SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 39
18. apríl 2010 39 Þ á er vorið komið á ný í Xiamen og sólin rís hratt. Við erum komin í hús niðri við strönd í sveita- þorpi í miðri borg, svipað og bóndabærinn sem stóð í Laugardalnum ár- um saman eftir að uppbygging varð á svæðinu. Hér eru tímavillt- ir hanar sem byrja að gala klukkan 3 á nóttunni. Hér eru einnig geitur sem vafra um án þess að svo mikið sem líta á okkur útlend- ingana. Við höfum ströndina mikið fyrir okkur sjálf hér, þar sem Kínverjar vilja ekki sólina beint á sig og ganga því um með sól- hlífar og sitja í skugga. Við hjónin hinsvegar hlussum okkur hálfnakin í sjóðandi heitan sandinn og bíðum eftir slökkviliðinu. Við erum einungis í tónlistinni þessa daganna og platan okkar The long road home er komin í dreifingu í flestar verslanir hér í Xiamen og þurfum við því að fylgja henni vel eftir en þar fáum við einnig tækifæri til að ferðast út um allt í Kína og sjá og upplifa hina og þessa staði. Mat- urinn er misjafn eftir því í hvaða héraði þú ert og einnig siðir fólks. Í Xiamen sem er í Fujian-héraði er sjávarfang mikið á borðstólum, enda er Xiamen eyja og einn algeng- asti rétturinn hér myndi vera ostrueggjakaka og sæormar. Hér niðri í bæ er staður sem er eins vinsæll og Bæjarins bestu í Reykjavík, fólk stendur í löngum röðum í öllum veðrum til að fá ormana góðu, en þeir eru í raun alls ekki vondir fyrir íslenska bragðlauka og ef þú bara útilokar orðið ormar úr hausnum á þér þá er þetta bara hinn besti matur. Fólk hér tekur lífinu frekar rólega enda er suðrænt veðurfarið yndislegt og við höfum oftar en einu sinni staðið okkur að því að haga okkur eins og staðarbúar, fara í rómantíska göngutúra á kvöldin í náttfötum og inni- skóm og fá okkur smá grillmat sem er á öllum götuhorn- um hér. Hér eru öll mál rædd yfir tebolla. pínulitlum bolla sem er fylltur aftur og aftur þangað til niðurstaða er kom- in í málið. Við erum nú farin að þekkja muninn á góðu tei og slæmu, en te getur kostað allt að 300 þúsund krónur fyrir hálft kíló (ef ekki meira) svo það er ágætis tilfinning að vera farin að fatta muninn á teinu bara svona til að móðga ekki þann sem er að splæsa í sopann. Ísland hefur verið mikið í fréttum hér upp á síðkastið og hver einasti maður virðist vita allt um Ísland. Þetta kemur sér reyndar ágætlega þegar maður er að prútta á mark- aðnum hér og reyna að fá verðið niður. Þá segir maður bara: „Wo bing dao ren wo wei you qian,“ og þá fær mað- ur undireins afslátt, hlýlegt augnaráð og bros, en þetta þýðir: „Ég er frá Íslandi, ég á engan pening.“ Kínverjar eru yfirhöfuð mjög samúðarfullir yfir ástandi Íslands í auramálum og fréttir hér bera þess merki að þeim finnist að önnur lönd megi sýna okkur meiri skilning og gefa okkur tíma til að leysa okkar mál svo við getum borgað okkar skuldir til baka í rólegheitunum. En við hjónin er- um bjartsýn og höldum áfram að reyna okkar besta í að kynna tónlist okkar fyrir Kínverjum og brjótast í gegnum tungumálavegginn með list. Þetta póstkort gæti orðið bók ef við myndum telja upp allt það sem á daga okkar hefur drifið, en látum þetta gott heita í bili. Kveðja til fagra Ís- lands. Rúnar Sigurbjörnsson og Elín Jónína. Póstkort frá Xiamen Rúnar Sigurbjörnsson og Elín Jónína ’ Við höfum ströndina mikið fyrir okkur sjálf hér, þar sem Kínverjar vilja ekki sólina beint á sig og ganga því um með sólhlífar og sitja í skugga. 300 ára sé að hreinsa þær upp og gera óvirkar. Slíkar sprengjur eru til dæmis í talsverðum mæli við neðanjarðarbyrgið í Chu Chi skammt frá, þar sem skæruliðarnir höfðu bækistöðvar sínar sem og við ósa Mekong- fljótsins. Íbúar Ho Chi Min-borgar, sem áður hét Saigon, eru 5,5 milljónir skv. opinberum töl- um. Þær segja þó aðeins hálfa söguna því þeir eru sagðir nær átta milljónum. Þarna ber á milli að fólk sem til dæmis hefur flust úr sveitum landsins á undanförnum árum er óskráð og nýtur því ekki félagslegra réttinda eins og læknisaðstoðar, skólaþjónustu og annars sem þorra fólks þykir sjálfsagt. Sinn er siður í landi hverju er stundum sagt. Flest í suðurhluta Víetnams er gjörólíkt því sem er raunin í norðri. Þar er rauður litur hinna pólitísku viðhorfa skarpari þó að hann sé sannarlega að deyfast. Annars er græni lit- urinn mest áberandi í Víetnam. Akrarnir eru grænir og birtu af þeim stafar víða. Fólkið er glaðvært og akrarnir gjöfulir. Það væri gaman að fara aftur til Víetnams og líklega geta ferðamenn ekki gefið viðkomustöðum sínum betri vitnisburð. Stríðssafnið í Ho Chi Min-borg er fjölsótt, en þar má sjá þyrlur og skriðdreka úr útgerð Bandaríkjamanna í landinu. Víetnamar eru áfram um að setja sára reynslu stríðsins aftur fyrir sig. Taðan var flutt á vagni af akrinum í hús. Nautgripir eru þarfir við flutningar í Víetnam enda hefur vélvæðing í landbúnaði ekki rutt sér til rúms og flest er ótrúlega frumstætt. Í Víetnamstríðinu var hvað harðast barist í óshólmum Mekong-fljótsins. Nú hafa þeir verið hreinsaðir af sprengjum en hólmarnir eru líkastir aldingörðum. Siglingar um síkin eru vinsælar. Grafhýsi Ho Chi Min í Hanoi. Mikill fjöldi sækir staðinn heim á hverjum einasta degi, enda er leiðtoginn goð- sögn eins og gjarnan vill verða um slíka í rauðum ríkjum kommúnismans. ’ Flest í suðurhluta Víet- nams er gjörólíkt því sem er raunin í norðri.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.