SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Side 42
42 18. apríl 2010
Á
öndverðum 7. áratugnum var
ég að vinna uppi á Stórhöfða í
Vestmannaeyjum, Surts-
eyjargosið var í algleymingi og
ekki lítil forréttindi að fá að hafa þvílíkt
sjónarspil daglega fyrir augum. Við
bjuggum á hótel HB, sem væri ekki í frá-
sögur færandi ef þar hefðu ekki mætt
gestir sem tengjast þessari upprifjun.
Þetta voru bóhemalegir Ítalir og það
kvisaðist út að þeir væru að kvikmynda
eldstöðvarnar í Surtsey til notkunar í The
Bible in the Beginning (’66), eftir John
Huston. Ég beið þess spenntur að sjá
meistarann dúkka upp við næsta borð, en
það gerðist náttúrlega ekki. Hins vegar
njóta tökurnar sín fjarska vel, eru áhrifa-
ríkar þau fáu augnablik sem þær nýtast í
myndinni.
Öllu meira fór fyrir eldsumbrotum í
hinni fokdýru en handónýtu Krakatoa,
East of Java (’69), uppblásnu skrímsli
sem var tekin í Cinerama, hátækni kvik-
mynda 7. áratugarins. Í dag er hvort
tveggja gleymt og grafið undir þykku
öskulagi gleymskunnar, myndin og hið
risavaxna Cinerama-tjald sem átti að
breyta bíómenningunni. Krakatoa fjallar
um eitt stærsta sprengigos sögunnar og
átti sér stað á samnefndri eyju í Hol-
lensku Austur-Indíum á ofanverðri 19.
öld. Utan um þessar hrikalegu nátt-
úruhamfarir er spunnið ódýrt meló-
drama og enn ómerkilegri ástarsaga. Til
að kóróna mistökin var smalað saman af-
leitum leikhóp með Maximillian Schell í
aðalhlutverkinu og þau voru ekki til að
styðja hann Sal Mineo, Diane Baker, Bri-
an Keith eða ítalski hjartaknúsarinn
Rossano Brazzi.
Krakatoa kveikti ekki í neinum nema
ef vera skyldi hamfaramyndaframleið-
andanum Irwin Allen, sem kom með sína
jarðeldamynd, When Time Ran Out, árið
1979. Hvergi var til sparað, mannval í
hverju rúmi. Paul Newman, Jacqueline
Bisset, William Holden og Ernest Borgn-
ine í aðalhlutverkunum og sægur þekktra
nafna prýddi aukahlutverkaskrána. At-
burðarásin fer fram á eldfjallaeyju í Kar-
íbahafinu þar sem ströndin er þakin sól-
dýrkendum, loðnum um lófana. Þá fer að
gjósa og hóteleigandinn skellir skollaeyr-
um við viðvörunarbjöllunum, vill meira í
kassann, því fer sem fer. Versta goshrina
kvikmyndasögunnar fer af stað og áhorf-
endur flúðu þessa endaleysu unnvörpum.
Dante’s Peak er einn þekktasti tindur
Klettafjallanna og kennileiti landnem-
anna er þeir tóku að flæða vestur yfir
slétturnar miklu. Öldum síðar varð hann
að leiksoppi vondra kvikmyndaframleið-
enda, sem gerðu hann að vettvangi fávís-
legra náttúruhamfara. Pierce Brosnan var
fengið aðalhlutverk hins hugumstóra
jarðfræðings sem ekur á glóandi hraun-
inu á jepplingi sínum, sem fékk okkur á
eyju elds og ísa til að hlæja drýgindalega.
Mikið gátu þeir verið vitlausir þarna
vestur í Hollywood! Linda Hamilton lék
annan vísindamann, og var hún síst til að
gera verkið trúverðugra. Leikstjórnin var
í höndum Rogers Donaldson, sem hafði
m.a. sannað getu sína til að skapa ham-
farir á tjaldinu með því að gera dúllulega
mynd um menn sem hrista hanastéls-
hrærur af mikilli innlifun.
Volcano var frumsýnd sama ár og Dan-
te’s Peak, og má vart á milli sjá hvor er
verri og vitlausari. Hún státar þó alltént
af betri aðalleikara, Tommy Lee Jones,
sem er hinn mannborlegasti sem yf-
irmaður almannavarna Los Angeles-
borgar. Skyndilega er fjandinn laus, spú-
andi eldfjall opnast í miðri borginni, eins
og vandamálin hafi ekki verið næg fyrir;
rán, dráp, nauðganir, hjónaskilnaðir,
umferðarhnútar og önnur, manngerð
óáran. Flestir voru búnir að fá sig full-
sadda af þessu gúmmelaði eftir fyrsta
hálftímann, þó svo að fleiri gæðaleikarar
kæmu við sögu eins og Don Cheadle og
Anne Heche og leikstjórnin væri í slark-
færum höndum Micks Jackson.
Af þessari stuttu upptalningu má sjá að
það er minni áhætta fólgin í því að bregða
sér upp á Fimmvörðuháls og dást að
ósviknum eldsumbrotum en freistast til
þess að sjá slík fyrirbrigði á hvíta tjaldinu.
Ætli menn eigi eftir að gera kvikmynd um eldgosið á Fimmvörðuhálsi?
Morgunblaðið/RAX
Það er byrjað að gjósa!
Undanfarnar vikur
hefur litla hvíta eyjan
okkar verið leiksoppur
ýmissar óáranar, þar
með talinna elds-
umbrota sem leiðir
hugann að slíkum
hamförum á tjaldinu.
Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Fyrir skömmu birtust fregnir hér á
síðunni af endurgerð költmynd-
arinnar Fantastic Voyage, sem merk-
isleikstjórinn Richard Fleischer lauk
við árið 1966. Fleischer fékkst gjarn-
an við dýrar og flóknar stórmyndir
með vísindaskáldsögulegan bak-
grunn. Margar þeirra eru kjörnar
fyrir nýjustu tækni kvikmyndanna,
stafrænar þrívíddarmyndir. Það
kemur því ekki á óvart að auk Fan-
tastic Voyage er verið að undirbúa
endurgerð frægustu myndar Fleisc-
hers, Sæfarans, eða 20.000 Leagues
Under the Sea, sem var gerð eftir
klassík Jules Vernes. Fleischer gerði
m.a. eina stórmerkilega mynd af allt
öðrum toga, The Boston Strangler,
þar sem hann galdraði fram stórleik
hjá Tony Curtis, af öllum mönnum.
Að þessu sinni verður fjallað um þrjú
af sígildum verkum leikstjórans, sem
lést í hárri elli fyrir fáeinum árum.
20.000 Leagues under
the sea (’54)
Ein af myndum
bernskuáranna er sígild
ævintýramynd sem nýtir
til fullnustu samtíma-
tæknina til að kvik-
mynda framtíðarsýn
Vernes á undraheimum
undirdjúpanna. Kirk
Douglas leikur sæfarann
sem lendir skipreika í
klónum á hinum snaróða
Nemó skipstjóra (James
Mason), sem hefur búið
um sig í risavöxnum
kafbáti. Leikararnir, sem
einnig telja Paul Lukas
og Peter Lorre, eru óað-
finnanlegir og sama verður sagt um
sviðsmyndir og búninga. Ekkert síðri
en það sem Spielberg og Lucas gerðu
með nýrri hátækni ald-
arfjórðungi síðar. Mik-
ilfenglegt ævintýri sem
sprettur fram af síðum
Vernes undir stjórn
Fleischers.bbbbb
The Boston strangler
(’68)
Í flesta staði óaðfinn-
anleg mynd um frægan
fjöldamorðingja sem
kenndur var við Boston,
og kyrkti og svívirti
fórnarlömb sín á önd-
verðum sjöunda ára-
tugnum. Fleischer fylgir
lögreglurannsókninni
undir stjórn Henrys
Fonda og leiðir okkur
hægt og bítandi á slóð manndráparans.
Heldur athygli manns í helgreipum, að
undanskildum atriðum þar sem hann
notar „multiscreen“-tækni, tískufyr-
irbrigði sem hefur elst afleitlega.
Magnaður leikhópur styrkir myndina,
enginn betri en Tony Curtis, sem
hlaut sína einu óskarstilnefningu fyrir
kröftuga og sannarlega óvænta túlkun
á mannskepnunni og heimilisföð-
urnum Di Salvo. bbbbm
Fantastic voyage
Frumleg og minnisstæð vísindaskáld-
söguleg mynd um hóp vísindamanna
sem eru smækkaðir ásamt „geim-
skipi“ sínu og sendir inn í æðakerfi
mannslíkama til að bjarga lífi eigand-
ans, sem varð fyrir skotárás. Æsi-
spennandi, ótrúlega vel gerð mynd,
miðað við tæknina ’66, þótt efnið sé
dulítið í ætt við sápuóperu. Stephen
Boyd, Raquel Welch, Edmund O’Bri-
an, Donald Pleasance og James Brolin.
bbbb
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndaklassík
Forvitnilegustu verk Fleischers
Raquel Welch í Fantastic Voyage
Laugardagur 17.4. (Stöð 2) kl. 19:35
Ekkert ýkja frumlega fjölskyldumynd um
snobbaða chihuahua-hundstík sem hefur lif-
að gósenlífi í Beverly-hæðum en lendir í ræs-
inu í Mexíkó. Engin Prinsinn og betlarinn en
sómasamlegt Disney-grín með kátlegri tón-
list. Leikstjóri Raja Gosnell. bbb
Beverly Hills
Chihuahua
Laugardagur 17.4. (RUV) kl. 21.35.
Hér gefur að líta hinn fullkomna Hollywood-
söguþráð. Snillingurinn sem hratt rís til
hæstu metorða, steypist svo ofan í dýpsta
hellinn en sigrast á erfiðleikunum eftir hetju-
lega baráttu og á að lokum sigursæla end-
urkomu inn í samfélag manna. Margar
áhugaverðar spurningar um eðli mannshug-
ans eru dregnar fram, en Hollywood-smiðjan
felur víða í sér einföldun sem dregur úr
ánægjunni. Hlaut fjölda Óskarsverðlauna
2002. Leikstjóri Ron Howard. bbbm
Myndir helgarinnar í sjónvarpi
A Beautiful Mind –
Fögur hugsun
Kvikmyndir