SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 53
6. júní 2010 53 Þ að skiptir kannski ekki svo miklu máli hvað við köllum hlut- ina. Góð list er góð óháð því hvaða merkimiði er settur á hana og sama gildir um bókmenntirnar. Dýrin í Saigon nefnist bók með þessa eiginleika eftir Sigurð Guð- mundsson sem er eiginlega allt eins hugmyndaverk og skáld- saga og jafnvel eitthvað allt annað. Þetta er í senn skáld- skapur og heimspekileg tilraun um manninn. Tilraunaverk- stæðið er Saigon. Og viðfangs- efnin nokkrar konur sem allt eins gætu verið hugarfóstur. Því að verkefni Sigurðar snýst um samband sögumanns og veruleikans. Sagan gerist á þremur svið- um. Í huga höfundar þar sem fimmfalt (alter) ego hans, hestur sem er skáld, samkyn- hneigður svanur, máfur sem tjáir sig eingöngu á ensku og fjórtán ára stelpa sem er heimspekingur auk mannsins sjálfs yrkja og gleypa í sig lífið og skapa úr því hugmynda- verk. Annað sviðið er bréf sem sögumaður sendir móður sinni og svo er það borgarveruleik- inn í Saigon, huglæg upplifun höfundar af nokkrum víet- nömskum konum þar í borg. Sögumaðurinn er í meira og minna orðlausu sambandi við konurnar því að hann talar ekki mál þeirra. Þótt sumar þeirra tali hrafl í ensku er tjáningarmátinn huglægur og meira og minna innlifun lista- mannsins sjálfs þegar hann fer inn í persónur sínar, mótar þær að sínum hugmyndaheimi svo að þær verða að öðrum – óháð því hversu veru- leikatengdar þær eru – að sköpun hans sjálfs. Túlka mætti þessa nálgun listaverks sem einhvers konar hlutgerv- ingu en mér er nær að halda að hún sé tilraun til andófs slíkrar hlutgervingar. Um ræstingastúlkuna Thuy kemst sögumaður svo að orði: „Thuy er listaverk sem ekki er hægt að upplifa nema elska það – aðeins gegnum ást er hún til sem veröld. Án milligöngu ástarinnar er ekkert að sjá nema ræstingarstúlkuna Thuy; skurnina.“ Í raun og veru er hægt að útskýra verkefni og viðfangs- efni Sigurðar út frá tveimur verkum hans. Fyrir nokkrum árum kom ég á sýningu og svokallaðan event ef ég man rétt vestur á Ísafirði þar sem miðja verksins var trjádrumb- ur sem hafði verið tálgaður og tilhöggvinn eftir forskrift og unninn í samvinnu Sigurðar og þýsks listamanns með hug- skeytaformi. Sigurður var staddur í Kína en Þjóðverjinn að mig minnir í Þýskalandi og þeir höfðu samband með hug- skeytum í mótun verksins. Hér var orðlaus tjáning ein- hvers. En í bókinni er hin orð- lausa tjáning tjáð með orðum. Hitt listaverkið er fáðir steinar við Sæbrautina. En þeir eru teknir af staðnum sem hvert annað uppfyllingargrjót, slíp- aðir til hálfs í Kína og settir aftur á sinn stað. Hafa þá breyst í marglita steina. Svip- aða meðferð finnst mér per- sónur Sigurðar fá í bókinni. Hann færir þær úr venju- bundnu umhverfi þeirra og upphefur þær í eigin hugar- heimi og kannski líka í veru- leikanum en skilur þær svo eftir og yfirgefur sviðið. Í stað dauðra steina er efni hans lif- andi fólk. Með því leggur hann áherslu á hið óvenjulega og fagra í hinu hversdagslega og venjulega. Bókin virkar því á mig sem ljóðrænt hugmyndaverk fullt með erótík þótt sú erótík verði aldrei beinlínis holdleg. Það merkilega við þetta flókna hugmyndaverk er hversu læsi- leg bókin er og aðgengileg þrátt fyrir allar hugmynda- flækjurnar. Konur og steinar Bækur Dýrin í Saigon bbbbn Eftir Sigurð Guðmundsson. Mál og menning 2010, 228 bls. Listamaðurinn og rithöfundurinn Sigurður Guðmundsson. Skafti Þ. Halldórsson Eymundsson 1. 501 Must-Visit Cities - Bounty Bo- ojks 2. The Monster in the Box - Ruth Rendell 3. The Doomsday Key - James Roll- ins 4. The Collaborator - Gerald Seymour 5. 206 Bones - Kathy Reichs 6. Pirate Latitudes - Michael Crich- ton 7. Nine Dragons - Michael Connelly 8. Ford County - John Grisham 9. Hard Girls - Martina Cole 10. Insight Deluxe World Travel Atlas - Geocenter New York Times 1. 61 Hours - Lee Child 2. Storm Prey - John Sandford 3. Dead in the Family - Charlaine Harris 4. The Help - Kathryn Stockett 5. Innocent - Scott Turow 6. Heart of the Matter - Emily Giffin 7. The 9th Judgment - James Patter- son og Maxine Paetro 8. Fever Dream - Douglas Preston og Lincoln Child 9. Deliver Us From Evil - David Bal- dacci 10. A Secret Affair - Mary Balogh Waterstone’s 1. The Short Second Life of Bree Tanner - Stephenie Meyer 2. Kiss of Death - Rachel Caine 3. Dead in the Family - Charlaine Harris 4. The Lost Symbol - Dan Brown 5. The Return: Midnight - L.J. Smith 6. The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest - Stieg Larsson 7. Dead and Gone - Charlaine Harris 8. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 9. The Passage - Justin Cronin 10. The Immortals: Shadowland - Aly- son Noel Bóksölulisti Í mínum huga er lestur jafn sjálfsagður og svefn. Að lesa bók eða tímarit er fastur liður í mínum undirbúningi fyrir hvíld næturinnar. Það skal þó viðurkennt að lesefnið er alls ekki alltaf hátt skrifað menn- ingarefni. Það fer allt eftir dagsforminu og jafnvel árs- tíðum hvaða efni verður fyrir valinu. Á vorin og sumrin er oftast tími léttmetisins, tíma- ritanna og gleðibókanna, sem ég kalla Rauðu ástarsögurnar og þær hetjusögur allar. Haustið og veturinn er aftur á móti gósentíð fyrir alla áhugasama lesara. Höfundar, innlendir og erlendir, keppast þá við að koma afkvæmum sínum á markað, allir vilja komast í hið eftirsótta jóla- bókaflóð. Þá tryllast allir lestrarhestar og ritdómarar og ýmist mæra eða lasta hverja flóðbylgju bóka sem æðir í boðaföllum í verslanir og markaði. Mikil stemning myndast um lestur á þessum tíma og mér sem starfsmanni á plani, það er að segja á bókasafni, finnst þessi tími mjög skemmtilegur. Mestur áhugi er á spennusögum og glæpasögum og fólk bíður í röðum eftir að festa hönd á þeim sem mesta og besta um- fjöllunina fá. Framan af voru þetta ekki þær bókmenntir sem ég sótti hvað mest í að lesa, en ég er áhrifagjörn og hef smitast af þessari stemn- ingu þótt alltaf slæðist með ein og ein antispenna. Ég las um daginn bókina Heim- koman eftir Björn Þorláks- son. Þessi bók kom mér um margt á óvart. Fyrir fram fannst mér það gæti ekki ver- ið skemmtilegt að lesa um það hvernig karlmaður sem fékk uppsögn úr vinnunni sinni tæklaði þann ískalda raunveruleika að vera „bara heima“. En bókin kom skemmtilega á óvart, textinn lipur og myndrænn, og alveg finnst mér aðdáunarvert hvernig þessi karlmaður tók á málunum. Góð bók sem óhætt er að mæla með, bæði fyrir karla og konur. Um svipað leyti var á náttborðinu mínu bókin Hlustarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Þessi bók fallar um þýsku konurnar sem komu til Ís- lands eftir stríð og settust margar að hér. Allt frá því ég var barn vissi ég af nokkrum konum, þýskum, sem búsett- ar voru í Norður-Þingeyj- arsýslu. Þangað höfðu þær komið til að vinna á bæj- unum, höfðu svo kynnst ást- inni þarna í strjálbýlinu og stofnað fjölskyldur. Nú hefur sem sagt verið skrifuð bók sem byggir á þessum stað- reyndum, þrátt fyrir að vera skáldsaga að stórum hluta. Þetta var mjög ánægjulegur lestur um afkomu og sérstaka hagi þessa fólks sem byggði strjálbýlan part af okkar ágæta landi. Höfundur hefur kynnt sér vel aðstæður þess- ara kvenna sem örlögin léku þannig, að þær neyddust til að yfirgefa heimaland sitt og leita á vit hins ókunna og óræða. En þá er það spennan. Ein af þeim sem rataði á nátt- borðið mitt nýlega er; „Fimmta barnið“ eftir Ey- rúnu Ýr Tryggvadóttur, unga húsvíska konu sem gert hefur tilkall til stöðu meðal ís- lenskra spennusagnahöfunda. Þetta er hennar þriðja bók, önnur bókin á tveimur árum. Gaman verður að fylgjast með henni áfram. Þá hefur mér nýlega verið bent á Ca- millu Lackberg, sænskan spennusagnahöfund. Þar verð ég að viðurkenna að vera að- eins á eftir, eins og það er orðað, því ég hef enn sem komið er ekki lesið nema fystu bókina sem þýdd hefur verið á íslensku, þ.e. Ísprin- sessuna. En ég á víst margt gott í vændum við lestur allra hinna bókanna hennar Ca- millu sem nú þegar eru til á íslensku. Alltaf gott að hlakka til einhvers. Ég nefndi tímarit í upphafi. Ég á það nefnilega til að taka með mér blað eða tímarit í rúmið, þegar ég veit að ég kem ekki til með að lesa lengi. Oftar en ekki þá lenda þessi blöð undir sænginni minni og það má því segja að stundum sofi ég hjá blöðum. Hvort það er endilega þægi- legt læt ég liggja á milli hluta en eitt er víst að gott er að hafa tvíbreitt rúm þegar tímaritin og blöðin eru komin með í holuna. Lesarinn Guðrún Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Bókasafnsins á Húsavík Að sofa hjá tímaritum Í Heimkomunni segir Björn Þorláksson frá því er honum var sagt upp og hvernig hann tókst á við þann veruleika að vera „bara heima“.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.