðurkenndustu
listamanna þjóðarinnar hafa
fengist við þennan miðil með
ýmsum hætti, í fortíð jafnt sem
samtíð, þó að oft hafi verið
hljótt um þá iðju. Vitaskuld eru
sýnd verk listamanna sem
þekktir eru fyrir ástundun
vatnslitamálunar samhliða olíu-
málun og má þar nefna Ásgrím
Jónsson, Eirík Smith og Hafstein
Austmann. Þarna eru nokkuð
mörg verk eftir Ásgrím en
skilningur hans á fljótandi eig-
inleikum og gagnsæi miðilsins
stuðlaði að framúrskarandi
hæfileikum hans til vatnslita-
málunar og hafa margir lista-
menn, sem fengist hafa við
vatnslitamálun, litið til verka
hans. Í túlkun tærleika íslenskr-
ar birtu, og náttúrulitbrigða,
beitti hann penslinum oft af un-
aðslegri fimi, dirfsku og næmni.
Verk Ásgríms eru staðsett við
hlið annarra glæsilega útfærðra
landslagsverka, m.a. eftir
Brynjólf Þórðarson og Höskuld
Björnsson, en þar sést jafnframt
hvernig myndir hans skera sig
jafnan úr.
Spunakennt litaflæði í verk-
um Ásgríms endurómar í óhlut-
bundnari verkum listamanna á
borð við Nínu Tryggvadóttur og
Svavar Guðnason sem bæði fara
geysivel með lit. Slíkt flæði nýt-
ur sín einnig afar vel í fígúratíf-
um verkum Kristjáns Davíðs-
sonar og Magnúsar
Kjartanssonar. Flæðandi eig-
inleikar miðilsins eru hluti af
sálrænni merkingu verka Ingi-
leifar Thorlacius og Valgerðar
Briem. Sérstök efniskennd
skapast í verkum eftir Pál Guð-
mundsson frá Húsafelli og Hlíf
Ásgrímsdóttur við flæði vatns
um óvenjustórar pappírsarkir.
Falleg úrvinnsla á gagnsæjum
eiginleikum miðilsins sjást í
mörgum verkum, stundum með
örfáum litum, annars staðar
skapa mörg litalög jarðbundinn
eða skreytikenndan þéttleika.
Sum verk eru (vatns)litaðar
teikningar, t.d. nostursleg port-
rettmynd Barböru Árnason af
Valgerði Briem. Í verkum sam-
tímalistamanna gætir m.a.
mynsturkenndar, skrásetn-
ingar, minninga eða ummerkja,
t.d. í fallegum verkum Sólveigar
Aðalsteinsdóttur og Hörpu
Árnadóttur en verk þeirrar síð-
astnefndu njóta sín vel í dags-
birtu (við kaffistofuna). Port-
rettmyndir Kjarvals sýna að
teiknihæfileikar hans eru fljót-
andi og „malerískir“.
Í heild má segja að á sýning-
unni sé margt um fína drætti og
ýmislegt forvitnilegt að sjá.
Vandasamt er þó að setja upp
sýningu á 140 verkum eftir 60
listamenn í einum sal, ekki síst
vegna sérstöðu þessa blæ-
brigðaríka miðils. Verkin þurfa
andrými en upphenging verk-
anna er ansi þétt sem veldur því
að sýningarreynslan er óþarf-
lega krefjandi og yfirbragð sýn-
ingarinnar dálítið runukennt,
þótt vissulega dragi skilrúm,
þrívíð verk og „innsetning“ Páls
á Húsafelli úr slíku. Að ósekju
hefði mátt fækka verkum eða
tengja sýninguna betur inn í
fremra rýmið þar sem dagsbirtu
nýtur við og þar er reyndar li-
taslæða Halldórs Ásgeirssonar á
glugga. Og því ekki að nota
spjöld með hnitmiðuðum skýr-
ingartexta á völdum stöðum til
að auðvelda sýningargestum að
átta sig á samhengi verka? Hér
er enda um sögulegt yfirlit að
ræða. Vissulega er framtakið
lofsvert – að leyfa ljósi vatnslit-
anna að skína – en þeir hefðu
vafalaust notið sín betur í bjart-
ari rýmum með ofanbirtu eða í
rýmum sem bjóða upp á meiri
nánd og góða lýsingu.
Vatnsdrættir
MYNDLIST
Blæbrigði vatnsins –
ýmsir listamenn
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Til 25. apríl 2010. Opið alla daga kl.
10-17. Aðgangur ókeypis. Sýning-
arstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson.
Anna Jóa
Kvöld við Skerjafjörð eftir Ásgrím Jónsson. „Í túlkun tærleika íslenskrar birtu, og náttúrulitbrigða, beitti hann
penslinum oft af unaðslegri fimi, dirfsku og næmni,“ segir rýnirinn um vatnslitamyndir Ásgríms.
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Áttu forngrip í fórum þínum?
Sunnudaginn 7. mars kl. 14-16
Barnaleiðsögn
Sunnudaginn 7. mars kl. 14
Fyrir ári
Síðasta sýningarhelgi
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
Aðgangur ókeypis fyrir börn
www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200
Söfnin í landinu
í samstarfi við Listasafn Íslands
ÍSLENSK MYNDLIST
hundrað ár í hnotskurn
Leiðsögn sunnud.
6. mars kl. 15
Rakel Pétursdóttir
OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
NÆSTU SÝNINGAR
ANGURVÆRÐ Í MINNI
11.3.-2.5.
VINNUSTAÐIR ALVÖRU KARLA
11.3.-11.4.
SAFNBÚÐ
B Ó K A M A R K A Ð U R - Lýkur sunnudaginn 7. mars
VALDIR TITLAR - allt að 70% afsláttur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Póstkortaár. Vingjarnleg póstkort frá Veru og Jarþrúði
til ókunnugs fólks úti í heimi.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Ljósmyndasýningin Spegilsýnir:
Bára Kristinsdóttir, Einar Falur,
Jónatan Grétarsson,
Katrín Elvarsdóttir,
Spessi, Þórdís Erla Ágústdóttir.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com