SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 35

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 35
18. apríl 2010 35 um án þess að þurfa að kíkja á blöðin.“ Bróðir hennar, Trevor Duke, er þekktur leikari, rúm- lega áratug eldri. Spurð um hvort lífsstarfið sé þegar ráðið svarar Chloë Moretz játandi. Leiklistin sé afar heillandi og ekki komi annað til greina en leggja hana fyrir sig. En hún er þó ekki eina áhugamálið. „Mig hefur lengi dreymt um að verða flugmaður, sérstaklega að fljúga þyrlu,“ segir hún. Hún stefnir að því að mennta sig á því sviði að gamni sínu en það verður auðvitað ekki fyrr en aldurinn leyfir. Chloë Moretz segir starf leikarans geta verið erfitt en kveðst þó lukkunnar pamfíll. „Mamma er alltaf með mér þegar ég er á tökustað og stundum foreldrarnir báðar. Fæst börn eru svo heppin að vera með mömmu sinni á hverjum einasta degi, þannig að ég er mjög lánsöm. Mér finnst ég fædd undir heillastjörnu.“ Þegar ég leyfi mér að spyrja leikkonuna ungu hvernig sé að vera „stjarna“ – celebrity – svo ung, hlær hún. „Ég myndi nú ekki segja að ég væri stjarna. Ég er bara 13 ára stelpa.“ Greinilega með báða fætur á jörðinni. Bróðir hennar, leikarinn, hefur alla tíð hvatt Chloë áfram og til þess að feta braut leiklistarinnar af alvöru. „Fjölskyldan hefur reyndar gert það öll – en þess þurfti svo sem ekki. Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessu og var staðráðin í því sjálf að verða leikari eftir að ég komst á bragðið.“ Hún segir að bróðirinn Luke sé í raun leiklistarkennari hennar og þjálfari sem hafi í gegnum tíðina verið afar handhægt. En þau hafa enn ekki leikið saman í mynd. „Mig dreymir hins vegar um að leika með honum. Það yrði æðislegt og er í raun takmark hjá mér.“ Í Kick-Ass leikur hún m.a. á móti hinum heimsfræga Nicolas Cage og ber honum vel söguna. „Mér fannst frá- bært að leika með Cage. Ég var mjög taugaveikluð áður en ég hitti hann fyrst; Cage er frægur maður og frábær leikari en svo kom í ljós að hann er rosalega næs og okk- ur gekk mjög vel að vinna saman. Það er ekki hægt að hugsa sér þægilegri samstarfsmann.“ Leikstjórinn, Matthew Vaughn, hefur greint frá því að Cage hafi verið nánast sjálfkjörinn í myndina, því hann sé einn þekktasti myndasögusafnari heims. Cage mun einn af fáum sem eiga upprunalegt eintak af fyrsta tölu- blaði Superman-myndasagnanna, svo dæmi sé tekið! Myndirnar þrjár þar sem Moretz kemur við sögu og frumsýndar eru á þessu ári eru af mismunandi toga. Hún segist hafa gaman af öllu því sem leiklistin býður upp á; hasar, gamanmyndum, dramatík … En hún dregur ekki dul á að mjög skemmtilegt hafi verið að leika í Kick-Ass þar sem hasarinn er í fyrirrúmi. Ofbeldið er reyndar gríðarlegt og mörgum finnst allt að því vafasamt að barn skuli fara með þetta hluverk. Hún leggur þó sjálf áherslu á að ekki megi taka þetta of bókstaflega enda myndin byggð á teiknimyndasögu. „Og ég tók að sjálfsögðu ekki að mér hlutverkið nema með samþykki foreldra minna. Þau lásu reyndar handritið yfir á undan mér; ég hafði ekki hugmynd um hvað myndin var fyrr en þau höfðu kynnt sér málið og samþykkt að ég fengi að vera með. Þannig er það alltaf,“ sagði leikkonan unga áður hún kvaddi. Þurfti að fara að leggja á borð áður en vinkon- urnar kæmu í afmælið. Nicolas Cage og Moretz. Ekki hægt að hugsa sér þægilegri samstarfsmann, segir hún. Hættuleg? Virðist saklaus en er víst ekki öll þar sem hún er séð. ’ Mamma er alltaf með mér þegar ég er á töku- stað og stundum for- eldrarnir báðar. Fæst börn eru svo heppin að vera með mömmu sinni á hverjum ein- asta degi, þannig að ég er mjög lánsöm. Mér finnst ég fædd undir heillastjörnu. N ú hefur áhugi á siðgæðisumræðu vax- ið, og kallað er eftir gömlu gildunum. Einatt virðist samt sem að litið sé á siðfræði sem eitthvað sem stendur utan við okkur, markmið sem maður getur til- einkað sér og notað ef svo býður við að horfa, siðgæði sé eitthvað sem er utan okkar en ekki innra með okkur. En það er einmitt þar sem við verðum að leita svara við hinum siðferðislegu spurningum og álitamálum sem leita á, innra með okkur, í hjarta manns og samvisku. Siða- reglur geta aldrei náð yfir allar siðlausar ákvarð- anir. Siðuð manneskja veit sig bera ábyrgð. Manneskjan er sköpuð af Guði og til samfélags við Guð og náungann, og við berum ábyrgð á hvert öðru og lífinu gagnvart Guði. Siðgæðið gengur út frá því að við séum samferða, saman í því að takast á við vandkvæðin og viðfangs- efnin, saman í því að komast upp og út úr vandkvæðum og áfram til góðs fyrir lífið og heiminn. Við verðum því að sjá siðgæðislega ábyrgð okkar, spurningarnar um gott og illt, rétt og rangt, frá tveimur sjónarhornum: núsins og eilífðar. Guð talar til manneskjunnar ekki í eitt skipti fyrir öll, heldur í samtali og sam- verkan sköpunarinnar sem endurnýjar, um- myndar, endurskapar. Hann minnir okkur enn og aftur á kröfuna um að trúa á Guð og elska náungann eins og sjálfan sig. Jesús kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla það, eftir því sem hann segir sjálfur (Matt. 5.17). Í og með Jesú erum við meðvituð um hina ströngu kröfu lögmálsins og að við höf- um syndgað og erum í þörf fyrir náð og hjálp- ræði. Við erum öll týndir synir og dætur föð- urins á himnum sem elskar og virðir, og fyrirgefur þeim sem snúa sér til hans. Þótt syndin setji enn mark sitt á mannlegt allt og dauðinn sé óhjákvæmilegur þá ber okkur samt að berjast gegn afleiðingum syndarinnar og efla það sem lífið eflir í opinberu og einkalífi í þeim fjölmörgu smáu og stóru siðrænu ákvörðunum sem við tökum frá degi til dags. Sagan um syndafallið (1. Mós. 3) varpar ljósi á að við höfum misst fótanna á hinni siðgæðislegu braut sem skaparinn hefur markað okkur. Við erum ráðvillt og ringluð andspænis því sem sál og samviska býður, og ótal raddir, áhrif og áreiti laða og kalla. Þess vegna þurfum við á leiðsögn að halda, leiðarkorti og áttavita til að finna veg- inn heim. Það er að finna í orðinu, bæn og trú. Boðskapur Biblíunnar um náð Guðs og hjálp er eilífur, sígildur, og verður því að boða, kenna og bera áfram. Hann er umfram allt fluttur með sögum, dæmisögum, táknum og vísunum sem við verðum að túlka í ljósi tímans, aðstæðna og krafna dagsins. Að endurtaka í sífellu einstakar ritningargreinar Gamla og Nýja testamentisins í breytilegum aðstæðum merkir ekki endilega að boðorð kærleikans er í heiðri haft. Það er hægt að skaða og spilla og eyða og deyða með orðinu. Það sýnir freistingasagan í Matt. 4. berlega. Djöfullinn var iðinn við að vitna í orðið: „… því að ritað er: …“ Við verðum ætíð að spyrja hvað kærleikurinn til náungans krefst í þessum eða hinum aðstæðunum. Og líta til fordæmis Jesú Krists, sem túlkar ritninguna, varpar ljósi á kröfur hennar og boð. Gildi, sið- gæði, boð og breytni IV Siðgæði Hugvekja Karl Sigurbjörnsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.