SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 38

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 38
38 18. apríl 2010 T il Hanoi náðum við síðla kvölds eftir flug frá Katon í Kína. Hita- molla lá í loftinu þegar við kom- um út úr flugstöðinni og hitinn var nærri 30 gráðum þótt áliðið væri kvölds. Á leiðinni frá flugvellinum inn í borgina fengum við strax snoðrænu af því sem verða vildi í ferðinni. Víða var á ferð fólk á reiðhjólum eða skellinöðrum sem var að koma af ökrum og reiddi uppskeruna á hnakk eða kerru Allt virtist stefna í góðan blómasöludag að morgni. Margir voru með keilulaga stráhatta sem eru einkennistákn víetnömsku þjóðarinnar sem telur um 85 milljónir. Gengið að grafhýsi Strax næsta morgun, þegar dagurinn hafði varpað af sér svörtu oki næturinnar, lögð- um við upp í fyrstu skoðunarferðina. Graf- hýsi leiðtogans Ho Chi Min er þekkt kenni- mark í borginni og fjölsóttur ferðamannastaður. Langar biðraðir voru að hofinu þar sem þessi forystumaður hvílir sem er skammt frá húsinu þar sem hann bjó lengi. Þar sem stikað var um stræti í Hanoi sáust pólitísk áhrif býsna fljótt. Landið er fátækt og eins og verða vill í rauðum ríkj- um kommúnismans eru víða hallir eða einhvers konar mannvirki önnur til að undirstrika stjórnarstefnuna og ágæti leið- toga hennar. Nú eru liðin rétt þúsund ár síðan borgin Hanoi myndaðist, en hún hefur verið höf- uðborg Víetnams síðan 1010 að und- anskildum árunum 1802 til 1945 þegar Hue, sem er miðsvæðis í landinu, var höf- uðborg. Hanoi hefur annars alltaf verið ein af mikilvægustu borgum landsins þó að Ví- etnam hafi í aldanna rás oft skipst í mörg smáríki. Frakkar náðu yfirráðum í Víetnam á átjándu öld og sátu landið sem nýlendu í um það bil tvö hundruð ár. Þegar Þjóð- verjar hernámu Frakkland í seinni heims- styrjöld komu Japanir, sem voru banda- menn Þjóðverja, til Víetnams og veittu her landsins mótspyrnu. Eftir stríð sneru Frakkar aftur til Víetnams og mættu þá tvíefldum skæruliðahóp leiðtogans Ho Chi Min sem gjörsigraði mótherja sína í orrustu sem kennd hefur verið við Bien Bien Fu. Hanoi merkir upphaflega „brú hins rís- andi dreka“. Táknmyndir í þeim dúr eru áberandi í landinu; svo sem í borgargarð- inum í Hanoi, þar sem er stórt vatn og yfir það rauðmáluð bambusbrú sem kennd er við hana rísandi sól. Þá sér trúaráhrifa víða stað með ýmsu móti. Í Bókmennta- hofinu í Hanoi eru hof með alls konar ba- búskum og íkonum og meðal fólksins er trúin í dýru gildi, kokteill af búddisma, taoisma, konfúsíusarisma og forfeðratrú. Hvert hérað landsins, byggðarlag og jafn- vel fjölskylda á sína náðargyðju og átrún- aður á þær þykir virka vel. Dulúðlegar eyjar Frá Hanoi fórum við norður að Halong- flóa, þar sem er svæði með um miklum fjölda skógi vöxnum og háum kalk- steinseyjum sem margar eru með stórum hellum. Djúkur heita bátarnir sem heima- menn nota til siglinga um flóann og njóta vinsælda ferðamanna. Eyjarnar eru nú er á skrá UNESCO sem alþjóða menning- arverðmæti. Hellar eyjanna eru risastór gímöld. Í þokumistri þegar við sigldum út fló- ann sveipuðust eyjarnar dulúð og töfrum og minntu stundum á Vestmannaeyjar, þar sem Heimaklettur og Ystiklettur eru útverðir við innsiglinguna. Það er ekki bara að hjörtum manna svipi í fjarlægum álfum saman heldur líka náttúrunni. Ef fólk ferðast með hópum verður dag- skrá oft fyrirsjáanleg. Heimsóttir eru ákveðnir staðir sem ætla má að þyki sér- staklega áhugaverðir þar sem stundum er bryddað upp á dagskrá þar sem menn- ingu, sögu og þjóð eru gerð skil. Slíku fengum við að kynnast í þessum leiðangri, sem Bændaferðir stóðu fyrir. Stundum fórum við líka út fyrir rammann, ef svo má segja, fylgdumst með bændum erja hrísgrjónaakra sína með sömu vinnu- brögðum og tíðkuðust fyrir ótalmörgum öldum. Vatni er veitt á akra og því stund- um ausið milli ræktunarreita. Á vegunum sáum við bændafólk flytja heyið á hesta- kerrum og í þeim ótalmörgu sveitaþorp- um þar sem ekið var um hlöð sást fólk sem flutti varning sinn með bambusslám sem lagðar voru á öxl og þess gætt að sama þyngd væri í körfum á hvorum enda. Allt var þetta býsna framanlegt og líkast myndum úr biblíusögunum í barnaskóla. Kommúnistaflokkurinn í Víetnam hef- ur gefið eftir. Árið 1986 var opnað fyrir erlenda fjárfestingu í landinu svo við- skiptahættir urðu frjálsari. Þetta hefur skilaði árangri því árið 1993 voru 60% þjóðarinnar undir fátæktarmörkum en í dag eru aðeins 20% þjóðarinnar undir þeirri markalínu sem er einn bandaríkja- dalur á dag. Birtingarmynda fátækt- arinnar sér þó víða stað; svo sem í sveit- unum þar sem 70% þjóðarinnar búa. Hve víða nauðþurftafólk stendur og betlar er mælikvarði á efnahag og ástand. Og þrátt fyrir að kommúnisminn sé ráðandi er fólkið orðið býsna kapítalískt í hugsun. Á ferðamannastöðum standa krakkar og selja póstkort og aðra minja- gripi þar sem prútta má verðið niður að minnsta kosti um helming. „Give my money, segja krakkarnir þegar myndavél er brugðið á loft. Stríð verður saga Bandaríkjamenn hófu stríðsrekstur sinn í Víetnam árið 1960 og börðust við skæru- liðasveitir Víetcong. Styrjöldinni lauk 1975 með því að mesta herveldi heims varð að láta í minni pokann. Þá var for- setinn frægi látinn nokkrum árum fyrr en honum til heiðurs var Saigon, höf- uðborgin í Suður-Víetnam, umnefnd og heitir nú Ho Chi Min-borg. Víetnamar hafa verið áfram um að setja stríðið og sárindi þess aftur fyrir sig. Kali í garð Bandaríkjanna er ekki ríkjandi. Í raun má segja að nú sé stríðið orðið að áhugaverðri sögu, ekki síst meðal Banda- ríkjamanna sem flykkjast til þessa fjar- læga lands. Stríðssafnið í Ho Chi Min- borg er fjölsótt. Þar eru skriðdrekar, þyrlur og flugvélar sem notaðar voru við hernaðinn og innan dyra eru vopn og myndir úr hryllingi stríðsrekstrarins sem kostaði tvær milljónir Víetnama lífið og 58 þúsund manns úr liði andstæðing- anna. Og stríðið er enn ekki til lykta leitt. Börn fólks sem varð fyrir áhrifum efna- vopna eru að fæðast vansköpuð enn í dag og þúsundir virkra spengja eru enn í jörð. Á ári hverju verða þúsund slys sem rekja má til þeirra. Er talið að verkefni næstu Grænt land og rauðar skoðanir Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Víetnam á síðustu árum. Þjóðin hefur sett sára reynslu stríðsins við Banda- ríkjamenn aftur fyrir sig og horfir bjartsýn til framtíðar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sölukonur stjökuðu bátum sínum meðfram djúkunum á Halon-flóa og buðu sælgæti, drykki og ýmiskonar skran. Smákapítalismi og prang dafnar í Víetnam og mjór er mikils vísir. Heilsað að höfðingjasið í Hanoi. Svipmót víet- nömsku þjóðarinnar er sterkt, þó blóðið hafi blandast meðal annars hinu franska en Frakkar höfðu Víetnam sem nýlendu sína um aldir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.