SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 48

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 48
48 6. júní 2010 Á síðustu öld mótuðu fræði- mennirnir Milman Parry og Albert Lord skilning okkar á því hvernig fastmótuð orða- sambönd (formúlur) og efniseiningar (þemu) gera sagnasöngvurum kleift að flytja og yrkja munnleg kvæði við- stöðulaust – án þess að hafa lært þau ut- anað í bóklegum skilningi. Kvæðahefðin sem þeir rannsökuðu var lifandi á Balkanskaga og með henni vörp- uðu þeir ljósi á Hómerskviður og önnur fornkvæði sem sprottin eru af vörum kvæðamanna, fremur en ort af skrifandi skáldum. Um skeið urðu rannsóknir á formúlum áberandi en mörgum þótti sem hugmyndin um fastmótaðar formúlur og þemu drægi úr listrænu gildi kvæðanna og sköpunargáfu skáldanna. Á móti var bent á að sumir næðu valdi á hefðinni og not- uðu formúlur og þemu til að koma sínum erindum að með skapandi hætti, á meðan aðrir væru eingöngu bundnir af hefðinni og hefðu litlu við hana að bæta. „Veldur hver á heldur“, ætti við þarna líkt og víð- ar. Vegferð skáldskaparins frá munnlegri formúluhefð til höfundarverka var sam- ferða þróun og útbreiðslu ritunar. Um leið og menn áttuðu sig á því að þeir gætu samið orðlistaverk í varanlegt form rit- málsins með tiltölulega ódýrum hætti var hægt að sprengja upp stíl, form og efnis- tök – þannig að hinn nafngreindi höf- undur í nútímalegum skilningi varð til. Og er þá oft horft til Ítalans Dante Alighieri sem hins áhrifamikla frumkvöðuls. Það hefur einnig komið í ljós að fleiri en munnlegir kvæðamenn grípa til formúlna og fastmótaðra byggingareininga þegar þeir flytja mál sitt viðstöðu- og blaðalaust. Sjónvarpspredikarar eru þekkt dæmi, einnig uppistandarar og rapparar. Að ekki sé talað um stjórnmálamenn sem hafa margir fremur fábreyttan formúluforða um sín helstu þemu en þurfa engu að síður að tala linnulítið. Velgengni þeirra ræðst af því hve vel þeir virkja formúlurnar og koma sjálfum sér á framfæri um leið. Les- endur geta sjálfir búið sér til lista um þá stjórnmálamenn sem ráða bæði við hefð- ina og lyfta sér upp fyrir hana þannig að fólk heyri þá hugsa um leið og þeir tala. Hver hefð kemur sér upp sínu form- úlusafni þannig að hlustendur vita óðara hvers kyns er; til dæmis hvort verið er að grínast eða taka á efnahags- og atvinnu- málum sem þurfa að hafa algjöran forgang í þeim aðgerðapakka sem kemur inn á borð stjórnvalda í kjölfar viðræðna aðila vinnumarkaðarins … Ýmsar bókmennta- greinar hafa einkennandi formúlur, sbr. upphafsorðin „einu sinni var“ sem kveikja á ævintýrastillingu heilans. Stí- leinkenni þjóðsögunnar, sem við erum vön að tengja við gamla bændasamfélagið, urðu efniviður Gunnars Harðarsonar, Magnúsar Gestssonar og Sigfúsar Bjart- marssonar í Tröllasögum sem komu út ár- ið 1991. Þar taka þeir hefðbundin þemu og formúlur þjóðsagna en nota nútímann sem sögusvið. Þannig verður til fyndin togstreita stíls og efnis, sem kemur les- endum á óvart og dregur fram nýja merk- ingu í stirðnuðum frásögnum um Ásu, Signýju og Helgu og tröllið ógurlega. Hér eru þær systur í Breiðholtinu sem sækja skemmtanir í Fellahelli og lenda í klónum á leðurklæddum mótorhjóladelum. Gaml- ar sögur öðlast nýtt líf þegar klisjurnar fjalla um þekktan veruleika. Með því að ná valdi á orðfæri hefð- arinnar nær fólk valdi á umræðunni og mótar hugmyndir annarra. Margir af- hjúpa nú hvernig góðærið einkenndist af merkingarbrenglun orða um grunngildi. Græðgin varð góð í staðinn fyrir að skipa sinn sess meðal dauðasyndanna, og frels- ið, sem fólk er tilbúið að fórna lífinu fyrir, var smættað niður í farsímatilboð. Það var ekki síst með ráni á merkingu þessara orða sem tókst að afvegaleiða opinbera umræðu landsmanna svo herfilega að í fréttum urðu endurfjármögnun og hluta- bréfavísitala alltaf helst. Nú er gríman fallin af þessu formúlusafni. Formúlur stjórnmálamanna eru orðnar aðhláturs- efni en eftir er að finna hinum hefð- bundnu viðfangsefnum stjórnmála nýjan formúlubúning sem fólk tekur alvarlega. Valdasprotinn mun að lokum fara til þeirra sem koma orðum yfir hinn nýja veruleika. Barist um valdið á tungumálinu ’ Margir afhjúpa nú hvernig góðærið ein- kenndist af merking- arbrenglun orða um grunngildi. Græðgi er góð sagði Gordon Gecko í kvikmyndinni Wall Street . Tungutak Eftir Gísla Sigurðsson gislisi@hi.is E kki er langt síðan eldgosið í Eyjafjallajökli var í beinni út- sendingu um allan heim. Nú er ætlunin að íslenskur jökull verði að nýju í aðalhlutverki á heimssviðinu – án þess þó að það muni hafa áhrif á alþjóð- legar samgöngur. Þýski listamaðurinn Gert Hof hefur sett upp miklar ljósa- og flugeldasýningar um allan heim og nú ætlar hann að lýsa upp íslenskan jökul fyrir umheiminn. Hof hefur þegar skoðað vænlega staði til að sviðsetja þennan við- burð og sýningin mun eiga sér stað í októ- ber. „Um miðjan tíunda áratuginn – ég kem úr leikhúsinu – fékk ég þá hugmynd að á þessu stóra sviði – himninum – mætti skapa eitthvað nýtt, koma með nýtt form,“ segir Hof. „Í fjögur ár vann ég einn að þessu og var þá svo heppinn að mér var boðið til að setja upp verk á Akrópólis í Grikklandi fyrstur manna í tilefni af ár- þúsundamótunum og við sigursúluna í Berlín. Það brjálæðislega við þetta var að þetta átti að gerast nánast samstundis, að- eins ein klukkustund var á milli. Vandinn var hins vegar að á þessum tíma voru ekki til ljóskastarar til að gera svona verk. Ég varð að láta smíða þá. Ég var svo heppinn að hvort tveggja tókst og tekið var eftir því um allan heim.“ Við þessi tvö verkefni bættust ljósa- sýningar í Kína og Ungverjalandi. Himinninn er sviðið „Meginmarkmið uppsetninga minna er í stuttu máli annars vegar – þar sem ég kem úr leikhúsinu – að segja sögu á himninum í þremur eða fjórum þáttum eins og í óp- eru með því að nota flugelda og ljós, hins vegar þar sem arkitektúr er mér mjög hugstæður, sérstaklega Bauhaus-manna á borð við Le Corbusier og Mendelsohn, vildi ég nota himininn undir arkitektúr. Ferðir mínar eru eins konar leiðangrar þar sem maður kemst ívið nær himninum og ég vil að upplifunin nái til eins margra og hægt er. Þegar ég setti ljósaverkið upp í Ungverjalandi fylgdust 1,4 milljónir manna með í beinni, en það hafa líka verið uppákomur, sem hafa verið minni í snið- um.“ Hof kveðst ekki vera maður málamiðl- ana, markmiðið sé alltaf að koma til skila þeirri mynd, sem hann hafi í höfðinu, án þess að slá af. „Það er mitt skilyrði vegna þess að verk mín virka aðeins þegar eitt- hvað sérstakt er á ferðinni,“ segir hann. „Ég hef verið það heppinn að geta ráðið ferðinni, hvort sem um var að ræða við- burði í Kína, Bandaríkjunum, eða fyrir súltaninn í Óman mitt í Indlandshafi. Ís- land er sérstakt fyrir mér. Fyrir því eru margar ástæður. Ein er minn stóri draum- ur um að – ég veit ekki hvort hann mun nokkurn tímann rætast, en með þessum viðburði mun ég nálgast hann – vinna verk á Norðurpólnum. Loftslagsbreyting- arnar skipta hins vegar mestu, hin yf- irvofandi vá, og það verður að vara fólk við. Það gera margir nú þegar, en með myndum er auðveldara að leiða fólki stöð- una fyrir sjónir. Og þess vegna er Ísland alveg sérstakt í mínum huga. Í þessu verki yrðu meginskilaboðin að eitthvað verði að gera vegna loftslagsbreytinganna og hinir heillandi jöklar, sem brátt kunna að hverfa, bera þeim vitni. Við höfum skamman tíma á þessari jarðkúlu og verð- um að gera eitthvað,“ segir Hof. Samstarfið hófst með fyrirspurn frá Bergljótu Arnalds, sem mun sjá um tón- list, og Páli Ásgeiri Davíðssyni um það hvort hann hefði áhuga á að taka þátt í svona verkefni þar sem náttúran yrði not- uð til þess að koma skilaboðum á framfæri um loftslagsbreytingar. Bergljót og Páll Ásgeir fengu nýsköpunarfyrirtækið Nort- hern Lights Energy til liðs við sig til að skipuleggja verkefnið og ferð Hofs til Ís- lands. „Ýmsir hlutir verða að ganga upp eigi ég að taka að mér verkefni, landið þarf að hrífa mig, skilaboðin þurfa að ganga upp og ég þarf að kunna við fólkið í landinu. Hér passar allt vegna þess að samstarfsfólk mitt er mjög skapandi og kröftugt, ég elska íslenskt landslag og það er eins og skapað fyrir mig. Ég gæti flutt hingað og verið hamingjusamur. Ég flutti frá Berlín og bý núna í miðjum skógi. Ég elska þenn- an einmanaleika og því er eins og draumur fyrir mig að vera hér.“ Hof stefnir að því að lýsa jökulinn upp í október. „Tímasetningin var ákveðin út Svarinn óvinur meðal- mennskunnar Á táningsaldri var Gert Hof settur í fangelsi fyrir að hlusta á Rolling Stones og Bítlana. Nú ætlar hann að lýsa upp íslenskan jökul í beinni útsend- ingu um allan heim til að vekja fólk til umhugs- unar og aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is ’ Í mínum huga er hægt að vera hæst uppi eða lengst niðri, í miðj- unni kafnar maður Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.