SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 12
12 6. júní 2010 M á fólk búast við miklum breytingum með komu þinni í bankann? „Það má alltaf vænta ein- hverra breytinga þegar nýr maður kemur í brúna. Til að byrja með þarf ég að átta mig betur á innviðunum og fólkinu í bankanum, ákveða hver forgangsatriðin eru og hvar eru tilefni til breytinga.“ – Mun starfsfólki fækka í uppsögnum? „Ég hef ekki mótað mér afstöðu til þess en það er ljóst að bankinn þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Þetta er miklu minni banki en hann var og þegar er búið að stilla hann af að vissu marki. Við munum halda áfram þeirri vinnu, og til að mynda hefur verið hagrætt í útibúaneti bankans og er það nú það hagkvæmasta hér á landi. Aðalmálið í bankaviðskiptum er traust og við þurfum að byggja það upp. Það gerum við ekki með því að auglýsa heldur verðum við að ávinna okkur traustið. Það gerum við með því að sýna með skýrum hætti að við gerum hlutina öðruvísi en áður. Við þurfum líka að styrkja ákveðna hluti í innviðum bankans og það hefur verið unnið talsvert í því en við þurfum að gera betur. Síðan þarf að vinna vel í takt við aðra aðila í fjármálakerfinu, s.s. eftirlitsaðila og önnur fjármálafyrirtæki, svo menn vinni saman að því að byggja þetta traust upp. Það er hins vegar ekki skammtímaverkefni.“ – Eitt sem snýr að traustinu er eignar- hald bankans, veist þú hverjir eiga hann? „Eignarhaldið er tiltölulega skýrt. Rík- ið á 13% og eignahaldsfélagið Kaupskil á 87%. Bak við Kaupskil eru kröfuhafar gamla Kaupþings, sem eru margir; er- lendir bankar og sjóðir en einnig inn- lendir aðilar eins og lífeyrissjóðir og Seðlabankinn. Þetta er breiður hópur sem er ekki fastur heldur alltaf að breytast. Ný stjórn bankans tók til starfa 18. mars og og hún réð mig til starfa mánuði síðar. Ég kom svo til starfa núna 1. júní þannig að þetta er allt að taka á sig ákveðna mynd.“ – Nú starfar stjórnarformaðurinn í út- löndum. Er ekki óþægilegt að hann sé fjarri? Heldurðu að þú munir hafa nægan stuðning við stórar og erfiðar ákvarðanir? „Stjórnarmennirnir eru sex, þrír er- lendir og þrír innlendir. Þetta er allt mjög reynt fólk í rekstri fyrirtækja og fjár- málastofnana og það verður gríðarlegur styrkur í að hafa útlendingana með okk- ur. Formaðurinn heitir Monica Caneman og er sænsk en hún er í stjórnum nokk- urra fyrirtækja, aðallega í Skandinavíu. Þetta er mjög öflug manneskja sem hefur mikla bankareynslu og af stjórnarfor- mennsku í stórum fyrirtækjum og ég held að við eigum frekar eftir að njóta þess heldur en hitt. Kannski verða vinnu- brögðin öðruvísi en við erum vön en við munum finna okkar takt enda er þetta mjög algengt í samsetningu stjórna í fyr- irtækjum.“ Frestun á skráningu Haga – Það hefur gustað um ýmsar ákvarðanir í Arion banka undanfarið þar sem hæst ber ráðstöfun Haga og Samskipa. Það stóð til að skrá Haga í Kauphöllina í þessum mánuði. Stendur sú ákvörðun? „Nei, Hagar verða ekki skráðir í Kaup- höllina núna í júní heldur þegar líða tekur Morgunblaðið/Eggert Áfram undir smásjánni Það hefur gustað um Arion banka undanfarin misseri, m.a. vegna sölu Haga, endurskipulagn- ingar Samskipa, hugmynda um bónuskerfi og stöðu starfsmanna sem áður unnu hjá Kaup- þingi. Höskuldur H. Ólafsson tók við banka- stjórastólnum í vikunni. Viðtal Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Aðalmálið í bankaviðskiptum er traust og við þurf- um að byggja það upp. Það gerum við ekki með því að auglýsa heldur verðum við að ávinna okkur traust- ið,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, nýr bankastjóri Ar- ion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.