SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 6
6 6. júní 2010 Handritshöfundar The Wire eru sennilega betur að sér um viðfangsefni sitt, undirheima Baltimore- borgar, en almennt gengur og gerist um höfunda sjónvarpsþáttaraða. Framleiðandi og einn aðalhöf- undur þáttanna, David Simon, starfaði í yfir áratug á dagblaðinu Baltimore Sun sem lögreglufréttaritari og komst hann því í náin kynni við atburði í undir- heimum borgarinnar. Eftir að hafa tapað hug- sjónaeldi blaðamannsins sneri Simon sér að bóka- skrifum. Hans fyrsta bók, Homicide: A Year on the Killing Streets kom út árið 1991 og vakti nokkra at- hygli en hún byggðist á reynslu Simon af því að fylgja eftir lögreglunni í Baltimore. Tveimur árum síðar voru samnefndir þættir gerðir eftir bókinni og tók Simon þátt í að skrifa handritið. Eftir að þeirri þáttaröð lauk rétt fyrir aldamótin, tók Simon saman höndum við Ed Burns, fyrrum lög- reglumann og grunnskólakennara í Baltimore, um að skrifa bók sem síðar var gerð að stuttri þáttaröð sem bara heitið The Corner og hlaut m.a. Emmy-verðlaun fyrir besta handrit. Þeir Simon og Burns héldu sam- starfinu svo áfram með The Wire og nýttu sér reynslu sína og þekkingu á þeim samfélagsmeinum sem hrjá bandarískar borgir. Þessi þekking handritshöfund- anna endurspeglast í dýpt þjóðfélagsrýninnar sem þættirnir eru þekktir fyrir. Annarri seríu þáttanna, sem fjalla um erfiðleika hafnarverkamanna borg- arinnar, lýsti Simon í viðtali sem „meðvitaðri rök- semdafærslu fyrir því að óheftur kapítalismi komi ekki í stað velferðarstefnu og hann geti ekki, án nokkurar samfélagslegrar sáttar, þjónað öðrum en fáum útvöldum á kostnað fjöldans.“ „Kapítalisminn þjónar fáum á kostnað fjöldans“ Í þáttunum sjást hættuleg gengi fíkniefnasala eins og þessa stjórna stórum hluta borgarinnar. Þ egar Jón Gnarr var inntur eftir því í kosningabaráttunni fyrir borg- arstjórnarkosningarnar með hverjum Besta flokknum hugnaðist helst að starfa með í borgarstjórn stóð ekki á svari hjá Jóni: „Mér finnst það fara mikið eftir því hverjir hafi séð sjónvarpsþættina The Wire.“ Þetta sér- stæða skilyrði fyrir meirihlutamyndun, en ekki er vitað til þess að sjónvarpssmekkur stjórn- málamanna hafi áður ráðið úrslitum um sam- starf þeirra í millum, reyndist ekki orðin tóm því á meðan að á meirihlutamyndun við Sam- fylkinguna stóð í vikunni afhenti Jón oddvita hennar, Degi B. Eggertssyni, fyrstu seríu þátt- anna við hátíðlega athöfn. Jón er reyndar ekki í ómerkari félagsskap aðdáenda þáttanna en Bar- acks Obamas Bandaríkjaforseta sem lét hafa það eftir sér þegar hann var enn öldungarþingmað- ur að The Wire væru uppáhaldsþættir hans. Hvaða sjónvarpsefni er þetta eiginlega sem dregur að sér lofsyrði frá eins ólíkum stjórn- málamönnum og Obama og Jóni Gnarr? Þættirnir gerast í Baltimore borg á austur- strönd Bandaríkjanna og þykja þeir segja á afar raunsannan hátt frá skuggahliðum borgarinnar frá hinum ýmsu sjónarhólum. Þar er fíkniefna- heimurinn í forgrunni með öllum þeim glæpum og spillingu sem honum fylgir. Skera þættirnir sig út að því leyti að hver þáttaröð er gerð út frá mismunandi sjónarhorni. Í fyrstu seríunni fylgjast áhorfendur með átökum lögreglu við glæpagengi sem selja fíkniefni, í þeirri annarri eru það hafnarverkamenn sem leiðast sumir út í smygl sem eru í sviðsljósinu og í þeirri þriðju beinist athyglin að stjórnmálunum sem eru langt frá því að vera ónæm fyrir spillingu sam- félagsins í heild. Í síðustu tveimur seríunum beinist kastljósið að skólakerfi borgarinnar og fjölmiðlum. Aðalhöfundur og framleiðandi þáttanna, fyrrverandi blaðamaðurinn David Simon, segir um þá: „Þátturinn er í raun og veru um hina bandarísku borg og um hvernig við hrærumst saman í henni. Hann fjallar um hvernig stofn- anir hafa áhrif á einstaklingana og hvort sem þú ert lögga, hafnarverkamaður, eiturlyfjasali, stjórnmálamaður, dómari eða lögfræðingur þá þarftu að glíma við þær stofnanir sem þú hefur bundið trúss þitt við.“ The Wire hóf göngu sína árið 2002 á HBO kapalsjónvarpsstöðinni bandarísku og voru framleiddar fimm þáttaraðir fram til ársins 2008. Hlutu þeir þegar mikið lof gagnrýnenda og hafa þættirnir verið kallaðir metnaðarfyllsta og flóknasta sjónvarpsdrama sem framleitt hef- ur verið. Þá hlutu þættirnir aðeins tvenn Emmy-verðlaun fyrir handrit. Þrátt fyrir ein- róma lof gagnrýnenda og harðra aðdáenda nutu þættirnir þó ekki eins mikilla vinsælda á meðal almennra áhorfenda eða iðnaðarins, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Hvort ástæðan fyrir því að Jón nefndi þáttinn sérstaklega í aðdraganda kosninganna hafi ein- göngu verið háð skal ósagt látið en það er þó vissulega hægt að draga ýmsar hliðstæður á milli þáttanna og Besta flokksins. Eitt af því sem virðist hafa dregið kjósendur að flokknum er að frambjóðendur hans eru venjulegt fólk sem hef- ur ekki verið alið upp í stjórnmálaflokkum í hvernig það á að tala og hegða sér. Höf- undateymi The Wire er á sama hátt merkilegt fyrir þær sakir að enginn úr því átti sér bak- grunn í sjónvarpsiðnaðinum. Höfundarnir, fyrrverandi blaðamaður, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður auk nokkurra glæpa- sagnahöfunda, voru því ekki aldir upp innan bransans þar sem þeim var kennt hvernig „átti“ að gera hlutina heldur nálguðust þeir skriftirnar með nýrri sýn og ferskleika þeirra sem ekki eru fastir í dróma hefðarinnar og þess sem mark- aðurinn krefst af þeim. Þættirnir hafa verið rómaðir af hárbeittri þjóðfélagsrýni sinni sem skýtur jafnvel frétta- og heimilidamyndastöðvum ref fyrir rass. Í stað þess að treysta á ástfóstur áhorfenda á marg- tuggnum persónum, höfðar The Wire svo til nýjungagirninnar með síbreytilegu sjónarhorni og sögupersónum á milli þáttaraða. Ferskleik- inn er tekinn fram yfir gamlar klisjur. Eitt aðskilur þó Besta flokkinn og þættina, stór hluti almennings hefur tekið Besta opnum örmum. Nú er að sjá hvort að stjórnartíð flokks- ins verði af sömu gæðum og The Wire. Strengdir upp á vír Af mikilvægi The Wire við myndun meirihluta Ætli Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingar og Besta flokksins, séu að rifja upp atriði úr The Wire? Morgunblaðið/GolliVikuspegill Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hér á Íslandi hafa The Wire verið sýndir á Stöð 2 og hófust sýningar á fimmtu og jafnframt síðustu þáttaröðinni í síðustu viku. Eru þættirnir sýndir kl. 22:10 á fimmtudagskvöldum. Í þessari tíu þátta röð er fylgst með fjöl- miðlum út frá sjón- arhóli blaðamanna The Baltimore Sun þar sem handritshöf- undurinn David Sim- on starfaði í tólf ár við að fjalla um glæpi. 5. sería nýhafin www.noatun.is Grillveislur www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun Pantaðu veisluna þína á 999VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTIÁ MANN Grillveislur Nóatúns: Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafile Ein með öllu Þín samsetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.