SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 23
6. júní 2010 23 arstjórnar. Þá teljum við hann einnig bet- ur til þess fallinn að vera málsvari starfsfólks bæjarins gagnvart bæjarstjórn- inni.“ Hann kveðst telja betra að bæjarstjór- inn hafi ekki flokkshagsmuna að gæta í ýmsum tilfellum, t.a.m. í samskiptum við ríkisvaldið þar sem hagsmunir bæjarins eigi alltaf að vera í fyrsta sæti. Stúdera pólitíkusa Geir Kristinn hefur lengi haft mikinn áhuga á pólitík, ekki síst stjórn- málamönnunum sjálfum. „Ég hef stúd- erað persónur þeirra mikið og vel oft þá sem ég treysti best, bæði í bæjarmálum og landsmálum.“ Þegar spurt er hverjum hann treysti best er Geir fljótur til svars: „Fólki sem eyðir ekki tíma sínum í að tala illa um aðra stjórnmálamenn heldur hvað það ætlar að gera sjálft, helst á mannamáli, en er ekki í frasapólitík. Heiðarleikinn skín af sumum.“ Hann segist bera mikla virðingu „fyrir öllum sem eru raunverulegir leiðtogar þó að ég sé ekki endilega sammála þeim öll- um í pólitík; ég get nefnt Steingrím J. Sig- fússon, Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson. Svo bar ég alltaf virðingu – og geri enn – fyrir Hjálmari Árnasyni fram- sóknarmanni. Mér hefur alltaf þótt hann réttsýnn og heiðarlegur.“ Geir segist alltaf hafa verið hrifinn af áskorunum. Ein slík var að fara 22 ára að Húnavöllum og kenna í eitt ár, önnur að læra á tungumáli innfæddra í Árósum, eini útlendingurinn í hópi Dana, þótt boðið væri upp á kennslu í ensku, og nú tekst hann við enn eina áskorunina. Sjálfstæðismenn leituðu fyrst til hans síðastliðið haust en hann segir að í raun hafi einungis framboð eins og L-listinn komið til greina. „Mig langaði ekki að ganga inn í fyrirfram mótaða stefnu því ég vildi geta haft mikil áhrif á gang mála. Það réð úrslitum. Seinna var mér svo boðið að verða oddviti en það var ekki í huga mér í fyrstu.“ Hlakka gríðarlega til Spurður hverju hann vilji helst breyta í bænum svarar Geir því til að ekki þurfi mörgu að umbylta en ýmislegt þurfi að fá að þróast. „Mér fannst tillögurnar um miðbæinn til dæmis að mörgu leyti góðar en þó svolítið byltingarkenndar. Við verðum að leggja fé í að byggja miðbæinn upp en hann ætti að fá að þróast eðlilega. Mér leist aldrei vel á hugmyndina um sík- ið og margar stórar byggingar hugnast mér ekki heldur. Ég vil hafa gömlu bæj- armyndina meira í heiðri. En við tökum ekki þessar hugmyndir og hendum í rusl- ið; það verður haldið áfram að vinna að uppbyggingu miðbæjarins en önnur mál eru brýnni í augnablikinu; við munum byrja á atvinnumálum og velferðarmálum og förum í annað þegar tími gefst til, en það verður þó fljótlega.“ Hann lítur spenntur fram á veginn. „Ég hélt ég myndi kannski fá stóran kvíða- hnút í magann eftir kosningarnar vegna þess hve mörg stór verkefni væru fram- undan en ég vakna með bros á vör á hverjum degi og hlakka gríðarlega til næstu daga, vikna og ára! Við höfum átt góða fundi með fulltrúum minni- hlutaflokkanna, embættismönnum bæj- arins og öðrum starfsmönnum og það er mikill hugur í öllum að vinna saman. Ég get varla beðið eftir að halda áfram.“ Geir segir eflaust einhverja bæjarbúa fúla vegna kosningaúrslitanna. „Annað væri óeðlilegt og margir hafa eflaust enga trú á að þetta gangi, en í raun er bara gaman fyrir okkur að þurfa að afsanna það fyrir því fólki. Það heldur okkur á tánum. Ef allir væru ánægðir með okkur yrðum við fljót að detta niður á hælana. Ég set mér reglulega markmið og það nýj- asta er að L-listinn verði jafn vinsæll eftir fjögur ár og hann er í dag.“ Auka þarf tekjur bæjarins Hann segir samvinnu hafa verið góða í bæjarstjórn og síðasta fjárhagsáætlun hafi til dæmis verið unnin af meirihluta og minnihluta í sameiningu. „Allir unnu sem einn maður og niðurstaðan var frábær. Þau vinnubrögð voru til fyrirmyndar og vonandi verður framhald á því,“ segir Geir. Hann bendir á að mikið hafa verið skorið niður, til dæmis í skólamálum sem eru stærsti útgjaldaliður bæjarins, og varla sé hægt að spara meira „heldur þurfum við að einbeita okkur að því að auka tekjurnar. Að mínu mati er mesta þörfin á því að efla atvinnulífið því pen- ingar sem settir eru þangað skila sér til baka og þá getum við farið að takast á við velferðarmálin.“ Geir telur að einblína þurfi á að aðstoða þá sem minna mega sín. „Niðurskurður bitnar oft á fjölskyldufólki, eldri borg- urum og öryrkjum og mér svíður það. Það var mjög átakanlegt, en á sama tíma gef- andi og opnaði augu mín, að fá inn á kosningaskrifstofuna fólk sem hefur ekki farið út fyrir bæjarmörkin í tugi ára vegna þess að það hefur ekki efni á að ferðast; fólk sem ekki hefur keypt sér föt í mörg ár og þarf að skrapa sér saman fyrir mjólk- urdropa. Ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri til á Akureyri en er þakklátur fyrir að vera kominn í þá stöðu að geta gert eitthvað í þessum málum.“ Geir segir Akureyringa þurfa, alla sem einn, að hætta að horfa í baksýnisspeg- ilinn og einbeita sér að því að horfa fram á við. „Við verðum að byrja á því að átta okkur á því hve Akureyrar er frábær bær og hætta að tala um hann á neikvæðum nótum. Við eigum að tala vel um bæinn því við höfum fullt efni á því. Að búa á Akureyri er að mínu mati algjör forrétt- indi,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson. ’ Við þurfum ekki að eyða tíma í að vinna fyrir neinn flokk; allur okkar tími fer í að vinna fyrir Akureyri og það greinir okkur frá öðr- um. Í flokkunum er frábært fólk en það vinnur undir stórri flokksmaskínu og ekki er hægt að horfa framhjá því að það hefur áhrif.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.