SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 47
6. júní 2010 47 LÁRÉTT 3. Rámur borði með sjómanni. (6) 7. Fár hikar í ruglingi mikilvægrar. (9) 9. Fötluð sneiðir boða. (9) 10. Tíu kláruðust í keppni. (8) 12. Bölvaður er drukkinn. (7) 13. Lundinn þvælist fyrir földum. (6) 15. Allt í lagi, Hertz sýnir óeðlilegu álagninguna. (5) 17. Götin á ástarörinni. (5) 18. Alls til Norðurlandabúans. (6) 19. Rukum milli tveggja heilagra og komum við þá í leiðinni. (9) 20. Erlend kona er smávegis iðandi á tímabilinu. (8) 22. Ein betri er samt fábreyttari. (9) 24. Brjálaður eins og grjót út af lítilli fjarlægð. (9) 26. Fæst ráðlegging sem blási frá stjórnanda. (11) 28. Frost í fimbulkulda hjá leiðtoga. (6) 29. Hún franska slagar að lokum eða hvað? (7) 30. Draugur kippti sér upp við látbragð að sögn. (10) 31. Ennþá hefur afkvæmi mann. (6) 32. Já, latti einhvern veginn til að finna inniskó. (7) 33. Sjá slána sem stundum nær að takast. (6) LÓÐRÉTT 1. Eyja sem er upphrópun sjómanna. (7) 2. Tré sem notað er í fjöl er söngur. (10) 3. Af hverju sjáum við tvo með þyrni við að hreinsa? (7) 4. Mál stoppar tækin. (10) 5. Gunnar einan meiddir þegar þú skaust. (8) 6. Lágvaxin tré úr grjóti finnst hjá lömuðum. (11) 8. Járn og tin í skrefunum. (5) 11. Þið versnið einhvern veginn af skurðinum. (10) 14. Suð frá einhverju ofan af. (5,2) 16. Maturinn sem er valið. (9) 19. Sér ein næst komandi líkamshluta eða deili. (11) 21. Ein rauf ryk frá svipuðum. (10) 23. Atferli sem er stórt hjá Erni. (8) 24. Matvæli lögð hjá leikinni. (8) 25. Pabbi hjartardýrs þvældist um. (7) 27. Gap djöfla stendur lengi. (6) 28. Málmur fæst úr kókómalti með því að sleppa móki fyrir Bjarna. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausn- inni í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 6. júní rennur út fimmtudaginn 10. júní. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 13. júní. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 23. maí sl. eru Gísli og Kári. Þeir hljóta í verðlaun bókina Friðlaus eftir Lee Child. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk um síðustu helgi. Hann missti að- eins niður ½ vinning en gamli skólafélagi hans úr Rimaskóla, Ingvar Ásbjörnsson, átti þó unnið tafl lengst af gegn Hjörv- ari sem tókst að bjarga sér í hróksendatafli tveim peðum undir. Mót þetta er án efa sterk- asta unglingaskákmót sem haldið er á hverju ári og dregur jafnan til sín flesta þá pilta og stúlkur sem fremst standa í ald- ursflokknum 20 ára og yngri. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 ½ v. (af 7) 2. Ingvar Ásbjörnsson 5 ½ v. 3. – 4. Mikael Jóhann Karlsson og Örn Leó Jóhannsson 5 v. 5. – 9. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Helgi Brynj- arsson, Guðmundur Kristinn Lee, Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir og Dagur Ragnarsson. Keppendur voru 32 talsins. Veitt voru sérstök verðlaun í flokki keppenda sem eru 14 ára og yngri og hlaut þau Dagur Ragnarsson en í flokki 12 ára og yngri varð hlutskarpastur Jón Trausti Harðarson. Sérstök stúlknaverðlaun komu í hlut Hallgerðar Helgu Þorsteins- dóttur. Ýmsir ungir skákmenn eru greinilega að bæta sig veru- lega þessa dagana og má þar t.d. nefna hinn 16 ára gamla Örn Leó Jóhannsson sem hefur hækkað gríðarlega í stigum undanfarið. Hann hefur til að bera aðdáun- arverða hugarró sem er senni- lega einhver besti kostur sem prýtt getur nokkurn skákmann. Mikil tilþrif voru hjá ýmsum öðrum og hugmyndaflugið óbeislað. Dagur Ragnarsson kemur úr vaskri sveit Rimaskóla og náði bestum árangri í flokki 14 ára og yngri þó hann sé að- eins 12 ára. Faðir hans Ragnar Hermannsson tefldi mikið á sín- um yngri árum áður en hann sneri sér að handknattleik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Afinn Hermann Ragnarsson var allt í öllu hjá Taflfélagi Reykjavíkur í byrjun sjöunda áratugarins auk þess að vera sterkur skákmaður. Það er ekki ónýtt að hafa slíka menn til að tefla við. Í eftirfarandi skák mætir Dag- ur Páli Andrasyni, einum öfl- ugasta liðsmanni Salaskóla og vinnur með tilþrifum: Meistaramót Skákskóla Ís- lands 2010; 6. umferð: Páll Andrason – Dagur Ragn- arsson Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Be7 5. cxd5 exd5 6. Bg5 O-O 7. e3 h6 8. Bxf6 Bxf6 9. h3 He8 10. Bd3 c6 11. O-O Be6 12. Hc1 Rd7 13. Re2 Rb6 14. b3 Be7 15. Rf4 Bd6 16. Rxe6 Hxe6 17. Dc2 De7 18. He1 He8 19. a4 g6 20. He2 a5 21. Hce1 Bb4 22. Rd2 Df6 23. g3 Rd7 24. Kg2 Rf8 25. f4 H6e7 26. f5 gxf5 27. Kf2 f4! 28. gxf4 Eftir klassískt drottning- arbragð þar sem svartur má vel við una eygir hann möguleika á magnaðri hróksfórn. 28. … Hxe3?! Það er erfitt að standast slíkar freistingar en lausleg athugun á stöðunni leiðir í ljós að ná- kvæmara var 28. … Kh8. 29. Hxe3? Páll varð að gefa sér aðeins meiri tíma því hér átti hann 29. Hg1+! t.d. 29. … Rg6 30. Hxe3! Dxf4+ 31. Hf3! og hvítur vinnur. 29. … Dxf4+ 30. Rf3 30. Hf3 er ekkert betra því svartur á 30. … Dh2+! 31. Kf1 Dh1+ og vinnur. 30. … Bxe1+ 31. Hxe1 Hxe1 32. Kxe1 Dxf3 33. Be2 Dxh3 34. Dd2 Dg3+ 35. Kf1 Rg6 36. Dxh6 Df4+ 37. Dxf4 Rxf4 Eftirleikurinn er auðveldur og Dagur innbyrðir vinninginn af miklu öryggi. 38. Bg4 Re6 39. Ke1 Kf8 40. Kd2 Rxd4 41. Bc8 Rxb3+ 42. Kc3 Rc5 43. Kd4 b6 – og hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Meistarar framtíðarinnar Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.