SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Síða 54
54 18. apríl 2010
Þ
jóðleikhúsið fór af stað eins og
kerling sem að eigin sögn „á
ekkert til“ en heldur samt
veislu; skóflar fram tertum og
flatkökum með hangiketi, upprúlluðum
pönnukökum, ástarpungum og heima-
bökuðu brauði með þykku lagi af heima-
gerðri kæfu. Ber fram lútsterkt kaffi og
sparar ekki í það rjómann fyrir þá sem
slíkt vilja hafa. Kerling sem hvetur gest-
ina frekar en letur að „gera sætt“ – því
nógur sé kandísinn. Kerling sem heldur
með úrtölum dásamlegt kaffiboð – „jú
þar er snurðan“ – það var meiningin að
þetta yrði matarboð.
Við opnun Þjóðleikhússins var lítið til –
af leikritum, íslenskum. Því var brugðið á
það ráð að taka það sem best var til af
þjóðlegu leikhæfu bakkelsi; Fjalla-
Eyvind og Nýársnóttina og slengja því
fram af krafti en á sömu rómantísku rós-
óttu diskunum og áður. Svo var hrært í
leikgerð; Íslandsklukkuna. Þetta þótti
allgott – enda er það gott – á sínum stað á
sínum tíma. Og kannski alltaf? Ágæt Ís-
landsklukka Lárusar Pálssonar gaf tón-
inn um það sem koma skyldi; leik-
gerðaskriðan var runnin af stað. Þann
flaum hefði mátt stilla annað veifið og
hlífa þannig á stundum bæði skáldskap
og mönnum.
Þarna strax í árdaga leikhússins birtist
feimni við erlenda meistara, líkt og kerl-
ingin treysti sér ekki í framandi rétti
þrátt fyrir að vera kannski bæði hús-
mæðraskólagengin og sigld. Þó brá fyrir
tilþrifum í verkefnavali og feimnin við
klassískar hetjur var ekkert meiri þá –
merkilegt nokk – en nú en hún smárann
þó af; Shakespeare og Moliére birtust
fljótlega og Ibsen og Tsjekov og Miller og
Shaw. Það var þá. Kerlingin stóð sig bara
nokkuð vel, þá. Hún mætti gjarna rifja
upp kynnin við þessa meistara oftar og af
meiri dirfsku, nú.
En Þjóðleikhúsið á ekki bara að vera
kerling með svuntu sem raðar tertum á
borð. Hlutverk þess á líka að vera það að
hlúa að æskunni bæði með því að „gefa
börnum brauð“ í listrænum skilningi og
eins með því að gefa ungu listafólki tæki-
færi til að þroskast og vaxa í skjóli. Líkt
og kynslóðirnar hafa vaxið fram hlé-
megin við ömmur allra tíma; gamlar
konur sem vernda og rækta og gauka ný-
bökuðu að þeim sem sitja í hlýjunni. Sem
betur fer hefur Þjóðleikhúsið oft verið sú
kerling og ekki síst nú á síðustu miss-
erum. Það ber að þakka.
Þjóðleikhúsið á líka að vera kerlingin
sem bankar í gluggann þegar þjóðin er
hálfvitlaus úti í garði að sparka upp rós-
unum sem plantað hefur verið með erf-
iðismunum í norðanroki og sjávarseltu.
Skammir leikhússins þurfa að heyrast þó
svo ekki nokkur maður fari eftir þeim
fyrr en seinna; eftir uppvaskið kannski,
eða á síðustu stundu framan við hið
Gullna hlið. Gamla konan Þjóðleikhúsið á
einnig að vera til staðar þegar þjóðlífið
liggur dautt og í dróma; þá á hún að
hvetja og kalla fólk saman til verka. Þá á
leikhúsið að efla anda framfara líkt og
lagt var upp með forðum þegar mönnum
datt þetta í hug til að byrja með: Að lítil
þjóð þyrfti leikhús, Þjóðarleikhús.
Og þegar sálin er meidd. Þegar svolar
samfélagsins hafa skandalíserað á þorra-
blótinu og gráta skömmustulegir, daginn
eftir, slagsmálin við dyravörðinn og upp-
köstin yfir bringukollana á hlaðborði
kvenfélagsins. – Þá á að vera til leikhús
sem sansar, eins og blíð amma, óláta-
belgina (kannski má færa að því rök að
þetta sé úrelt sjónarmið; hafi dáið þegar
menn hættu að kunna að skammast sín).
Hvað um það, huggandi kerling sem gerir
gott úr er nauðsyn hverjum breyskum
manni. Hið ljúfa áminnandi leikhús
nauðsyn hverri þjóð. Á þennan flöt leik-
hússins reynir mjög um þessar mundir.
Sumt er þar að takast vel en annað mið-
ur, eins og gengur.
Margir leita gleðinnar í leikhúsinu,
vilja einvörðungu ærsl og hlátur, grín og
trúðskap. Um það er ekkert nema gott
eitt að segja, því allt er þetta mannbæt-
andi þungri þjóð. Hlýleg kerling gleðst
með glöðum og hlær dátt þegar færi gefst
af því að hún þekkir af langri ævi græð-
andi mátt gleðinnar. Þessum þætti hefur
Þjóðleikhúsið alltaf sinnt ágætlega þótt
verkefnavalið mætti stundum vera
metnaðarfyllra og klassísk fyndni meira
áberandi.
Þó svo að maður gangi nú undir manns
hönd við það að telja þjóðinni trú um að
hún sé ekki þjóð heldur eitthvað annað –
kannski samfélag gleymdra þurfamanna
– eða kannski enn frekar bandalag sið-
blindra þjófsnauta – þá breytir það ekki
því að við erum samt þjóð og þurfum nú
sem aldrei fyrr okkar Þjóðleikhús að
styrkja þau bönd sem gera eina þjóð að
Þjóð. Núna og nákvæmlega núna þurfum
við Þjóðleikhús sem fer í öll hlutverk
kerlingar sem að ofan eru talin.
Þegar hugmyndinni um óskabarnið
sleppti tók við hin um musterið; musteri
íslenskrar tungu. Kannski áttu þær jafn-
vel að vinna hver með annarri, þessar
hugmyndir? Það gildir einu, báðar eru
jafn fráleitar. Ef eitthvað hefur staðið
orðspori, virkni og alþýðleik hins ís-
lenska Þjóðleikhúss fyrir þrifum þá er
það þessi undarlega musterishugmynd.
Allar þær uppskrúfuðu stellingar sem
hún hefur kallað fram bæði hjá lærðum
og leikum hafa bara verið til tjóns. Okkur
Íslendingum passa ekki musteri því við
erum alin upp í skoti hjá kerlingum sem
þurftu ekki slíkt; kerlingum sem höfðu
yfir gott og elskuðu móðurmálið, kenndu
vers og vísur. Kerlingum sem túlkuðu ís-
lenskuna með blæbrigðum sem duga – ef
rétt eru eftir höfð og eðlilega tamin – á
hvaða Shakespeare og Sófókles sem er.
Að lokum er spurt: Hefur sú gamla
dugað? Að minnsta kosti þykir mér vænt
um þessa kerlingu sem Þjóðleikhúsið
varð fyrir aldur fram; hún hefur svo oft
verið svo dæmalaust góð við mig og allt
mitt fólk. Þjóðina. Það er því af hlýhug,
einlægni og virðingu sem ég óska Þjóð-
leikhúsinu til hamingju með afmælið –
það lengi lifi!
Þjóðleikhúsið
60 ára:
Óskabarn eða
kerling?
Sextíu ára afmælis Þjóðleikhússins er fagnað með þjóðlegu bakkelsi í sumarbyrjun.
Morgunblaðið/Golli
Stundum er – og þá helst á tyllidögum – talað um
Þjóðleikhúsið sem óskabarnið sem þjóðin ól á
fyrstu dögum lýðveldisins, reyndar eftir eina
lengstu meðgöngu sem sögur fara af. Stofnun
Þjóðleikhúss var auðvitað ákveðin yfirlýsing um
að hér byggi þjóð sem væri alvöru. En að líkja
Þjóðleikhúsinu við barn og allt tal um slit á
barnskóm, svo og tal um erfið unglingsár og síð-
an um brokkgengan þroska sem endalaust má
bíða eftir er hjóm eitt. Í raun öfugmæli.
Guðmundur S. Brynjólfsson gummimux@simnet.is
Lesbók