SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 42
42 6. júní 2010 Þ að er umdeilanlegt hvenær franska nýbylgjan – Nouvelle Vogue, hóf göngu sína. Flestir fræðingar nefna ofanverðan 6. áratuginn, íslenskir kvikmynda- húsgestir urðu hennar lítið ef nokkuð varir fyrr en 1960, þegar Jean Luc God- ard hélt innreið sína með hinni bylt- ingarkenndu À bout de souffle (1960), eðaBreathless, sem var það nafn sem hún var þekktust undir utan heima- landsins. Handritshöfundur mynd- arinnar var enginn annar en François Truffaut, annar fánaberi frönsku kvik- myndabyltingarinnar, sem skömmu síðar gerði Jules et Jim, annað lykilverk nýbylgjunnar. Bæði voru þau sýnd í Mekka kvikmyndanna á þessum árum, Hafnarfjarðarbíóunum, sem öfluðu jafnan fanga á meginlandinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa aðsópsmiklu bylgju, sem stóð fram eftir 7. áratugnum (nýbylgjuárin), en átti eftir að setja mark sitt sem stendur enn, á kvikmyndagerð heims- hornanna á milli. M.a. rakst hún til Hollywood. Nýbylgjan fæddist í sérrstæðu and- rúmslofti sem skapaðist á ritstjórn franska kvikmyndaritsins Cahiers du cinéma. Þar voru samankomnir fjöl- margir frábærir gagnrýnendur, ungir menn sem vildu breyta kvikmynda- heiminum að sínum hætti og höfðu rit- stjórana með sér. Þessi ofurmennahóp- ur taldi auk þeirra Godards og Truffaut, snillingana Éric Rohmer, Claude Cha- brol, Jacques Rivette, Alain Resnais, Agnès Varda og Jacques Demy. Einn af öðrum yfirgáfu þeir tímaritið og hösl- uðu sér völl og virðingu sem leikstjórar og handritshöfundar (auteur-kenn- ingin, sem snýst um að leikstjórinn sé „höfundur“ – auteur – verka sinna), og urðu með umtöluðustu og frjóustu kvikmyndagerðarmönnum heims á tímabili. Nýbylgjumenn sóttu hugmyndir sínar vítt og breitt, allt frá A- og B-myndum Hollywood til ítölsku nýraunsæisstefn- unnar. Þeir afneituðu viðteknum reglum og kvikmyndahefðum samtím- ans, en komu með ferska vinda sem gustuðu um verkin þeirra. Tökuvél- arnar (oft handheldar), voru á sífelldu iði og sjónarhornin framandi. Annað einkenni þeirra margra var flakk í tíma, fram og til baka samkvæmt þörfum og duttlungum kvikmyndagerðarmanns- ins. Að hluta til var þetta uppsteytur ungra manna gegn viðteknum, drag- fornum hefðum í listgreininni, end- urnýjunar var þörf í aðferðum og efn- istökum. Í dag væri endastöð þessara verka einkum kvikmyndahátíðir og -dagar, sem tæplega þekktust i den utan Fjala- kattarins. Einkanlega á 7. áratugnum var umtalsverður hluti kvikmynda- framboðsins í borginni ættaður frá meginlandinu og því fer fjarri að franska nýbylgjan hafi verið einskorðuð við Fjörðinn. Verk Chabrols voru t.d. sýnd í miklu magni í Hafnarbíói; La peau deuce, L’argent depoche (1976), L’histoire d’Adèle H. (1975), La nuit américaine (1973), Une belle fille comme moi (1972), Les deux Anglaises et le continent(1971), Domicile conjugal (1970), L’enfant sauvage (1970), La sir- ène du Mississipi (1969) og síðast en ekki síst Baisers volés (1968), sá þessi Truffaut-aðdáandi vítt og breitt um borgina. Svipaða sögu var að segja af verkum Godards, furðu mörg verka hans, líkt og Les Carabiniers, Pierrot le fou, Week-End, Tout va bien, La Chi- noise og Sympathy for the Devil, allar stóðu þær bíófíklum til boða og gott betur. Sýningar verka annarra meistara nýbylgjunnar voru minna áberandi. Úr hinni byltingarkenndu À bout de souffle eftir Jean Luc Godard. Franska nýbylgjan sígur á sextugsaldurinn Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa frösnku nýbylgjuna, sem stóð fram eftir 7. áratugnum, en átti eftir að setja mark sitt sem stendur enn, á kvik- myndagerð heimshorn- anna á milli. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is U ndanfarna áratugi hefur fjöldi íslenskra skemmtikrafta bæst í hópinn. Meginvett- vangur nýrrar spaugarakynslóðar hefur ver- ið sjónvarpsstöðvarnar, auk kvikmynda- og leikhúshlutverka á stangli. Í fátæklegri flóru íslensks efnis í sjónvarpi, sem einkennist af undarlegu vanmati þeirra sem þar stjórna á efninu (sem flestar vikur trónir á toppnum, þá það býðst), hafa íslensku gleðigjafarmir glatt langeyg (og oft lítilþæg) hjörtu landsmanna með hverri gamanþáttaröðinni á eftir annarri; Heilsubælið, Spaugstofan, Fóstbræður, Stelpurnar og núna síðustu árin hafa „vaktirnar“ slegið eftirminnilega í gegn. Aðal- sprautan í þeim og mörgum öðrum er Jón Gnarr, gam- anleikari og trúður af guðs náð, maður sem ég hef oft talið með þeim fyndnari á landi hér. Jón Gnarr hefur sannað sig í mýgrút hlutverka í út- varpi, síðan á sviði, á skjánum og nú síðast í metaðsókn- armyndinni Bjarnfreðarson. Sem kunnugt er dregur hún nafn sitt af leiðindapúkanum, vaktstjóraflóninu í þátt- unum Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni. Í þeim öllum var Jón Gnarr innsti koppur í búri, dró vagninn í aðalhlutverkinu og var einn textahöfundanna. „Íslands óhamingju verður allt að vopni“ sannast enn eina ferðina þegar heldur tvíræður brandari varð að veruleika hjá spaugaranum títtnefnda. Gleðigjafinn læddi því nefnilega út úr sér í miðjum hrunadansi lands og þjóðar á síðustu misserum, að hann ætlaði að blanda sér í borgarmálin í sinni ástkæru höfuðborg og stefndi ótrauður á borgarstjórastólinn. „Góður þessi“ voru almennu viðbrögðin við kátlegum yfirlýsingum skemmtikraftsins, sem lagði upp með fátt annað á sinni stefnuskrá en að hann ætlaði að fá undir sig eðalvagn til að geta rúntað um ríki sitt að kosn- ingasigri loknum, með einkabílstjóra undir stýri. Yfirlýsinguna tóku fæstir alvarlega enda hljómaði hún eins og beint úr kollinum á „vakta“-höfundum; eitt- hvað bitastætt yrði á skjánum á komandi löngum og ströngum vetri, sem vonandi fengi mann til að gleyma skuldasúpunni, bankaræningjunum, útrásarvíking- unum, forsetayfirlýsingunum, óðagengisfellingum og -verðbólgu með síhækkandi vöruverði, auk iðrakveisu náttúrunnar með tilheyrandi gjósku, landspjöllum, bú- sifjum og túristaflótta. Í sama mund og gosið var í rénun og krónuvesaling- urinn tók upp á því að braggast örlítið, semsagt jákvæð teikn á lofti, kom enn eitt reiðarslagið yfir þjóð sem var orðin lúbarin eins og harðfiskur á hestasteini: Höf- uðborgarbúar, einkum af vinstrivængnum, langþreyttir á hörmungum af manna völdum, ákváðu að gefa Jóni Gnarr og Besta flokknum hans byr undir báða vængi á kosningadaginn. Enginn hafði heyrt minnst á stefnuskrá né framtíðarplön úr þessum óvænta afkima borgarmál- anna, aðra en limósínudraumana og annað ámóta vit- urlegt sem fæstir lögðu eyrun við. En aldrei þessu vant var Jón Gnarr ekki að djóka og enn riðu yfir oss áföllin. Allt virðist á hraðferð úr ösk- unni í eldinn. „Hvað tekur nú við“ spyr hin hnípna þjóð í milljónasta skipti síðustu misserin. „Höfum við nú engan Jón Gnarr til að stytta okkur stundir næstu fjögur árin? Almáttugur minn.“ Það fyrsta sem borg- arstjóraefnið gerði var að gera einn ábúðarfyllsta mann í borgarpólitíkinni að sínum fylgisveini og andlegum föð- ur í völundarhúsi borgarmálanna (sem var rökrétt því Dagur B. reyndist afkastamesti stuðningsmaður Besta flokksins þegar rýnt er í tölur um hvaðan meg- instraumur kjósenda Besta flokksins kemur). Nú er að bíða, biðja og vona að Jón Gnarr og hans meðreið- arsveinar breyti ekki hlátri í grát, farsa í aulabrandara. saebjorn@heimsnet.is Bjarnfreðarson á borgarstjóravaktinni Höfum við nú engan Jón Gnarr til að stytta okkur stundir næstu fjögur árin? Morgunblaðið/Eggert Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.