SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 24
24 6. júní 2010 Á yfirbyggðu útisvæði stormar hópur krakka um á hopp- boltum, smiðshögg berast að neðan frá leiksvæðinu og í einu horni svalanna sitja arkitektar framtíð- arinnar og byggja hús úr hola–kubbum. Á meðan fá litlu stubbarnir sér lúr í einu hreiðrinu innandyra. Við erum stödd í Krikaskóla í Mosfellsbæ, sem nýverið opn- aði dyrnar að nýju skólahúsnæði, en í skól- anum er leikskólastigið og yngsta stig grunnskólans brædd saman í eina heild. Þannig verða nemendurnir á aldrinum eins til níu ára þegar skólinn verður fullskip- aður. Hönnunarferli skólans hófst árið 2007 þegar Mosfellsbær auglýsti eftir hópum til að taka þátt í samkeppni um hönnun skóla fyrir börn á aldrinum eins til níu ára. „Það var svolítið óvenjulegt að óskað var eftir því að í teymunum væru arkitektar, verk- fræðingar, landslagsarkitektar og skóla- ráðgjafar sem ynnu að skólastefnu,“ út- skýrir Steffan Iwersen, arkitekt hjá Einrúmi, sem hlaut hnossið ásamt arki- tektastofunni Arkiteo. Auk þeirra voru í hönnunarteyminu Emil Guðmundsson, landslagsarkitekt frá Suðaustanátta, verk- fræðingar frá VSB, Helgi Grímsson, skóla- stjóri Sjálandsskóla, Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri og Andri Snær Magnason rithöfundur. „Það var líka óvenjulegt að í venjulegum samkeppnum fá arkitektar yf- irlit yfir hvaða rými eiga að vera í bygging- unni og hugmyndafræði hússins, en það var ekki í þessu tilfelli. Okkur var bara sagt að finna út hvað ætti að vera í húsinu enda var það okkar hlutverk að búa til skóla- stefnuna.“ Fljótlega í hönnunarferlinu ákvað hóp- urinn að ganga út frá hugmyndinni um lífsins tré við hönnun á skólanum eins og kollegi Steffans hjá Einrúmi, Kristín Brynja Gunnarsdóttir, útskýrir. „Við ákváðum líka að hafa skólann á tveimur hæðum og hafa þau fög sem krefjast mikillar virkni á neðri hæðinni. Þar eru tónlistar- og hreyf- irými, matsalur og ýmsar smiðjur, t.d. fyrir myndlist, matreiðslu og fleiri. Uppi eru hins vegar leik- og kennslurými. Brúnn litur er niðri við jörðina þaðan sem tréð vex upp en stofninn er stiginn í miðrými hússins. Hann kvíslast svo eins og greinar upp á efri hæð- ina – trjákrónuna – þar sem græni liturinn er allsráðandi og hreiðrin halda enn þéttar utan um börnin en gert er annars staðar í húsinu.“ Skóli sem dafnar vel Þau segja það hafa verið lærdómsríkt að vinna með skólafólki eins og Helga og Sig- rúnu að því að móta stefnu skólans. „Kennsla er í dag ekki lengur í afmörkuðu rými þar sem kennarinn situr og fræðir krakkana einhliða heldur er mikil gagn- virkni fram og til baka, ekki bara frá kenn- ara til nemenda heldur líka milli nemenda, milli aldurshópa og milli kennara,“ segir Steffan. „Við þurftum að skapa umhverfi utan um þetta. Við höfum sagt að skóli sé ekki undirbúningur fyrir lífið, heldur er hann lífið í sjálfu sér. Við eyðum svo mikl- um tíma í skóla – tuttugu, jafnvel þrjátíu árum og þá er það stór hluti af lífinu.“ Einar Ólafsson, arkitekt hjá Arkiteo, tekur undir þetta. „Þetta var mjög skemmtileg vinna enda hef ég ekki upp- lifað áður jafn sterkt að vinna svona heild- stætt með ólíku fólki. Þarna voru það ekki bara arkitektinn og verkkaupinn sem funduðu heldur leystu skólaráðgjafar, verkfræðingar, hönnuðir og heimspek- ingar úr öllum málum á sameiginlegum fundum.“ Og þau segja frábært að sjá húsið rísa og fyllast lífi. „Það besta er að sjá að skólinn virki. Þá líður manni vel því þá hefur barnið vaxið vel.“ Leika og læra í lífsins tré Tveir mánuðir eru síðan ný bygging Krikaskóla í Mosfellsbæ var tekin í notkun en í hönnunarferlinu var byggingin mótuð samhliða stefnu skól- ans, sem er um margt nýstárleg. Myndir: Haraldur Guðjónsson hag@internet.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Kristín Brynja Gunnarsdóttir og Steffan Iwersen hjá Einrúmi og Einar Ólafsson frá Arkiteo. ’ Við höfum sagt að skóli sé ekki und- irbúningur fyrir lífið, heldur er hann lífið í sjálfu sér. Við eyðum svo miklum tíma í skóla – tuttugu, jafn- vel þrjátíu árum og þá er það stór hluti af lífinu. Mörkin milli inni og úti eru óskýr þar sem víða er hægt að ganga beint úr innirýmum út á yfirbyggð útisvæði með gervigrasi sem verða eðlilegt framhald af kennslurýmum og nýtast einnig sem slík. Steinar sem stingast upp úr stéttinni á skólalóðinni eru skemmtileg leiktæki. Nið- urfallsgrindin handan steinanna er til að taka við fossi sem steypist fram af þakbrún skólans í rigningu. Krikaskóli var tekinn í notkun í mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.