SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Page 15
18. apríl 2010 15
Sjálfstæði og sjálfsmynd lítillar
þjóðar er í forgrunni í Íslandsklukk-
unni sem Halldór Laxness skrifaði
á þeim tímum sem hið fyrrnefnda
var að verða að langþráðum veru-
leika á Fróni. Sagan kom út í þrem-
ur hlutum á árunum 1943 til 1946
og hefur löngum þótt vera ein af
höfuðskáldsögum Íslendinga. Það
er því ekki að ástæðulausu að Þjóð-
leikhúsið ákveður að ráðast í upp-
setningu á nýrri leikgerð verksins.
Tilefnið er 60 ára afmæli leik-
hússins en eins og Benedikt bendir
á hefur boðskapurinn sjaldan átt
eins æpandi erindi og nú, á þeim
umbrotatímum sem uppi eru í ís-
lensku samfélagi. Eða eins og segir
í kynningu á sýningunni: „Íslands-
klukkan gerist á miklu niðurlæging-
arskeiði í sögu íslensku þjóð-
arinnar; alþýðan býr við fátækt og
skort, þarf að þola hörku og vægð-
arleysi yfirvalda og landið logar af
deilum valdamikilla hags-
munaaðila. En, eins og alltaf, þá
elskar fólk og á sér vonir og
drauma.“ Þá er minnt á fræga setn-
ingu Jóns Hreggviðssonar: „Vont er
þeirra ranglæti, verra þeirra rétt-
læti“ sem snertir sennilega við ein-
hverjum strengjum um þessar
mundir.
Einvalalið leikara tekur þátt í upp-
færslunni: með hlutverk Jóns
Hreggviðssonar fer Ingvar E. Sig-
urðsson en Snæfríði Íslandssól
leikur Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Aðrir
leikendur eru Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Arnar Jónsson, Björn
Hlynur Haraldsson, Björn Thors,
Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafs-
dóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir, Herdís Þor-
valdsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir,
Jón Páll Eyjólfsson, Kjartan Guð-
jónsson, Ólafur Darri Ólafsson,
Stefán Hallur Stefánsson og Þór-
unn Lárusdóttir. Tónlistin er í hönd-
um Eiríks Stephensen og Hjörleifs
Hjartarsonar, leikmynd gerir Finnur
Arnar Arnarson, Helga Björnsson
sér um búninga og ljósameistarar
eru Halldór Örn Óskarsson og Lárus
Björnsson.
Um ranglæti
og réttlæti
50 kassar
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
með svo mikinn stein í maganum og hélt
að ég ætti einhvern veginn að ráðskast
með ferlið. Ég vissi eiginlega ekki hvernig
ég ætti að vinna sem leikari fyrr en ég
varð leikstjóri. Þá fattaði ég að ég var bara
verkfæri til að framleiða efni sem mað-
urinn úti í sal valdi úr. Það var óskaplegur
léttir að átta sig á því. Sem leikstjóri hef
ég mest völd til að hafa áhrif á og búa til
verkið en því fylgir líka ábyrgð. Ég veit að
ef mér mistekst núna lækkar gengi mitt
sem leikstjóri og ég mun hafa minna að
gera sem slíkur í framtíðinni. Ef mér
gengur hins vegar sæmilega fæ ég kannski
áfram vinnu við þetta. Það er einfaldlega
þannig.“
Hann segir þó misjafnt eftir sýningum
hversu mikla ábyrgð hann ber á þeim.
„Valdaskiptingin er mjög skýr í uppsetn-
ingu eins og Íslandsklukkunni en í öðrum
sýningum, eins og t.d. Jesú litla, ríkir
miklu meira lýðræði. Þá erum við öll sem
komum að verkinu höfundar þess en ég
fæ sem leikstjóri að velja úr í lokin og raða
saman myndinni. Hér á stóra sviði Þjóð-
leikhússins ber leikstjórinn hins vegar
ábyrgðina og það ótrúlegt hvað vinnan er
öguð og fagleg. Það þýðir samt ekki að
leikararnir séu ófrávíkjanlega hlýðnir.
Þeir kunna að gera tilboð eða uppreisn og
það fara fram mikil skoðanaskipti. Þeir
eru sannir meðskapendur og það er þeirra
framlag sem ræður úrslitum að lokum.
Þeir vita hins vegar að reglan er sú að þeir
verða að gefa sig að lokum ef þeim tekst
ekki að sannfæra leikstjórann. Og það er
svo fallegt að þó að þeir séu ósammála
fara þeir þá leið sem leikstjórinn ákveður
og leggja sig alveg hundrað prósent
fram.“
Einn þeirra er Erlingur Gíslason, pabbi
Benedikts, en þetta er í fyrsta sinn sem
hann beygir sig undir leikstjórn sonar
síns. „Það hefur verið lærdómsríkt og
ánægjulegt og mjög sérstakt fyrir okkur
feðga að hittast á þessum vettvangi. Hann
sýnir af sér heraga og leyfir mér að vera
hershöfðinginn þessar fáu vikur sem við
erum að vinna saman. Kannski nær hann
sér niðri á mér eftir frumsýningu,“ segir
hann hlæjandi.
Stælunum rutt í burtu
Aðspurður hvernig Íslandsklukku áhorf-
endur eiga eftir að sjá á fjölum Þjóðleik-
hússins á fimmtudag segist hann ekki vita
það. „Ekki á þessari stundu. Það kemur
mér eiginlega á óvart hvað krafturinn í
skáldskapnum og ástarsögunni er mikill.
Núna er hann svolítið að ryðja stælunum í
burt og ég held að flestir verði ánægðir
með það. En ég veit ekki hvar jafnvægið
fellur.“ Hann bætir því við að útgáfur Ís-
landsklukkunnar séu jafn margar höfðum
þeirra sem hafa lesið bókina og því sé erf-
itt að spá fyrir um það hvort hún muni
uppfylla væntingar áhorfenda. „Ég held
að framsækið leikhúsfólk verði mjög
skúffað yfir því hvað þetta er mikið
„múseum“. Og svo verða íhaldssamir
áhorfendur svolítið pirraðir á stælunum.
En það er engin nútímavæðing í gangi;
menn fá barrokkhárkollur, Snæfríður
verður í fullt af flottum kjólum og Jón
Hreggviðsson í lörfum. Hins vegar eru
engir sauðskinnsskór í sýningunni.“
Frekari uppljóstranir bíða fimmtu-
dagsins þegar hulunni verður lyft af Ís-
landsklukku Benedikts Erlingssonar. Þar
með er hans aðkomu að verkinu lokið í
bili. „Þá þarf ég að leita mér að vinnu því
ég sé fram á einhverja tekjulausa mánuði
en svo ætla ég að vinna með Fóstbræðrum
að sýningu snemma árs 2011. Annars ætla
ég að fara að vinna að frumsaminni kvik-
mynd minni sem heitir Hross um oss og
er um manninn í hestinum og hestinn í
manninum. Það er stór mynd í fullri
lengd sem er framleidd af Friðriki Þór
Friðrikssyni, Guðrúnu Eddu Þórhann-
esdóttur og David Pitt. Já, ætli ég verði
ekki á fullum launum við það það sem
eftir er árs.“
Ólafur Darri Ólafsson fer m.a. með hlutverk Gullinló.
Ilmur Kristjánsdóttir fer með hlutverk Jóns Grindvíkings.
Ljósmyndir/Eddi
Lilja Nótt Þórarinsdóttir er
björt sem Snæfríður Íslands-
sól og Ingvar E. Sigurðsson
fer með hlutverk Jóns
Hreggviðssonar.