SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 19
6. júní 2010 19 og ætlaði aldrei að syngja það aftur. Það þýddi ekkert og ég sættist fljótlega við það aftur. Í dag bregst ég alltaf glaður við þegar fólk biður mig að syngja Á sjó.“ Kyrjað í klofstígvélum Raunar má gera því skóna að fleiri Ís- lendingar kannist við Þorvald á sjó en Þorvald Halldórsson. Hann hlær þegar þetta er fært í tal. „Örugglega. Ég hef líka velt því fyrir mér að skrá mig sem „Þorvald Halldórsson á sjó“ í síma- skránni, sérstaklega eftir að fram á sjón- arsviðið kom alnafni minn sem líka er tónlistarmaður. Ég hef ekki látið verða af því en fékk mér netfangið thasjo@sim- net.is,“ segir hann. Th fyrir Þorvaldur, hitt segir sig sjálft. Á sjó er erlent lag en íslenski textinn er eftir Ólaf heitinn Ragnarsson, skóla- bróður Þorvaldar frá Siglufirði. En hefur Þorvaldur einhvern tíma verið á sjó? „Nei,“ svarar hann, stutt og laggott. „Reyndar fór ég einn túr með síldarbát út á Grímseyjarsund þegar ég var fimm- tán ára. Á útstíminu stóð ég frammi í stafni í klofstígvélum og söng sjó- mannalög. Þóttist vera mikil hetja. Þegar við komum í fjarðarkjaftinn fór hins vegar að gefa á bátinn og þegar komið var í land, sólarhring síðar, þurfti að styðja mig frá borði vegna sjóveiki og sjóriðu,“ segir hann og hlær ljúfsárum hlátri. Mörgum árum síðar keypti stjúpsonur hans trillu í Vestmannaeyjum og plataði Þorvald með sér í róður. Það fór á sama veg. Hann varð skelfilega sjóveikur. „Konan mín varð afskaplega glöð að þetta skyldi ekki ganga.“ Spilaði með ríkissaksóknara Þorvaldur fæddist á Siglufirði árið 1944. Hann lærði ungur á klarinett og stofnaði hljómsveit í grunnskóla á Siglufirði ásamt félögum sínum, Valtý Sigurðssyni, núverandi ríkissaksóknara, sem spilaði á harmonikku, Hallvarði Óskarssyni trommuleikara, sem síðar lamdi húðir með Lúdó, og Sigurði Daníelssyni píanó- leikara. „Eitt lagið sem við spiluðum var Kansas City með Fats Domino. Ég réð hins vegar ekki við klarinettupartinn á þessum tíma og söng hann bara í stað- inn. Þannig hófst eiginlega söngferill minn fyrir hreina tilviljun,“ segir Þor- valdur og brosir. Sumarið 1960, þegar Þorvaldur var á sextánda ári, ámálguðu liðsmenn vin- sællar hljómsveitar á Siglufirði, Fjórir fjörugir, það við hann að hann myndi syngja með þeim. Þorvaldur lét ekki segja sér það tvisvar. „Ég var upp með mér að fullorðnir menn vildu fá mig til að syngja með sér í helstu samkomu- húsum bæjarins, Hótel Höfn og Alþýðu- húsinu, og sló að sjálfsögðu til. Þetta var frábært sumar, ég vann á síldarplani á daginn en fékk að fara heim um sjöleytið til að búa mig undir dansleikina. Þannig gekk þetta vel flesta daga vikunnar.“ Spurður hvort enginn hafi gert at- hugasemd við aldur hans svarar Þor- valdur neitandi. „Ég fór að fara á böll fjórtán ára og var svo stór að ég var aldr- ei spurður um aldur.“ Aðalgatan logaði í slagsmálum Vinsælt var að spila nyrðra á þessum ár- um og Þorvaldur minnist þess að Guð- mundur Ingólfsson hafi meira að segja komið og leikið fyrir dansi í Alþýðuhús- inu. Með í för var Einar Júlíusson sem söng hástöfum íklæddur stuttbuxum. Mikið fjör var á Siglufirði enda síld- arævintýrið í algleymingi. „Það var frá- bært að vera á Siglufirði á þessum árum, það var ósvikin spenna og rómantík í andrúmsloftinu. Það var margt aðkomu- fólk að vinna við söltunina og stelpurnar gátu gert strákana vitlausa. Maður gat hæglega orðið skotinn í nýrri stelpu á hverjum degi, þannig lagað séð,“ segir hann hlæjandi. Hann man líka eftir erlendum sjó- mönnum í landlegum sem fylltu bæinn á daginn. „Þeir voru jafnvel búnir að vera vikum saman úti og komu skyndilega inn í fullan bæ af konum. Heimamenn höfðu ekki alltaf skilning á þessu og fyrir kom að aðalgatan logaði í slagsmálum.“ Löngu síðar flutti Þorvaldur til Vest- mannaeyja og þekkti sig strax þar. „Ver- tíðarstemningin var mjög hliðstæð í Eyj- um enda þótt engin væri síldin.“ Haustið 1960 settist Þorvaldur á skóla- bekk í Menntaskólanum á Akureyri og hélt áfram að dufla við tónlist. Eftir hálft annað ár hætti hann í MA og fór að læra rafvirkjun. Á þeim tíma söng hann með hljómsveit Hauks Heiðars á Hótel KEA. Hið mæta menningarhús Sjallinn kom til sögunnar á þessum árum og haustið 1964 bauð Ingimar Eydal Þorvaldi að ganga til liðs við hljómsveit sína sem hafði fast aðsetur í Sjallanum. Þorvaldur lét ekki segja sér það tvisvar. „Það gekk ljómandi vel hjá okkur, bullandi aðsókn og mikið fjör. Við pikk- uðum vinsælustu lögin upp úr Radio Luxembourg og gerðum jafnvel okkar eigin útsetningar. Ég er dimmraddaður og gat fyrir vikið ekki sungið eins og Paul McCartney, þannig að við þurftum að laga sum lögin að því. Akureyringar vöndust því fljótt og stundum voru þeir búnir að venjast okkar útsetningum áður en þeir heyrðu þá upprunalegu,“ segir hann. Leiftrandi músíkalskir Ingimar og Finnur Eydal voru sem frægt er leiftrandi músíkalskir og Þorvaldur segir það hafa verið unun að fá að kynn- ast og vinna með þeim. Fleiri góðir voru þarna, svo sem Vilhjálmur heitinn Vil- hjálmsson, Grétar Ingvarsson og Andrés Ingólfsson, sem allir voru góðir söngv- arar. Þeir sungu því oft fjórraddað. „Villi var tenórinn og ég á botninum og hinir tveir þar á milli. Það vakti undrun hvað þetta var framsækið.“ Síðar gengu söngkonurnar Erla Stef- ánsdóttir og Helena Eyjólfsdóttir til liðs við sveitina og eftir það voru gjarnan sungnir dúettar. Bandarísk lög voru áberandi. „Villi bar mesta ábyrgð á því. Hann var skemmti- lega öðruvísi tónlistarmaður. Villi var al- inn upp á Miðnesheiðinni og var fyrir vikið með hillbilly og kántrí í blóðinu. Hann spilaði líka á rafmagnsbassa sem þekktist ekki á Íslandi á þeim tíma.“ Þegar Vilhjálmur hætti í hljómsveit- inni ári síðar tók Þorvaldur við bass- anum. „Ég spilaði svolítið á gítar og Villa þótti blasa við að ég tæki við bassanum. Ég var ekki viss en lét mig hafa það. Bræðurnir fóru sjaldan troðnar slóðir þegar þeir voru í ham, þegar Finnur fór að blása Benny Goodman og Ingimar að spila Oscar Peterson á píanóið spilaði ég bara með eftir tilfinningunni,“ segir Þorvaldur hlæjandi. Þorvaldur lærði bæði rafvirkjun og húsasmíði enda var honum alltaf sagt að eitthvað yrði að taka við þegar tónlist- inni sleppti. „Það snerist eiginlega við,“ segir hann. „Ég vann lengi sem húsa- smiður en varð að hætta fyrir um áratug vegna slitgigtar. Þá var ég svo heppinn að fá vinnu við tónlistarflutning innan þjóðkirkjunnar og hef verið þar í fullu starfi síðan.“ Kirkjubjöllur séra Jónu Starf Þorvaldar felst í því að fara milli kirkna og stjórna tónlistarflutningi, auk þess sem hann spilar mikið og syngur fyrir eldri borgara. Eiginkona Þorvaldar, Margrét Scheving félagsráðgjafi, hefur starfað mikið innan kirkjunnar sem sjálfboðaliði með bónda sínum og samdi meðal annars vinsælt lag við sálminn Drottinn er minn hirðir. Í um áratug hefur Þorvaldur líka tekið þátt í helgihaldi í Kolaportinu einu sinni í mánuði, að undirlagi sr. Jónu Hrannar Bolladóttur. „Það er mjög skemmtilegt. Ég mæti alltaf heldur fyrr og spila fyrir gesti, Jóna Hrönn kallar mig kirkjubjöll- urnar sínar,“ segir Þorvaldur sposkur. Hann stendur einnig fyrir gosp- elkvöldi fyrir heimilismenn í Hátúni 10 og hefur sú dagskrá með tímanum þróast yfir í kvöldvöku með trúarlegu ívafi. „Það er gríðarlega gaman að taka þátt í þessu enda tilgangurinn að rjúfa ein- angrun hjá fólki. Það er magnað að sjá það gerast. Þetta fólk er upp til hópa orðið vinir mínir og margir syngja með mér. Aðrir segja brandara.“ Þorvaldur gerir víðreist í starfi sínu og kveðst hafa þurft að koma sér upp dag- bók. „Þegar ég var að smíða mundi ég bara hvenær ég átti að syngja en þegar ég gleymdi einu sinni að syngja við jarð- arför fékk ég mér dagbók. Ég hef ekki misst af bókun síðan.“ Þorvaldur er orðinn 65 ára en engan bilbug er á honum að finna. Hann er enn að semja lög og texta og ætlar að helga líf sitt tónlistinni meðan kraftar duga. „Það er engin spurning. Og hvers vegna ætti ég ekki að gera það? Sjáðu bara Bítlana sem eftir lifa og Rollingana. Þeir eru eldri en ég,“ segir Þorvaldur sem lætur Sjó- mannadaginn vitaskuld ekki líða án þess að hefja upp raust sína. Hann hlakkar sérstaklega til tónleikanna að þessu sinni enda verða þeir á fornum slóðum – á Siglufirði. Morgunblaðið/Golli Þorvaldur tekur lagið í Kolaportsmessu í fyrra en hann starfar að tónlist innan þjóðkirkjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.