SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 17
18. apríl 2010 17
ágúst og í Melbourne í október. „Við erum
komin í trúboð í önnur lönd,“ segir Hallfríður
brosandi.
Spurð hvort viðtökurnar séu í samræmi við
væntingar hristir hún höfuðið. „Þær eru
löngu komnar fram úr björtustu vonum.
Þetta er orðið margfalt stærra en ég átti
nokkurn tíma von á. Það er mjög ánægju-
legt.“
Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari
Sinfóníunnar, er hæstánægð með framtakið.
Segir hljómsveitina ná mun betur til barna nú
en fyrir þrjátíu árum. Ástæðan sé einföld:
Meira sé í þetta lagt nú en þá. „Vonandi skilar
þetta starf okkur svo fleiri tónleikagestum í
framtíðinni. Það er ekki nóg að leika einu
sinni í viku fyrir miðaldra fólk!“
Í dag, laugardag, gefst öllum kostur á heyra
og sjá þetta nýja ævintýri Maxímúsar á
tvennum fjölskyldutónleikum kl. 14 og 17.
Krakkarnir sem komu fram með hljómsveitinni grípa í spil og gæða sér á kexkökum milli tónleika.
Söguhetjan, Maxímús Músíkús, og svartþrösturinn góði bera saman bækur sínar á tjaldinu.
Börnin bíða spennt eftir því að tónleikarnir með Maxímús Músíkús hefjist.
Morgunblaðið/Ernir
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, Lilja Cardew, Helen Xinwei
Chen og Ármann Pétursson ásamt Hallfríði Ólafsdóttur höfundi.
’
Þetta eru fyrstu tónleik-
arnir í þessari röð og þeir
gengu ágætlega. Það er
greinilegt að börnin eru með á
nótunum. Það er alltaf jafn-
gaman að sjá glampann í aug-
unum á þeim.
Húsfélög athugið!
Við finnum hagkvæmasta verðið fyrir vorverkin.