SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 28
28 18. apríl 2010
Þ
að er mikið verk að lesa skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis í
heild og fyrr en það hefur verið
gert er ekki hægt að móta sér
skoðun með viðunandi hætti á heildar-
áhrifum hennar. Þrátt fyrir mikla um-
fjöllun í fjölmiðlum síðustu daga gefur
hún ekki yfirsýn yfir málið allt. Hins veg-
ar hefur verið fróðlegt að fylgjast með
fyrstu viðbrögðum fólks og þau hafa
komið bæði mér og öðrum á óvart.
Að kvöldi sl. mánudags fékk ég tölvu-
póst frá einum viðmælanda mínum, þar
sem hann sagði: „Ég er búinn að vera
hálflamaður út af þessu í dag, myndin
sem dregin er upp er miklu svakalegri en
ég hugði.“ Svipuð viðbrögð fékk ég frá
öðrum á sama aldri og þessi bréfritari,
þeirri kynslóð, sem smátt og smátt mun
taka við stjórn lands og þjóðar á næstu ár-
um. Reyndar voru þau áþekk viðbrögðum
fólks við þeim upplýsingum, sem fram
komu í stefnu Glitnis á hendur nokkrum
fyrri eigendum og stjórnendum þess
banka nokkrum dögum áður, en þær
upplýsingar virtust koma mörgum á
óvart.
Það kom mér á óvart, að sú innsýn, sem
skýrsla rannsóknarnefndarinnar veitir í
vinnubrögð og starfshætti í fjármálakerfi
og viðskiptalífi þjóðarinnar á und-
anförnum árum, og sá veikleiki, sem hún
staðfestir að hafi verið til staðar í eftirlits-
kerfi og stjórnkerfi, komi öðrum á óvart.
Ég hélt að þær miklu umræður, sem fram
hafa farið um viðskiptalífið á und-
anförnum árum, hefðu opnað augu fólks
fyrir því, að ekki væri allt með felldu, þótt
beinar sannanir skorti að verulegu leyti
því til staðfestingar þar til nú, að þær
liggja fyrir.
Kannski er þetta skiljanlegt. Það er búið
að leggja gífurlega fjármuni það sem af er
þessari öld í áróðursherferð til þess að
sannfæra fólk um, að allar efasemdir um
mikinn vöxt bankakerfisins og myndun
stórra viðskiptasamsteypa, sem keyptu
allt sem fyrir varð, væru úr lausu lofti
gripnar, að ekki sé talað um ásakanir um
lögbrot eða að farið væri á svig við lög. Nú
liggur fyrir hvaðan þeir miklu fjármunir
komu, sem gerðu þetta kleift.
Í stuttu máli sagt, svo að notuð sé vond
íslenzka: fólk er í „sjokki“. Það er gott
vegna þess að í þeim afdráttarlausu við-
brögðum felst von um viðreisn sam-
félagsins.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir,
að það þarf að endurskoða frá grunni þá
löggjöf, sem sett hefur verið um starfsemi
fjármálafyrirtækja og viðskiptalífsins al-
mennt. Varnaðarorð um áhrif stórra við-
skiptasamsteypa á íslenzkt samfélag á
undanförnum árum hafa reynzt rétt.
Fyrstu viðbrögð Alþingis og ríkisstjórna
við bankahruninu hafa verið fálm-
kennd og gersamlega ófullnægjandi.
Væntanlega verður nú öllum ljóst, að það
frumvarp, sem ríkisstjórnin hefur lagt
fram um endurskoðun á bankalöggjöf,
hefur litla þýðingu. Þar þarf að grípa til
róttækari aðgerða.
Er flokkakerfið, sem til varð snemma á
20. öldinni, fært um að takast á við það
risavaxna verkefni, sem framundan er?
Það má draga í efa. Fram til þessa hefur
enginn núverandi stjórnmálaflokka sýnt
fram á í stefnumörkun eða með beinum
verkum frá hruni bankanna, að þeir hafi
náð að skynja og skilja hvað hér hefur
gerzt og hvað hér þarf að gera á næstu ár-
um.
Hitt er svo annað mál, að frumkraftar í
ætt við þá sem eru á ferð undir Eyja-
fjallajökli og við höfum orðið vitni að síð-
ustu daga að hafa stöðvað og truflað flug-
umferð í okkar heimshluta og jafnvel
víðar (!), geta verið á ferðinni undir yf-
irborðinu í samfélagi okkar og kunna að
vera að brjótast fram. Það gæti orðið mik-
ið gos og með miklum afleiðingum fyrir
allt umhverfi okkar.
Ég hef áður lýst þeirri skoðun, að það
eigi að tala af virðingu um götumótmælin
í upphafi síðasta árs, þar sem fólk barði
potta og pönnur, vegna þess, að þar var
sleginn hinn rétti tónn. Krafan um aukið
lýðræði. Fulltrúar ráðandi afla í samfélag-
inu hafa haft tilhneigingu til að tala um
grasrótarsamtökin með nokkru yfirlæti
og jafnvel fyrirlitningu. Það sýnir það eitt
að þeir skynja ekki strauma samtímans.
Grasrótarsamtökin eru ekki horfin. Þau
eru enn í fullu starfi og geta hvenær sem
er náð nýrri og áður óþekktri útbreiðslu.
En því til viðbótar má merkja, að hér og
þar eru aðrir borgarar að taka höndum
saman um að ræða og skipuleggja nýjar
þjóðfélagsumbætur. Þeir velja sér vett-
vang utan flokkanna en ekki innan þeirra.
Síðustu daga og vikur hef ég heyrt á
nokkrum einstaklingum úr mjög ólíkum
áttum áhuga á og vilja til að taka til hendi
um breytingar á þjóðfélagsgerðinni. Þessi
áhugi hefur öðlast nýjan kraft og fengið
byr í seglin með birtingu skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis. Í öllum tilvikum
hefur áherzlan verið lögð á það sama og
götumótmælendur kröfðust: aukið lýð-
ræði. Þessir einstaklingar hafa komið
bæði úr röðum nýrra kynslóða í við-
skiptalífinu og nýrra kynslóða í háskóla-
samfélaginu.
Það er athyglisvert, að málefnaleg sam-
staða skuli vera fyrir hendi um grundvall-
armál í svo ólíkum hópum samfélagsins.
Breiðfylking götumótmælenda og nýrra
kynslóða í viðskiptalífi og háskólum gæti
orðið býsna öflugt þjóðfélagsafl!
Í samfélagi aukins lýðræðis, þar sem
fólkið sjálft tekur allar meiri háttar
ákvarðanir í lýðræðislegri kosningu, ým-
ist á landsvísu eða á vettvangi sveit-
arstjórna, hafa stjórnmálaflokkar hlut-
verki að gegna. Breytingin yrði hins vegar
sú, að þeir hefðu mun minna hlutverki að
gegna en áður.
Þeir flokkar, sem átta sig á að þessi
breyting er að verða í hug og hjarta fólks,
í viðhorfi og afstöðu til þess sem máli
skiptir, munu lifa af. Þeir flokkar, sem
halda að ekkert hafi breytzt, munu hverfa
af sjónarsviðinu.
Frumkraftar á ferð
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
B
andaríska skáldið og módernistinn Ezra Pound
þóttist hafa himin höndum tekið á þessum
degi fyrir 52 árum þegar honum var sleppt eft-
ir tólf ára dvöl á geðdeild sjúkrahúss í Wash-
ington. Pound hafði verið fluttur nauðugur til Banda-
ríkjanna frá Ítalíu í stríðslok sakaður um landráð og var
ekki lengi að drífa sig til Ítalíu aftur. Við komuna til Na-
pólí var hinn 73 ára gamli Pound spurður hvort hann
hefði ekki verið feginn að losna af geðdeildinni nokkrum
vikum áður. „Nei, vegna þess að ég var ennþá í Banda-
ríkjunum og Bandaríkin eru eitt stórt geðveikrahæli.“
Synd væri að segja að Ezra Pound hafi skipað sér á
bekk með helstu þjóðernissinum í Bandaríkjunum á
tímum seinna stríðs. Hann var borinn og barnfæddur
vestra en hafði um þær mundir búið í tvo áratugi á Ítalíu
og um langt skeið verið dyggur aðdáandi Benitos Mus-
solinis, forsætisráðherra landsins, og þeirrar umdeildu
stefnu sem hann stóð fyrir – fasisma.
Þegar Bandaríkjamenn stigu inn í seinni heimsstyrj-
öldina eftir árásina á Perluhöfn í desember 1941 var
Pound gróflega misboðið. Hann hafði þátttöku landa
sinna í hildarleiknum á hornum sér og jós úr skálum
reiði sinnar í útvarpsþáttum sem hann stjórnaði á Ítalíu
og í greinum í dagblöðum. Eins og skálds er von og vísa
gagnrýndi hann þjóð sína með mergjuðu orðfæri. Var
það bjargföst trú Pounds að efnahagsmál væru rótin að
styrjöldinni og óprúttnir fjármálamenn hefðu hrifsað
völdin af kjörnum fulltrúum almennings. Kunnuglegt?
Margt í máli Pounds benti líka til þess að hann væri ekki
hliðhollur gyðingum. „Að mínum dómi var hann gagn-
tekinn af ítalska líkaninu af fasisma. Hann virtist hvorki
sérstaklega hallur undir nasisma né andsnúinn Rússum,
hann var fyrst og fremst knúinn áfram af hatri á Bret-
landi, Bandaríkjunum og gyðingum,“ sagði rithöfund-
urinn George Orwell um Pound.
Dæmdur fyrir landráð
Eftirrit af útvarpsþáttum Pounds voru afhent banda-
rískum stjórnvöldum og var skáldið að því fjarstöddu
dæmt fyrir landráð árið 1943. Það var þó ekki fyrr en í
maí 1945, þegar Mussolini var endanlega ýtt frá völdum,
að bandaríski herinn hafði hendur í hári Pounds. Var
hann fluttur í fangabúðir hersins norður af Pisa, þar sem
hann var látinn dúsa í búri í tæpan mánuð. Við þá með-
ferð mun Pound hafa fengið taugaáfall.
Skáldið var flutt nauðugt til Bandaríkjanna, þar sem
sérskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að það
væri ekki í ástandi til að koma fyrir sakadóm vegna geð-
veilu. Þess í stað var Pound vistaður á geðdeild spítala
heilagrar Elísabetar í Washington. Menn hefur allar göt-
ur greint á um þessa niðurstöðu, þar sem ekkert í skrif-
um Pounds á stríðsárunum bendir til þess að hann hafi
verið veill á geði. Orðrómur hefur verið um það að þessi
leið hafi verið farin til að forða Pound frá fangavist en
hann var sextugur þegar hann sneri aftur til föðurlands-
ins. Það var afar umdeilt þegar Pound hlaut hin virtu
Bollingen-verðlaun fyrstur manna árið 1949.
Tvennum sögum fer af aðbúnaði Pounds á geðdeild-
inni. Sumir halda því fram að hann hafi fengið sérþjón-
ustu en aðrir að hann hafi verið látinn sæta sömu með-
ferð og hinir sjúklingarnir. Þó liggur fyrir að Pound
sinnti ritstörfum meðan á spítaladvölinni stóð og fékk
reglulega heimsóknir frá ýmsum andans mönnum. List-
málarinn René Laubies, sem heimsótti Pound reglulega,
spurði hann einhverju sinni hvort honum liði ekki illa á
spítalanum. „Alls ekki,“ svaraði Pound, „hér hef ég fé-
lagsskap af einu almennilegu Bandaríkjamönnunum.“
Pound var vistaður í tólf ár á geðdeild en látinn laus í
kjölfar kröftugra mótmæla listamanna með skáldin Ro-
bert Frost og Archibald McLeish í broddi fylkingar.
Hann bar beinin á Ítalíu fjórtán árum síðar, 87 ára.
orri@mbl.is
„Eitt stórt
geðveikra-
hæli“
Verðlaunaskáldið Ezra Pound í hárri elli. Hann varð 87 ára.
’
Var
það
bjarg-
föst trú
Pounds að
efnahagsmál
væru rótin
að styrjöld-
inni og
óprúttnir
fjármála-
menn hefðu
hrifsað
völdin af
kjörnum
fulltrúum
almennings.
Pound í fangabúðum Bandaríkja-
manna á Ítalíu vorið 1945.
Á þessum degi
18. apríl 1958