SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 43
18. apríl 2010 43 H vers vegna skilja klámmyndaframleiðendur aldr- ei neitt eftir fyrir ímyndunarafl áhorfandans? Hvers vegna lifa þeir í þeim misskilningi að það sé kynferðislega æsandi að horfa nánast upp í kviðarhol kvenna? Hvers vegna afhjúpa þeir allt strax og reka það í nærmynd svo rækilega upp í andlitið á okkur að það minnir miklu meira á læknisfræðilega líffæraskoðun en eitthvað sem gæti flokkast undir erótík? En það er auðvitað heila málið: Klámmynd er klámmynd en ekki erótík. Þegar myndavélin er nánast komin upp í leggöngin, þá gæti þetta ekki verið minna spennandi, nema kannski fyrir þá sem vilja kynna sér áferð slímhúðar í læknisfræðilegum tilgangi. Aftur á móti er það sem er hulið og gefið í skyn, ævinlega svo miklu meira spennandi en það sem er rekið framan í mann grímulaust. Af því það kveikir á ímyndunaraflinu. Og þar eru engin takmörk. Ég upplifði þetta nokkuð sterkt um daginn þegar ég var stödd í Marrakesh í tíu daga. Eitt af því sem gladdi bæði augu og anda voru þokkafullu konurnar í fallegu þjóðlegu klæðunum sínum. Vissulega voru þær misjafnlega mikið huldar, sumar voru með höfuðklúta og sumar með blæju fyrir neðra andliti en aðrar létu vindinn leika frjálst í hárinu og voru ekki með hulið andlit. Þær báru sig flestar afskaplega vel og munúðarfullt göngu- lag þeirra undir skósíðum klæðunum gaf fyrirheit um bráð- lifandi líkama þar undir. Og augnaráðið, þær kunnu sko að nota það. Ógleymanleg eru draumfögur augu konu sem horfðu djúpt í mín þar sem við mættumst í mannmergðinni. Hún var hulin frá hvirfli til ilja og sálarskjáirnir hennar voru það eina sem ég og aðrir vegfarendur sáum. Það var ekkert bælt við hennar augnaráð, þvert á móti var það mjög ögrandi, eiginlega daðrandi. Ég gat alveg ímyndað mér hvernig hugsanir þeirra karl- manna sem mættu þessum augum færu á flug: Hvað bærist undir blæjunni? Hverju klæðist hún innanundir sem við ekki sjáum? Sumir segja að þær leggi mikið upp úr því að klæða sig í kynþokkafull undirföt. Og oft sá ég glitta í háhæla kvenlega skó. Eftir því sem ég var lengur í Afríku skynjaði ég fegurð ara- bískra kvenna betur, dáðist meira að klæðum þeirra, töfrum og kunnáttu í því að gefa eitthvað í skyn. Þegar ég ræddi þetta við vinkonu mína sagði hún mér frá því að mest kynæsandi dans sem hún hefði orðið vitni að hefði einmitt vera dans fullklæddrar konu frá Mið-Austur- löndum. Kona þessi tók þátt í danskeppni þar sem hálfberir kepp- endur með yfirmáta miklum mjaðmahnykkjum áttu ekki roð í hana. Hún dansaði með daðrandi en ofurfínum mjaðmahreyf- ingum og sveigði hendur á einstaklega þokkafullan hátt. Með öðrum orðum: Hún gaf í skyn og skildi mikið eftir fyrir ímyndunaraflið. Glennulegur súludans er eins og hver önnur dauðyflis- athöfn við hlið slíkrar danskunnáttu. Að lokum er vert að taka það fram að fegurð karla í Marra- kesh er ekki síðri en kvenna. Það var mjög auðvelt að drukkna í augum þeirra og blámenn þar í borg voru goðum- líkir. Hvað bærist undir blæjunni? Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín K elduhvammurinn er einn af þeim hvömmum í Hafnarfirði sem hafa sér- stöðu því að hann er ekki í Hvamma- hverfinu, þar sem hann ætti kannski að vera ef marka mætti nafnið, heldur er hann neðst á Hvaleyrarholti, fyrir neðan og innan við börðin. Þetta er róleg gata sem erfitt er að finna nema með leiðbeiningum því beygja þarf af Suð- urbrautinni inn Smárabarð eða Þúfubarð og þaðan inn Kelduhvamminn. Leigubílstjórar, sem venju- lega rata um allt, vita oft ekki hvar þessi gata er enda er hún lítil og húsin fá. „Kelduhvammurinn tilheyrir Holtinu, gamla hverfinu sem taldist Holtið áður en nýja hverfið á Holtinu reis. Byrjað var að byggja húsin á sjötta áratugnum. Mitt hús er sennilega fyrsta húsið sem byggt var við þessa götu og er þess vegna kannski eina einbýlishúsið við götuna. Það var byggt árið 1956 og þá trúlega sem endahús í götunni. Hin húsin eru flest eða öll byggð nokkrum árum síðar. Gatan hefur síðan verið lengd og hús byggð fyrir innan þannig að húsið mitt hefur ekki verið enda- hús í langan tíma,“ segir Guðrún Helga Sigurð- ardóttir sem flutti í Kelduhvamm árið 1998. Ljósið í klettinum „Fjölskyldunni hefur liðið afskaplega vel á þessum stað. Gatan er friðsæl og róleg og góður andi svífur yfir vötnunum. Við hliðina á húsinu mínu er friðað svæði, eða klettur, sem heitir Fuglstapaþúfa. Á þessum kletti var landamerki milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar í gamla daga og þess vegna er svæðið friðað. Konan sem seldi mér húsið á sínum tíma rifjaði upp sögu um að huldufólk byggi í klett- inum. Sagan segir að í gróðrarstöðinni hinum megin við Suðurbæjarlaugina hafi gjarnan sést ljós í klettinum á kvöldin og þess vegna hafi verið talið að huldufólk byggi þar. Fjölskyldunni þykir skemmtileg tilhugsun að hafa kannski huldufólk sem nágranna og því segjum við stundum þegar hlutirnir finnast ekki að það sé vegna þess að huldufólkið hafi fengið þá að láni. Við höfum aldr- ei séð huldufólk en ef slíkar verur búa í klettinum þá eru það góðir og friðsamir nágrannar.“ Gatan er miðsvæðis Guðrún Helga segir að á námsárum sínum í Finn- landi hafi sig alltaf dreymt um að búa á veður- sælum stað með stórum garði þar sem hægt væri að vera úti í garði á sumrin. „Garðurinn minn er akkúrat þannig. Hann er stór og gróinn með háum trjám þannig að það er vel hægt að flytja með allt sitt hafurtask út í garð á sumrin til að njóta veður- blíðunnar,“ segir Guðrún Helga og bætir við að kostur Kelduhvammsins sé meðal annars sá að gatan sé miðsvæðis. „Héðan er auðvelt að taka strætó því að leið eitt stoppar við enda götunnar og fer alla leið í Lækj- argötu í Reykjavík. Þá tekur ekki nema tíu mín- útur til korter að ganga niður í miðbæ Hafnar- fjarðar. Matvöruverslanir eru fjórar og allar í stuttri göngufjarlægð; ein uppi á Holti, önnur niðri við höfn og tvær á Völlum þannig að það er lítið mál að skreppa í búð ef þess þarf. Leikvöllur er í hverfinu og auðvelt að skreppa niður á Óla Run.- tún, sem er rétt fyrir neðan götuna, til að fara í fótbolta eða æfa sig í golfinu. Margir nýta sér það, jafnt íbúar í hverfinu sem utanaðkomandi fólk. Þá er Suðurbæjarlaug í nokkurra mínútna göngu- fjarlægð eins og fjölskyldan hefur óspart nýtt sér.“ Morgunblaðið/Ernir Lítil gata á Holtinu Kelduhvammur Ástjörn Reykja nesbr aut St ra nd ga ta Ásbra ut Suð urb rau t Hvammabraut Ástorg Haukatorg 1 2 1. Kelduhvammurinn er paradís fyrir manneskju eins og mig sem hefur gaman af skokki. Ég skrepp stundum í stutta hlaupatúra frá Ásvöllum í kringum Ástjörnina með Guðrúnu Ben. vinkonu minni. Í þeim túrum sjáum við að það eru fleiri en við sem hafa gaman af því að ganga eða hlaupa kringum Ástjörn- ina og nágrenni. Ég á það líka til á sumrin að hjóla eftir ströndinni út á Álftanes, í gegnum norð- urbæinn eða Setbergið, og það er alltaf jafn skemmtilegt. 2. Helgafellið og nágrenni er mikill eftirlætisstaður Hafnfirðinga. Í fjallgöngum þar hittir maður yfirleitt fjöldann allan af fólki, ýmist einstaklinga, sem leika sér að því að hlaupa frá bílastæðinu við Kaldársel að fjallinu og upp það og taka tímann í leiðinni, eða hópa sem fara í stutta og þægilega fjallgöngu á Helgafellið. Það er alltaf jafn skemmtilegt og gam- an að spjalla við þá sem maður hittir á fjallinu. Uppáhaldsstaðir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.