SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 53
18. apríl 2010 53 20. mars til 11. apríl 1. Hafmeyjan – Camilla Läckberg, Undirheimar 2. Góða nótt, yndið mitt – Dorothy Ko- omson, JPV útgáfa 3. Nemesis – Jo Nesbø, Undirheimar 4. Póstkortamorðin – Liza Mark- lund/James Patterson, JPV útgáfa 5. Hvarfið – Johan Theorin, Undirheimar 6. Meiri hamingja – Tal Ben Shahar, Undur og stórmerki 7. Land draumanna – Vidar Sundstøl, Undirheimar 8. Svörtuloft – Arnaldur Ind- riðason, Vaka-Helgafell 9. Hvorki meira né minna – Fanney Rut Elínardóttir, N29 10. Veröld sem var – Stefan Zweig, Forlagið Frá áramótum 1. Loftkastal- inn sem hrundi – Stieg Lars- son, Bjartur 2. Póstkorta- morðin – Liza Mark- lund/James Patterson, JPV útgáfa 3. Stúlkan sem lék sér að eld- inum – Stieg Larsson, Bjartur 4. Svörtuloft – Arnaldur Indriða- son, Vaka-Helgafell 5. Þegar kóngur kom – Helgi Ingólfsson, Ormstunga 6. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg, Undirheimar 7. Meiri hamingja – Tal Ben Shahar, Undur og stórmerki 8. Horfðu á mig – Yrsa Sigurð- ardóttir, Veröld 9. Bankster – Guðmundur J. Óskarsson, Ormstunga 10. Almanak Háskóla Íslands 2010, Háskóli Íslands Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundsson og Sam- kaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Einhver mest gefandi bóklestur sem ég bý að er bókin um Litla prinsinn eftir franska flugmanninn og rithöf- undinn Antoine de Saint-Exupéry (1900-1944). Í hvert skipti sem ég les bókina hugsa ég með ómældu þakk- læti til frönskukennarans míns, Sol- veigar Thorarensen, sem kynnti mig fyrir henni í menntó. Síðan þá hef ég nýtt hvert færi til að koma nafni bók- arinnar að í þeirri von að sem flestir fái pata af og lesi hana. Sá ein- staklingur sem ekki hefur gott af lestri hennar er ekki til, og þeim sem ekki tekst að njóta lestursins er ekki við- bjargandi. Sagan af litla prinsinum sem leggur á sig ferðalag frá örlitlu plánetunni sinni til jarðar á alltaf erindi til les- andans, og ekki síst um þessar mundir. Það helgast ekki einvörðungu af þeirri staðreynd að nýverið var íslenska þýðingin endurútgefin heldur ekki síður af því að boðskapur sögunnar hittir íslenska þjóðarsál lóðbeint í hjartastað, eins og mál standa. Má þetta reyndar til sanns vegar færa um fleiri bækur höf- undar, ekki síst „Terre Des Hommes“ eða Wind, Sand and Stars eins og hún nefnist á ensku. Saint- Exupéry verður nefnilega tíðrætt um hugtakið ábyrgð. Refurinn, sem litli prinsinn hittir fyrir á jörðu niðri, útskýrir hvernig ábyrgð verður til; þegar tengsl hafa orðið til, gagnvart dýri sem hefur verið tamið, blómi sem hlúð hefur verið að eða ámóta, þá er viðkomandi orðinn ábyrgur fyrir hverju því sem hann hefur tengst. Fólk sem kaupir banka og kemur á þess háttar tengslum skyldi hafa það í huga. Hin heimsfræga saga Saint- Exupérys segir gullfallega sögu um vináttu og söknuð. Undir einfaldri og næstum barnslegri framsetningu textans liggur speki svo mannbætandi að ógerlegt er að hrífast ekki með. Þá má mæla með öðrum bókum hins franska hugsuðar því sannar frásagnir hans af flugævintýrum eru dramatískar bæði og spennandi, hlaðnar heimspekilegum vangaveltum. Meðal þeirra má finna eftirfarandi: „Það sem gerir eyðimörkina fallega er það að einhvers staðar leynist í henni brunnur.“ Uppbyggilegt, nú þegar endurreisn Íslands er fyrir dyrum. Og þá eru hin frægu orð hans ekki síður viðeigandi og lýsandi fyr- ir samtímann: „Að vera maður, þegar allt kemur til alls, er að vera ábyrgur.“ Aldeilis orð að sönnu. Lesarinn Jón Agnar Ólason viðskiptafræðingur Litli prinsinn, vináttan og ábyrgðin Boðskapur sögunnar um Litla prinsinn hittir íslenska þjóðarsál lóðbeint í hjarta- stað, eins og mál standa. teiknaði geysifallega og skemmtilega myndaröð af ungum dreng sem fer um ríki sitt á hesti og hittir fyrir dýr og vætti á hverjum stað, svo skrifaði Njörður P. Njarðvík söguna eftir mynd- unum þannig að hvergi hattar fyrir.“ Silja segir að vissulega hafi menn af- sakað það á árum áður að ekki væru myndir í barnabókum með því að segja það óþarfa og eins að það væri of dýrt, „en um leið vissu allir sem hugsuðu málið að myndir eru mjög örvandi fyrir ímyndunaraflið og brýnt að kynna börn snemma fyrir myndlist“. Ástarsaga úr fjöllunum vendipunktur Ákveðinn vendipunktur í útgáfu á myndskreyttum barnabókum hér á landi var útgáfa Ástarsögu úr fjöllunum eftir þau Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington, sem kom út 1981, en í henni eru myndirnar og sagan jafnrétthá. Silja segir að hún sé meðal annars merkileg fyrir það að í henni sé Brian að hasla sér völl sem teiknari. Hann átti eftir að verða, og er, einn afkastamesti teiknari okkar þegar barnabækur eru annars vegar, en hann tekur reyndar að sér verkefni af öllu tagi og hefur að auki samið bækur sjálfur. „Þessi bók var náttúrlega mikill vendipunktur í bóka- útgáfu hér á landi því fram að því voru litprentaðar barnabækur aðallega sam- prentsbækur. Hún sýndi að það var hægt að gefa út frumsamdar mynda- bækur af þessu tagi og láta þær bera sig. Hún var líka vendipunktur fyrir hann Brian sjálfan því í vinnunni við hana kynntist hann tröllum og hefur teiknað mikið af þeim síðan og meðal annars gefið út bók um lifnaðarhætti trölla. Það er merkilegt hvað hann hef- ur sökkt sér ofan í íslenskar þjóðsögur og hvað hann hefur næmt auga. Önnur bók sem hann myndskreytti, Blómin á þakinu, sem hann vann með Ingibjörgu Sigurðardóttur, hefur ekki verið síður vinsæl. Í henni haldast líka í hendur saga og mynd, en það er einmitt mjög mikilvægt að það hvort tveggja sé gott, það er ekki nóg að hafa flottar mynd- ir.“ Þegar við veltum því fyrir okkur hvort sé til eitthvað sem hægt sé að kalla séríslenskar myndskreytingar seg- ir Silja eftir smá umhugsun að hugs- anlega sé það einmitt sú staðreynd að myndirnar séu ekki eins áferðarmjúkar og fágaðar og tíðkast hefur víða erlend- is. „Fólkið hans Halldórs er ekki frítt og ekki heldur tröllin hans Brians og dæmi eru til um myndskreytingar sem falla útlendingum ekki í geð. Ég fór til dæm- is á bókamessuna í Frankfurt með Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þor- steinsson, sem kom út 1986, og sýndi erlendum útgefendum. Þeim fannst sagan heillandi, en urðu beinlínis hræddir þegar nátttröllið kom út úr helli sínum, svo stórt og hrikalegt. Þeir sögðu: svona bók er ekki hægt að gefa út hjá okkur. Við erum aftur á móti bú- in að hræða íslensku börnin öldum saman og þeim finnst þetta ekkert mál.“ öldum saman Halldór Pétursson var gríðarlega afkastamikill teiknari með sterkan stíl og hann var aldrei sykursætur. Vigfús Friðriksson ljósmyndari skreytti Ugluspegil með dúkristum. ’ [U]m leið vissu allir sem hugsuðu málið að myndir eru mjög örvandi fyrir ímyndunar- aflið og brýnt að kynna börn snemma fyrir mynd- list“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.