SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 29
18. apríl 2010 29 Ó þekktarormurinn í íshokkíinu hefur lengi verið Jónas Breki Magnússon og hann kem- ur einfaldlega til dyranna eins og hann klæddur. Kappinn á sér hins vegar mýkri hlið eins og Morgunblaðið komst að þegar það settist niður með Jónasi í Narva í Eistlandi þar sem íslenska landsliðið keppti á HM í íshokkí. Jónas er í stóru hlut- verki hjá landsliðinu og leikstíll hans er liðinu dýr- mætur. Jónas hefur einfaldlega það hlutverk að pirra andstæðingana og æsa þá upp. Ef það hitnar í kolunum í landsleikjum þá er Jónas sjaldnast langt undan. Krukkað í kínverska hausa „Staða mín á vellinum er kraftframherji en síðustu tvö árin hef ég gegnt hlutverki „agitators“ eins og Rikki landsliðsþjálfari kallar það. Ég er látinn inn á þegar vekja þarf liðið eða skapa einhvern usla. Ef liðið skautar ekki á fullu er ég settur inn. Skauta kannski á fullu nið- ur í horn og tækla einhvern. Það kveikir kannski neista í samherjunum og manni tekst að rífa liðið upp. Eins ef menn vilja koma andstæðingunum úr jafnvægi. Þá er ég settur inn á og þá rífur maður smákjaft og reynir að æsa menn upp. Þetta er samt innan hóflegra marka hjá mér því ég er ekki óheiðarlegur leikmaður. Ég er grófur í kjaftinum en spila aldrei óheiðarlega. Það er munur á því að vera harður eða óheiðarlegur. Ég veit ekki hvað maður hefur náð mörgum mönnum út af fyrir brot af því að maður sagði eina eitraða setningu við þá. Það er ekkert mál þótt þeir hefni sín á mér. Ég þoli það alveg og get tekið á mönnum ef í hart fer,“ sagði Jónas Breki þegar Morgunblaðið bað hann að lýsa leikstíl sínum daginn eftir sætan sigur á Kínverjum. „Í þeim leik var mitt hlutverk einfaldlega að valda eins miklum usla hjá Kínverjunum og hægt var. Þjálf- ararnir höfðu tekið eftir því að Kínverjarnar voru í sál- arstríði við sjálfa sig. Þegar ég fór aðeins að krukka í hausinn á þeim urðu þeir ennþá verri og það hjálpaði okkur því þeir misstu einbeitinguna,“ útskýrir Jónas og bætir því við að hann gegni sambærilegu hlutverki hjá Amager, félagsliði sínu í Danmörku. Ekki bara ólátabelgur Jónas er þrítugur og ólst upp í Grafarvoginum. Hann byrjaði að æfa íshokkí þegar hann var 10 ára, sama ár og skautahöllin í Laugardal var opnuð. Hann segir föður vinar síns hafa verið einn stofnanda Bjarnarins og Jónas lék með Birninum þar til hann hélt til Svíþjóðar þegar hann var 19 ára. Þá einblíndi hann á íshokkíið um tíma en kom aftur heim og hélt til Danmerkur árið 2003 og hefur verið þar síðan. Jónas hefur leikið í næstefstu deild í Danmörku með Gladsaxe og Amager. Jónas hefur staðið sig vel enda er hann öflugur leik- maður og skorar mikið af mörkum. Hann er því ekki bara ólátabelgur á svellinu. „Ég var með mjög fáar refsimínútur í dönsku deildinni í vetur, þótt ég sé ekki maðurinn sem þú vilt hitta á ísnum. Íshokkíið býður bara meira upp á svona æsing af því að það eru svo miklir árekstrar í þessari íþrótt og testósterónið fer upp úr öllu valdi. Þegar leyfilegt er að keyra andstæðinginn út í battann af miklu afli geta orðið ryskingar. Það segir sig sjálft. Fólk verður hins vegar að átta sig á því að það fer enginn í íshokkí til að slást. Þeir sem vilja slást geta þá bara farið í bardagaíþróttir,“ sagði Jónas og hann neitar því ekki að leikstílnum fylgi gjarnan afleiðingar. „Enn eitt örið í safnið“ „Ég er kraftframherji og skauta hratt. Það getur því komið fyrir að maður fái kylfu í andlitið og það er bara hluti af leiknum. Ég spila fast og þá spila menn fast á móti. Maður getur því alltaf verið óheppinn og fengið eitthvað í andlitið. Þetta er eins með Sigga Sig., her- bergisfélaga minn, hann hefur margoft lent í svipuðum atvikum. Ég hef reyndar verið svolítið óheppinn í vetur því ég hef farið þrisvar upp á slysó. Í gegnum tíðina hafa verið saumuð meira en 100 spor í mig en ég er ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég fékk til dæmis skurð fyrir ofan augað í leiknum gegn Kína og það er bara enn eitt örið í safnið.“ Mjúki maðurinn Jónas er þó ekki allur þar sem hann er séður því á bak við örin, hringina og húðflúrin leynist gullsmiður. „Ég kynntist gullsmíðinni þegar ég var í 10. bekk í Folda- skóla. Þá var hægt að taka áfanga þar sem maður gat smíðað grófa skartgripi. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég var ákveðinn í að fara út í þessa iðn síðar meir. Ég fór að læra gullsmíði árið 2007 og komst þá á samning hjá Ole Lynggaard, sem er eitt stærsta gullsmíðafyr- irtæki í Danmörku, en hafði verið hjá fyrirtækinu í eitt ár fram að því. Ég er útlærður gullsmiður og lauk námi í nóvember 2009,“ útskýrir Jónas og mun á næstunni halda til sex mánaða dvalar í Víetnam. „Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sören sonur Ole Lynggaard, er vinur eiganda Spinning Jewelry sem er stórt fyrirtæki í Danmörku og víðar. Þeir eru með tvær verksmiðjur í Taílandi og eina í Víetnam sem þeir eru að stækka. Þá vantaði gullsmið til þess að hjálpa sér að þjálfa nýja starfsmenn. Þeir taka nánast fólk inn af göt- unni, láta það hafa sög og þjöl en svo þarf ég að kenna því að bera sig að. Verksmiðjan er í höfuðborginni Hanoi og nú eru þar 120 starfsmenn en til stendur að fjölga þeim í 400. Svona tækifæri býðst bara einu sinni á ævinni og ég varð að stökkva á þetta. Gúrý kærasta mín er fatahönnuður og þetta getur einnig skapað tæki- færi fyrir hana,“ sagði Jónas sem er einnig kominn á fleygiferð með sína eigin hönnun sem kallast: Breki De- sign. Hauskúpur heilluðu yfirmanninn „Ég byrjaði á því ári eftir að ég byrjaði í læri. Einn fyrsti stóri skartgripurinn sem ég gerði var hauskúpuarm- band. Ég var í kjölfarið staddur á jólahlaðborði hjá fyr- irtækinu þegar Sören framkvæmdastjóri sagðist vilja kaupa af mér armbandið. Hann tók upp veskið og stað- greiddi. Hann gengur með armbandið enn í dag og einnig hauskúpuhring frá mér á hverjum degi í vinnunni. Yfirmaður minn gengur því með Breki De- sign en hann er náttúrlega töffari, á tvö Harley-hjól og svona. Það fór reyndar fyrir brjóstið á mörgum svein- unum í fyrirtækinu að yfirmaðurinn væri að kaupa skart af einhverjum sem hefði verið lærlingur í eitt ár. Síðan þá hef ég verið að hanna undir þessu merki. Hanna mikið af giftingarhringjum og ýmsu öðru. Ef ég spila rétt úr spilunum get ég verið eingöngu að hanna Breki Design. Ég er nýútlærður og er með um 16 þús- und manns á aðdáendasíðu á Facebook. Það eru alla vega einhverjir sem líkar þetta,“ sagði Jónas. Finnur innri ró Blaðamaður bendir á að ímyndin af gullsmiðnum sem er að nostra við giftingarhringana samræmist ekki alveg ímyndinni af íshokkímanninum sem er í stanslausum ryskingum. „Þeir sem þekkja mig ekki vel stama bara þegar þeir heyra að ég sé gullsmiður. Ég finn einhverja innri ró þegar ég hanna skartgripi. Þetta hentar mér bara mjög vel. Ég fæ næga útrás á ísnum enda þýðir lítið að vera með einhvern æsing þegar maður er að hanna skartgripi. Eins og staðan er í dag þá er svolítið rokk og ról í minni hönnun og ég hef hannað meira fyrir karl- menn en það eru heldur ekki allir sem geta hannað fyrir karlana. Ég hef eiginlega einblínt á það en einhvern tíma á eftir að koma falleg kvenmannslína frá mér,“ sagði Jónas Breki og setti upp prakkaraglott sem Emil í Kattholti gæti ekki einu sinni leikið eftir. „Ég er grófur í kjaftinum“ „Shut the *#¥ up, you *#¥± ¢Øμ#.“ Eitthvað á þessa leið er sú latína sem Jónas Breki Magnússon, landsliðsmaður í íshokkí, not- ar til þess að tjá tilfinningar sínar á ísnum. Þessum ástarorðum er ekki hvíslað und- urblítt í eyru andstæðinganna, því það væri ekki hans stíll, heldur öskrar hann skila- boðin í andlitið á þeim. Kristján Jónsson kris@mbl.is Jónas Breki er kraftframherji í íshokkílandsliðinu og hannar skartgripi undir merkinu Breki Design.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.