SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 23

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 23
18. apríl 2010 23 áfram að sofa í bílnum. Stelpan er dugleg að klæða sig sjálf og fer ekkert að gráta þótt hún sé vakin um miðja nótt. Hún skilur að það er eldgos og við þurfum að gista hjá Guðrúnu frænku.“ Hún bætir því við að þótt þau fái góðar móttökur hjá frænku hennar sem býr á bæ utan rýmingarsvæðisins sé erfitt að vera annars staðar og hafa ekki dótið sitt með. „Þegar rýmt er um miðja nótt eru börnin oft ósofin og pirruð allan daginn á eftir og við fullorðna fólkið líka. Okkur þótti þó betra að vera þar aðra nótt, þótt búið væri að aflétta rýmingu, og ákváðum að flýta okkur ekki heim,“ segir Anna. Hún var ein heima að huga að kindunum þegar blaðamenn bar að garði, Þorkell og börnin voru hjá frænku henn- ar. Hún var að flýta sér að ljúka verkunum því litli drengurinn kallaði, hann þurfti sína næringu. Þau fluttu sig svo heim um kvöldið og voru rétt komin heim þegar aðvörun kom um annað stórflóð undan Gígjökli. Þegar þau höfðu sinnt nauðsynlegustu verkum, eins og að hleypa út fénu, fór jökulvatnið yfir veginn og lokaði honum. Þau komust hvergi það kvöldið. Anna og Þorkell upplifa sig ekki í bráðri lífshættu heima í Fljótsdal þótt Markar- fljót flæmist um. „Íbúðarhúsið stendur ofan við flóðlínu en fjárhúsin ekki. Það gæti vatnað upp í þau og þá veit maður ekki hvað gerist með féð. Ég hef því sett allt féð út, þegar við höfum þurft að rýma, nema lambféð. Það er hlýtt í veðri, komið vor og allt í lagi með féð úti,“ segir hún. Hún segir að þau hjónin hafi áhyggjur af því hvernig búskapurinn þróast á næst- unni vegna sífelldra ógnana af völdum flóða og öskufalls. Sauðburðurinn sé við- kvæmur tími. „Ég sé ekki fram á að féð verði sett á afrétt í vor. Það fer inn á heið- ina og niður eftir öllum aurum,“ segir Anna. Öskufall getur gert heiðina óhæfa til beitar og flóðahætta er á aurunum. „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þetta fer,“ segir hún. Er með kindadellu Anna tók við búinu í Fljótsdal fyrir fjórum árum, af foreldrum sínum. „Ég þurfti að taka við, gat ekki annað,“ segir hún. Hún er byggingaverkfræðingur og þau hjónin hafa annað heimili í Reykjavík og vinna þar. Anna er hjá Verkís, mest við hönnum vega og annarra umferðarmann- virkja. Hún segist njóta skilnings vinnu- veitandans og fá frí eftir þörfum til að sinna búskapnum. Þessar vikurnar er hún í fæðingarorlofi og njóta lömbin þess eins og börnin. Störf Önnu eru afar ólík, verkfræðin og sauðfjárræktin, en hvort skyldi vera skemmtilegra? „Sauðféð, það á mig alveg, en hitt er líka skemmtilegt,“ segir hún. Anna segir að þau Þorkell hafi ekki vilj- að selja kvótann og láta jörðina fara í eyði þegar faðir hennar þurfti að hætta búskap af heilsufarsástæðum. „Ég hef alltaf átt kindur sjálf og þykir mjög vænt um þær. Ég gat ekki hugsað mér að láta farga þeim og gleyma þessu. Ég er kindamanneskja og það er ekkert við því að gera. Sumir eru með veiðidellu og aðrir með áhuga á hrossum. Ég er með kindadellu,“ segir Anna. Hún vísar til orða starfsfélaga síns sem sagði að sauðfjárbúskapur væri eitt dýr- asta hobbý sem hægt væri að hafa og tekur undir það. „Þótt maður sé í búskapnum af fullri alvöru hefst ekki mikill peningur upp úr honum. Ég læt þetta þó halda sér yfir núllinu,“ segir Anna og getur nú ekki lengur beðið með að losa sig við blaða- menn því barnið þarf sárlega á móður sinni að halda.rhús til að hressa þau við. lambið og bar öðru veikburða. Hún er ekki viss um að það takist að venja lambið undir. Einnig er óvissa með veika lambið sem hún geymir í hitakassa heima í íbúðarhúsi. Morgunblaðið/Golli ’ Ég hef alltaf átt kindur sjálf og þykir mjög vænt um þær. Ég gat ekki hugsað mér að láta farga þeim og gleyma þessu. Ég er kindamanneskja og það er ekk- ert við því að gera. Sumir eru með veiðidellu og aðrir með áhuga á hrossum. Ég er með kindadellu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.