SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 26
26 18. apríl 2010
framtíðina. Ég er sammála honum. Bjartsýni er
ekki glæpur. Mér finnst munaður að geta leyft sér
að vera bjartsýnn, jafnvel þótt illa gangi. Hjá mér
hefur lífið verið eins og hjá öðrum, það hefur ekki
alltaf gengið vel, en það er mikilvægt að hafa í
huga að menn græða yfirleitt ekki á því að grenja.
Eitt af því sem maður lærir í sveitinni er að bölva í
hljóði og baksa áfram upp í vindinn.“
Hvað er það í fortíðinni sem gekk ekki nógu
vel?
„Ég rak á tímabili héraðsfréttablaðið Skessu-
horn. Í kringum 2000 kom míni-kreppa, auglýs-
ingatekjur hrundu og blaðið varð gjaldþrota. Frá
þeim tíma hef ég verið að burðast með fjárhags-
legar skuldbindingar. Þetta er hins vegar ekkert
stóráfall. Ég hef sloppið tiltölulega vel miðað við
marga aðra. Mér finnst líka gaman að lifa. Stund-
um hef ég velt því fyrir mér hvort það sé vegna
þess að ég sé svo vitlaus. Það er nefnilega oft talað
um að gáfað fólk sé svo alvarlegt. Sennilega er
niðurstaðan sú að ég sé illa gefinn því mér finnst
svo gaman að vera til. Þótt allt sé að fara til and-
skotans finnst mér alltaf jafngaman. Galdurinn við
að vera hamingjusamur er sennilega sá að vera
mátulega illa gefinn.“
Allt fullt af karakterum
Þú ert í starfi þar sem þér virðist líða afskaplega
vel.
„Já, þannig er það. Ég er það eigingjarn að þegar
mér líður vel í starfi er ég ekkert að spekúlera í því
hvað öðrum finnst. Það skiptir samt máli að
mönnum finnst ég standa mig þó ekki verr en það
að þeir vilja enn hafa mig í vinnu. Ég fæ að gera
það sem mér finnst skemmtilegt og hef fengið til-
tölulega mikið frelsi og fleiri tækifæri en ég bjóst
nokkurn tímann við. Ég tel það líka forréttindi að
fá að vera hluti af þeim öfluga og flotta hópi sem er
á fréttastofu RÚV. Þar er fólk sem hefur ástríðu
fyrir því sem það er að gera og það er góður
grunnur til að byggja á. “
Hefur þér ekki þótt gaman að kynnast þessu
sérstaka fólki sem þú hefur fjallað um í þáttum
þínum?
„Það hefur auðvitað verið alveg einstakt. Þegar
ég var að leita að kandídötum í þættina Út og suð-
ur var gjarnan sagt við mig: Þú hefðir átt að hitta
þennan en hann dó í fyrra. Aðrir sögðu: Það eru
engir karakterar eftir í landinu, nútímafólk er svo
sterílt. En það er staðreynd að á Íslandi er fullt af
karakterum, ekki bara í afskekktum sveitum þar
sem sérstakir og sterkir persónuleikar þrífast vel
heldur líka í þéttbýlinu. Þetta er fólk sem er ríkt
að hugmyndaflugi og sköpunarkrafti, hefur orku
til að framkvæma og lætur ekki reka sig með
sveitum sem ég þekki til ríkir samfélagsleg
ábyrgð, menn verða að fylgjast með nágrönn-
unum og þannig er skapað ákveðið félagslegt ör-
yggisnet. Menn verða nánir og ef eitthvað bjátar á
einhvers staðar eru allir tilbúnir að hlaupa undir
bagga.“
Kæruleysi er dyggð
Hvernig var heimilislífið í sveitinni?
„Heima var tvíbýli, amma og afi bjuggu á öðrum
bænum og foreldrar mínir og við systkinin á hin-
um bænum. Það voru ekki nema 500 metrar á
milli bæjanna. Afi kenndi mér að tefla og keyra
traktor og amma kenndi mér að lesa og prjóna. Ef
það var vont í matinn heima, að mér fannst, þá fór
ég til ömmu til að athuga hvort það væri ekki eitt-
hvað skárra þar og ef ég var skammaður heima þá
fór ég til ömmu sem huggaði mig eða kom vitinu
fyrir mig.
Ég lærði snemma að lesa og las Tímann, Þjóð-
viljann og Íslendingasögurnar. Í föðurfjölskyldu
minni var gríðarlegur áhugi á Íslendingasögum og
ég var alinn upp við það að hver stafur þar væri
dagsannur. Þegar afabróðir minn, sem var kirkju-
smiður, var kominn vel á níræðisaldur sat ég oft
hjá honum og fékk hann til að rifja upp kafla úr Ís-
lendingasögum og þá kunni hann orðrétt mann-
lýsingar úr Njálu ásamt heilu köflunum. Ég las all-
ar Íslendingasögurnar sem krakki. Þetta eru sögur
sem hafa heillað mig alla tíð. Það er ekkert langt
síðan ég byrjaði að lesa bækur núlifandi höfunda.
Lengi vel fannst mér ekkert varið í bækur ef höf-
undurinn var lifandi.“
Hver er uppáhaldshetjan þín í Íslend-
ingasögum?
„Skarphéðinn Njálsson og Kári Sölmundarson
eru í mestu uppáhaldi. Ég skírði yngsta son minn í
höfuðið á Kára. Ég hefði helst viljað skíra hann
Skarphéðin en fékk ekki og þá varð Kári fyrir val-
inu. Stemningin í Íslendingasögum heillar mig,
þar láta menn ekki vaða yfir sig. Þá voru hetjur
sem riðu um héruð. Mér finnst mjög fallegt að eiga
þá mynd og það er ástæðulaust að kryfja hana
mikið. Ég held að einmitt þessi mynd hafi hjálpað
þjóðinni á niðurlægingartímum.“
Þú talar um niðurlægingartímabil, eins og við
erum að upplifa núna. Hvernig tekst þú á við
það?
„Með kæruleysi. Ég hef lengi haldið því fram að
kæruleysi sé dyggð. Þegar þessi ágæta hrunskýrsla
kom út var félagi minn spurður hvort hann myndi
ekki liggja yfir henni og lesa spjaldanna á milli.
Hann sagðist ekki ætla að fletta þessari skýrslu því
það væri mjög varasamt að velta sér svo mikið upp
úr fortíðinni að maður gleymdi að hugsa um
G
ísli Einarsson hefur á sjö árum gert
rúmlega hundrað þætti, Út og suður,
þar sem hann ferðast um landið og
tekur fólk tali. Þættirnir hafa notið
mikilla vinsælda en hlé verður á þeim í bili og Gísli
hyggst einbeita sér að starfi sínu sem landsbyggð-
arfréttamaður Ríkisútvarpsins, með aðsetur í
Borgarnesi. „Vegna niðurskurðar hjá RÚV erum
við sveitafréttamennirnir orðnir færri. Ég mat það
þannig núna að það yrði meira en nóg að gera í
fréttum svo mér fannst rétt að hvíla sjónvarps-
þættina,“ segir Gísli.
Maður tengir þig ósjálfrátt við sveitir landsins.
Má kalla þig sveitamann?
„Ég hef aldrei tekið það óstinnt upp að vera
kallaður sveitamaður. Í alþjóðlegu samhengi erum
við Íslendingar sveitamenn. Ef ég er stoltur af ein-
hverju þá er það að vera sveitamaður. Ég hef aldrei
skilið þá neikvæðu merkingu sem er lögð í orðið.
Það jákvæða við hrunið er að nú er talið fínt að
vera sveitamaður. Maður sér menn sem áður
gengu í Armani-jakkafötum ganga stoltir í lopa-
peysum.“
Happ að alast upp í sveit
Segðu mér frá bernsku þinni í sveitinni.
„Ég ólst upp á Lundi í Lundarreykjadal í upp-
sveitum Borgarfjarðar við hefðbundin sveitastörf.
Eitt besta upplegg sem maður getur fengið er að
alast upp í sveit því þar lærir maður að bjarga sér.
Ég reyni alltaf að bjarga mér. Þótt maður geti ekki
gert alla hluti vel þá er skárra að geta gert þá en
ekki. Ef það þarf að smíða eitthvað á mínu heimili
þá reyni ég það fyrst áður en ég hringi í smið.
Það er happ að alast upp í sveit, eiga samskipti
við bæði menn og skepnur og vera í nálægð við
náttúruna. Þótt dreifbýlt sé í sveitum þá er fé-
lagsleg nálægð miklu meiri þar en í þéttbýlinu.
Eina tímabilið sem ég hef verið einmana í lífinu
var fjórir mánuðir sem ég bjó í Reykjavík.
Þegar ég var að alast upp í sveitinni þótti meiri-
háttar viðburður að fá að fara inn í samkomuhúsið
til að mála eða þrífa. Þótt maður væri þannig að
puða í þágu samfélagsins leit maður á vinnuna
sem samkomu, eins konar afþreyingu. Þegar
bóndi fór að steypa hlöðu eða íbúðarhús komu
bændur af bæjunum og djöfluðust með honum
myrkranna á milli án þess að taka kaup fyrir. Þeir
vissu að þegar þeir þyrftu á að halda ættu þeir
hjálp vísa. En þetta var ekki bara vinna, þetta var
líka afþreying því þarna hittust menn, sögðu sög-
ur og hlógu. Þetta var að mínu mati menning.
Í auglýsingum er talað eins og nágrannavarsla sé
eitthvað sem nýbúið sé að finna upp í þéttbýlinu
en hún hefur alla tíð tíðkast í dreifbýlinu. Í þeim
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Mo
Stoltur
sveitamaður
Hinn vinsæli fjölmiðlamaður Gísli Einarsson segir það
vera happ sitt í lífinu að hafa alist upp í sveit. Honum
finnst einstaklega gaman að lifa, segir það engan glæp
að vera bjartsýnn og telur að kæruleysi sé dyggð. Auk
þess að sinna fjölmiðlavinnu er hann að skrifa bók.
Gísli Einarsson: „Bjart
ekki glæpur. Mér finns
að geta leyft sér að ve
sýnn, jafnvel þótt illa