SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 18
18 6. júní 2010 Þ orvaldur Halldórsson er úti á palli við heimili sitt á Selfossi að hreinsa ösku þegar mig ber að garði í glampandi sólskini. Sunnlendingar eru greinilega ekki búnir að bíta úr nálinni með eldgosið. Söngv- aranum þykir það þó vægt gjald að gjalda fyrir að búa í Paradís á jörð. „Hér er yndislegt að vera, mikil kyrrð og lífið á allan hátt einfalt. Það er líka stutt í alla þjónustu,“ segir hann þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir á pall- inum. „Við hjónin bjuggum áður í blokkaríbúð í Breiðholtinu og vorum að svipast um eftir sumarbústað þegar við duttum niður á þetta hús fyrir sex árum. Hér get ég vel hugsað mér að vera þang- að til ég dey.“ Tilefni heimsóknarinnar er endur- útgáfa plötunnar Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög sem upprunalega kom út árið 1966. „Tildrög plötunnar voru þau að ári áður hafði ég sungið inn á tvær fjögurra laga plötur ásamt Hljóm- sveit Ingimars Eydals, meðal annars lag- ið Á sjó sem sló rækilega í gegn,“ rifjar Þorvaldur upp. „Eftir það hafði Svavar Gests samband við mig og spurði hvort ég væri ekki til í að gera heila sjó- mannaplötu. Mér var það ljúft og skylt enda kominn af sjómönnum á Siglu- firði.“ Öll þjóðin þekkir Þorvald Á upprunalega plötuumslaginu gerir Svavar Gests eftirfarandi grein fyrir plötunni: „Þorvaldur Halldórsson var óþekktur söngvari fyrir einu ári. En þá söng hann lagið Á sjó inn á hljómplötu og síðan hefur þetta lag heyrzt í óska- lagaþáttum útvarpsins oftar en nokkurt annað lag, enda hljómplatan selzt í helmingi stærra upplagi heldur en nokk- ur önnur íslenzk hljómplata. Nú þekkir öll þjóðin Þorvald. [...] Slíkar eru vinsældir Þorvaldar að ekk- ert þótti eðlilegra en að fá hann til að syngja inn á tólf laga plötu eins fljótt og því varð við komið. Og fyrir valinu urðu að sjálfsögðu lög í sama anda og Á sjó; sjómannalög. Sjómannalög hafa löngum fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum og leikur varla vafi á að þessi ágæta plata Þorvaldar Halldórssonar á eftir að hljóta varanlegar vinsældir.“ Þess má geta að hið rómaða lag Á sjó er aukalag á nýju útgáfunni. Platan mæltist vel fyrir á sínum tíma og var mikið spilað af henni í óskalaga- þáttum í útvarpi, einkum Óskalögum sjómanna, af skiljanlegum ástæðum. Má þar nefna lög eins og Ég er sjóari, Nú hugsa ég heim, Sjómannavalsinn og Sjó- mannakveðju. Undirleik annaðist Hljómsveit Ingimars Eydals. „Stjórnand- inn var búinn að spila þessi lög svo oft að hann var farinn að segja: Hér kemur hann Valdi okkar!“ segir Þorvaldur og hlær. Ætlaði ekki að verða frægur Vinsældirnar komu Þorvaldi í opna skjöldu. „Ég stefndi aldrei að því að verða frægur. Ég var að syngja með Hljómsveit Ingimars Eydals í Sjallanum á Akureyri á þessum tíma og leit bara á þetta sem skemmtilega og skapandi vinnu með góðu fólki. Það var heldur ekki eins og þetta væri vel borgað, ég hafði ekki einu sinni efni á því að kaupa mér bíl á þessum tíma,“ segir hann og brosir í kampinn. Eðli málsins samkvæmt var Þorvaldur í miklu uppáhaldi hjá sjómönnum og fjölskyldum þeirra og er enn. „Ég finn það vel þegar ég fer út á land á vegum kirkjunnar til að spila og syngja. Það er útilokað að byrja á öðru lagi en Á sjó.“ Raunar er leitun að þekktara dæg- urlagi á Íslandi, allir þekkja Á sjó, líka yngsta kynslóðin. „Fyrir nokkrum árum var ég að koma út úr búð í Breiðholtinu og labbaði framhjá hópi þrettán ára drengja,“ segir Þorvaldur. „Þá heyrist skyndilega sagt djúpri röddu innan úr hópnum: „Á sjó.“ Ég varð steinhissa en ákaflega glaður.“ Lagið hefur fylgt Þorvaldi alla tíð og er í hugum margra órjúfanlegur hluti af honum. „Ég fékk nóg af laginu á tímabili Sjómennska upp í harða landi Flestir kannast við Þorvald Halldórsson. Allir við Þorvald á sjó. Fáir Íslendingar eru tengdir hafinu eins sterkum böndum og þessi djúpraddaði söngvari en á morgun, mánudag, verður einmitt endurútgefin plata frá árinu 1966, þar sem hann syngur sjómannalög. En skyldi Þorvaldur ein- hvern tíma hafa verið á sjó? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þorvaldur Halldórsson við hljómborðið í litlu stúdíói sem hann hefur komið sér upp á heimili sínu á Selfossi. Endurútgáfa plötunnar Þorvaldur Hall- dórsson syngur sjómannalög leggst ágætlega í söngvarann. Hann viðurkennir þó að hann beri blendnar tilfinningar í brjósti. „Þegar þeir hringdu frá Senu og spurðu hvort þetta væri ekki í lagi mín vegna svaraði ég játandi. Ég hef hins vegar lítið hlustað á og flutt þessi lög í seinni tíð og dró gömlu plötuna því fram,“ segir hann og fitjar upp á nefið. „Þetta er að mörgu leyti vel gert hjá okkur en það leynir sér ekki að platan er barn síns tíma. Ég fór hins vegar að æfa sum lögin upp til að hafa á takteinum og hef aðeins verið að syngja þau fyrir eldri borgara. Fólk hefur verið mjög þakklátt enda eru miklar minningar tengdar þess- um gömlu lögum. Sumir segjast yngjast upp og aðrir segja þetta gefa sér gríð- arlega mikið. Ég hef mikið verið spurður hvort ekki sé til diskur með þessum gömlu sjómannalögum og núna get ég loksins svarað því játandi. Það er ánægjulegt.“ Tímarnir breytast og mennirnir með og Þorvaldur segir suma textana á plötunni sér alls ekki að skapi í dag. „Sumir þeirra eru of dapurlegir fyrir minn smekk, eins og Nú hugsa ég heim og Á leið frá þér. Þetta eru blúsaðir, angurværir textar sem ég vil síður syngja í dag. Ég vil hafa meiri gleði í þessu.“ Barn síns tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.