SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 7
6. júní 2010 7 C liff Clavin, bréfber- inn og barflugan sem vissi allt manna best, er áhorfendum Ríkissjónvarpsins að góðu kunnur úr sjónvarpsþátt- unum Staupasteini frá níunda áratugnum. Færri kunna þó deili á leikaranum sem lék Clavin sem sat á barnum tím- unum saman án þess að virð- ast þurfa að bera út póstinn. Sá heitir John Ratzenberger og er Bandaríkjamaður, fæddur í Connecticut árið 1947. Leikferillinn hófst á átt- unda áratugnum og fékk Rat- zenberger nokkur smáhlut- verk í stórum myndum eins og Ghandi, Súperman I og II, svo ekki sé minnst á Stjörnu- stríð: Gagnárás keisaradæm- isins. Það var svo árið 1982 sem Ratzenberger landaði hlut- verki Cliff Clavin í nýjum gamanþætti á NBC að nafni Staupasteinn. Upphaflega mætti leikarinn í prufu til að spreyta sig á hlutverki Norm Peterson en þegar hann gerði sér grein fyrir að hann fengi ekki hlutverki spurði hann hvort búið væri að skrifa hlutverk besservissersins á barnum. Framleiðendunum leist svo vel á hugmyndina að Ratzenberger fékk hlutverkið. Þættirnir áttu eftir að ganga í ellefu ár og sanka að sér Emmy- og Golden Globe- verðlaunum. Eftir að Staupasteinn rann sitt lokaskeið hefur Ratzen- berger aðallega getið sér gott orð fyrir talsetningar Pixar- teiknimynda. Tveimur árum eftir að framleiðslu á þátt- unum var hætt fékk hann hlutverk sparibauksins í Leikfangasögu og síðan hefur hann reglulega hlotið hlut- verk í myndum fyrirtækisins. Þannig hefur hann meðal annars komið fram í Mon- sters, Inc., Finding Nemo, The Incredibles og Up. Þá hefur hann leikið auka- hlutverk í That 70’s Show, stjórnað sínum eigin þætti á Travel Channel og keppt í fjórðu seríu af Dancing with the Stars. Þökk sé hlutverkunum í hinum geysivinsælu Pixar- myndum og aukahlutverk- unum í Súperman og Stjörnu- stríðsmyndunum í upphafi ferilsins situr Ratzenberger í sjötta sæti á lista yfir þá leik- ara sem best hefur vegnað í miðasölu kvikmyndahúsa. Þar trónir hann ofar stórleikurum eins og Tom Cruise, Bruce Willis og Johnny Depp svo einhverjir séu nefndir. Ratzenberger hefur einnig verið virkur í stjórnmálum en hann er harður repúblikani. Hann studdi John McCain í forsetakosningunum gegn Barack Obama og kom fram á nokkrum viðburðum flokks- ins ásamt Kelsey Grammer sem lék sálfræðinginn Frasier í Staupasteini og síðar í sam- nefndum þáttum. Þá var Rat- zenberger andsnúinn heil- brigðisfrumvarpi Obamas í fyrra sem hann kallaði sósíal- isma. Hann íhugar nú að bjóða sig fram sem fulltrúi Connecticut til öldungaþings Bandaríkjanna árið 2012. Næst er hægt að heyra í Ratzenberger í Leikfangasögu 3 sem frumsýnd verður í sumar. kjartan@mbl.is Cliff gamli Clavin í essinu sínu á Staupasteini forðum. John Ratzenberger John Ratzenberger leikari í dag. Hvað varð um ... Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs                               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.