SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 30
30 6. júní 2010 H ank Paulson, fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér bók um aðdraganda bankakrísunnar í Bandaríkjunum sem breiddist út um heiminn allan. Er sú bók, „On the brink“, fróðleg um margt, einnig fyrir íslenska lesendur. Bókin fjallar um grafalvarlega hluti en er þó reyfarakennd á köflum og þrungin mikilli spennu. Ráðamenn eru svefnvana og undir miklu álagi úr öllum áttum. Þeir eru jafnvel á endimörkum þreks og heilsu, hlaupa til hliðar af fundum til að kasta upp og koma svo til baka að borðinu þar sem vandamálin hrúgast upp. Fátt í þessu andrúmslofti kemur bréf- ritara ókunnuglega fyrir ef uppköstin eru talin frá. En þeir sem eiga öðru að venjast, samviskusamir skriffinnar og ritgerðasmiðir fræðistofnana, geta margt af þessari bók lært. Sú góða Rannsókn- arnefnd Alþingis myndi vísast telja að við þær að- stæður sem þarna er lýst hefði bandaríski fjár- málaráðherrann og seðlabankastjórarnir í Washington og New York, hans nánustu bræður í baráttunni, átt að setjast niður, skrifa skýrslur, senda hver öðrum og öðrum mönnum bréf og bíða svara og andmæla, því annað væri „vanræksla í starfi.“ Hvað hefði Nefndin sagt? Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir í upphafi bókar sinnar frá því hvernig hann ber sig að á þeim örlagadögum sem hann fjallar um. Það hljómar svona í lauslegri þýðingu: „Mér hlotnaðist gott minni í vöggugjöf, svo það heyrir til undantekn- inga ef ég skrifa niður minnisatriði. Ég nota ekki tölvupóst. Fágætt er ef ég tek með mér gögn á þá fundi sem ég sæki. Starfsfólk fjármálaráðuneytisins var órólegt yfir því hversu sjaldan ég studdist við talpunkta sem það hafði undirbúið. Stór hluti starfa minna fór fram í gegnum síma, en það eru engin opinber gögn eða upplýsingar til um mörg samtala minna. Símtalaskráin mín er ónákvæm og þar vantar margt í. Við ritun þessarar bókar studd- ist ég við minni margra þeirra sem tóku þátt í at- burðarásinni með mér. En þegar hið mikla álag sem ríkti á þessum tíma er haft í huga og hinn ótölulegi fjöldi vandamála sem við var að fást er lít- ill vafi á, engu að síður, að fjöldi atriða er horfinn úr mínu minni. Ég er hreinskilinn að eðlisfari og ég hef leitast við að segja sannleikann óbrenglaðan, eins og hann kom mér fyrir sjónir.“ Bréfritara þyk- ir eins og þessi orð séu eins og snýtt út úr hans eig- in nefi. Grein Eiríks Guðnasonar Eiríkur Guðnason, fyrrum bankastjóri Seðlabanka Íslands, sem átti áratuga farsæla starfsreynslu á þeim stað, birti grein í Morgunblaðinu um fáein at- riði sem að honum snúa í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis. Félagar hans úr bankastjórn- inni hafa enn ekki tjáð sig um málið opinberlega, en ólíkt því sem ætla mætti af umræðunni verður mál bankastjóranna þriggja aðeins rætt í heild, þ.e. um þá sem hóp, því að ákvarðanir þeirra voru að lögum allar þannig teknar. Eiríkur setur sjónarmið sín fram af þeirri hógværð og umburðarlyndi sem einkennir hann. Greinin hefur vakið verðskuldaða athygli. Viðbrögð flestra hafa verið á eina lund. Eru þetta atriðin sem þeir einstaklingar sem skipuðu Rannsóknarnefnd Alþingis tína til svo þeir megi saka bankastjórnina um „vanrækslu í starfi“? er spurt. Hvergi er af þeirra hálfu nefnt að brotin hafi verið þau lög sem starfað var eftir. Hvergi er gefið til kynna að það sem nefndin taldi að vantaði upp á hefði haft neitt með það að gera að bankakerfið bugaðist. Aðfinnslurnar snúa að því að eitthvað smálegt sem nefndinni datt í hug eftir á að hefði verið heppilegt að gera, jafnvel atriði sem stöng- uðust á við lagaheimildir Seðlabanka Íslands, hafi ekki verið gert. Úr vernduðu umhverfi Auðvelt er svo sem að geta sér til um hvaða álit Hank Paulson hefði haft á eftiráspeki af þessu tagi. Styrmir Gunnarsson hefur skrifað athyglisverða bók um rannsóknarskýrsluna, „Hrunadans og horfið fé“ Hann tilgreinir þær aðfinnslur sem Rannsóknarnefndin notar til að draga upp stimp- ilinn „vanræksla í starfi“ gagnvart bankastjórn S.Í. Augljóst er að bókarhöfundur er furðu lostinn við þann lestur. Hann segir: „Fyrstu viðbrögð mín við lestur þessa kafla Skýrslunnar, þar sem ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis um yfirtöku Glitnis er að finna og ofangreindar tilvitnanir eru teknar úr, voru þessi: Hafa þeir, sem þennan texta skrifuðu, aldrei dýft hendi í kalt vatn? Fjármálakerfi landsins stendur í ljósum logum síðustu helgina í september 2008 og rannsóknarnefnd Alþingis hefur hugann að verulegu leyti við það, hvort allra formsatriða hafi verið gætt! Hvort þetta skjal hafi verið áritað með réttum hætti eða kallað eftir öðru skjali úr því að Glitnismenn voguðu sér að tala við Seðlabank- ann án þess að leggja fram skjöl. Það má vel vera, að í háskólasamfélaginu geti menn leyft sér svona nákvæm vinnubrögð skriffinna en í stjórnmálum og atvinnulífi koma þær stundir að það er ekki hægt. Það verður að taka ákvarðanir á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja og það verður að gera strax. Þetta er ekki trúverðug gagnrýni.“ Þeir sem lesa bók bandaríska fjármálaráðherrans geta ekki verið í neinum vafa um þessa niðurstöðu Styrmis Gunnarssonar. Og ekki síður um hina, sem má gefa sér. Að hefðu þeir Geithner, Bernanke og Paulson farið eftir forskriftarbók þeirra Tryggva og Páls um að skylt sé að skriffinnar skipi öndvegið, hvað sem á gangi, þá hefði bandaríska hagkerfið og heimsins með farið fram af brúninni, sem Paulson segir það hafa hangið á bláþræði á. Reykjavíkurbréf 04.06.10 Bandaríkin á brúninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.