SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 21
6. júní 2010 21
Munnangur sem ekki fer á tíu dögum,
hvítt og rautt, sárindi í hálsi, brjóstsviði og
áblástur á vörum. „Í guðanna bænum látið
líta á ykkur ef þið finnið fyrir einhverjum
af þessum einkennum. Því fyrr sem mein-
ið finnst, þeim mun meiri eru lífslík-
urnar.“
Rick segir algengt að meinið leiki fólk
grátt. „Raunar má segja að þeir sem lifa
krabbameinið af líti verr út en þeir sem
deyja af völdum þess. Það er vegna þess að
þegar læknar gera sér grein fyrir því að
baráttan er töpuð hætta þeir að gera að-
gerðir á fólki. Þeir skera aftur á móti þá
sem þeir telja hægt að bjarga í strimla. Ég
hef hitt ellefu einstaklinga í Bandaríkj-
unum sem fengu munnkrabba fyrir þrí-
tugt og lifðu af. Við hliðina á flestum
þeirra lít ég bara býsna vel út. Aðeins
fimm þeirra hafa haldið málinu. Tveir af
þessum ellefu eru konur sem báðar fengu
krabbameinið vegna reykinga.“
Tuttugu árum síðar er Rick enn að glíma
við hliðarverkanir krabbameinsins. Hann
var skorinn upp í fimmta sinn í ágúst síð-
astliðnum, þar sem sýkingin tók sig upp
eftir allan þennan tíma. Sú aðgerð gekk
vel. „Það munaði bara fimm millimetrum
að ég missti það litla sem eftir er af kjálk-
anum,“ segir Rick og þakkar sínum sæla.
Verkefnið valdi hann
Enda þótt Rick hafi fundið köllun sína í
því að berjast gegn tóbaksnotkun réð til-
viljun því að hann kom að þeim málum til
að byrja með. „Yngri bróðir minn, Dave,
sem nú er veðurfréttamaður í Sacra-
mento, vann að verkefnum fyrir land-
læknisembættið í Washington í tíð George
Bush eldri og var beðinn að fjalla um
munntóbaksnotkun. Eina fyrirstaðan var
sú að embættið hafði ekki fundið neinn
sem hafði lifað af krabbamein í munni.
„Bíðið hægir,“ sagði Dave. „Bróðir minn
hefur gert það.“ Þremur dögum síðar var
ég kominn á blaðamannafund ásamt land-
lækni Bandaríkjanna. Svona eru tilvilj-
anirnar skrýtnar,“ segir Rick og hlær.
Allar götur sínar hefur Rick helgað líf
sitt forvörnum gegn tóbaksnotkun.
„Hafnaboltasambandið bað mig um að
koma og tala við leikmennina, sjónvarps-
stöðin Nickelodeon hafði samband og eitt
leiddi af öðru. Það má eiginlega segja að
verkefnið hafi valið mig en ekki ég það.“
Í sautján ár hefur Rick ferðast vítt og
breitt með fyrirlestur sinn um skaðsemi
munntóbaks, aðallega um Bandaríkin og
Kanada. Hann kveðst vera á faraldsfæti að
jafnaði í um 110 til 140 daga á ári og heldur
þrjá fyrirlestra á dag. Rick lýsir áhuga á
því að koma til Íslands og gleðst þegar ég
tjái honum að Íslendingar tali upp til hópa
góða ensku. „Það er eins gott, ég hef
nefnilega engin tök á tungumáli ykkar.“
Rick er reiðubúinn að spjalla við alla
sem vilja hlusta en hópurinn sem hann
talar mest við eru skólabörn á unglinga-
stigi enda eru þau langlíklegust til að
ánetjast munntóbaki. Fyrirlestur hans
tekur um 45 mínútur í flutningi og sam-
anstendur af spjalli og slides-myndum. Þá
gefur hann fólki iðulega tækifæri til að
spyrja spurninga. „Ég hvet nemendur til
að spjalla við mig, maður á mann, þar sem
útlit mitt hefur mikil áhrif á fólk. Í raun
má segja að útlitið sé „tæki“ sem ég nota
hiklaust til að fanga athygli fólks. Fólk er
forvitið að eðlisfari og þegar það sér mig
vill það vita hvað kom fyrir. Mér hefur
verið afskaplega vel tekið og finnst ég ná
vel til krakkanna. Ég tala tæpitungulaust,
það er mitt eðli, án þess þó að ganga fram
af fólki.“
Markmiðið er að koma í veg fyrir
munntóbaksnotkun eða eins og Rick orðar
það: Gefa ungmennum eitthvað annað að
smjatta á. „Takist mér að fá einn ungling á
dag til að hætta tóbaksnotkun eða ákveða
að byrja aldrei hefur mér ef til vill tekist að
bjarga lífi hans. Þannig lít ég á þetta.“
Neyslan hefur aukist
Þrátt fyrir baráttu Ricks og fleira fólks
hefur neysla munntóbaks aukist í Banda-
ríkjunum á undanförnum árum. Rekur
hann þá staðreynd meðal annars til laga
um reykingabann á veitingastöðum,
knæpum og í opinberum byggingum.
„Fólk má hvergi reykja lengur innan dyra,
sem er auðvitað jákvætt. Það breytir hins
vegar ekki því að fólk þarf að fá nikótínið
sitt og þá er munntóbakið valkostur.
Margir trúa því líka ennþá að munntóbak
sé skaðlaust.“
Að sögn Ricks greinast um þrjátíu þús-
und Bandaríkjamenn með krabbamein í
munni á ári hverju, um 90% þeirra vegna
tóbaksnotkunar. „Baráttan heldur áfram.
Ríkin hafa að vísu mismikinn skilning á
þessu vandamáli og verja fyrir vikið mis-
háum upphæðum í forvarnir. Nú er hart í
ári en vonandi bera stjórnmálamenn gæfu
til þess að láta það ekki koma niður á for-
vörnum. Það er alltof mikið í húfi. Börn
eru upp til hópa skynsöm og vel gefin.
Þetta snýst því bara um að koma upplýs-
ingunum á framfæri við þau. Geri þau sér
grein fyrir skaðsemi tóbaks munu flest
þeirra velja að láta það eiga sig.“
’
Fólk er forvitið að
eðlisfari og þegar það
sér mig vill það vita
hvað kom fyrir. Mér hefur
verið afskaplega vel tekið
og finnst ég ná vel til
krakkanna. Ég tala tæpi-
tungulaust, það er mitt eðli,
án þess þó að ganga fram af
fólki.“
É
g man að þegar ég var tólf ára leiddi ég einu
sinni stelpu. Hún hét – bíddu nú við – mig
langar að segja Kristín – en ég er ekki alveg
viss. En það var bara einhvern veginn
hvernig hún hélt í höndina á mér sem var alveg off.
Puttarnir pössuðu ekki saman. Maður veit það um
leið og maður tekur í höndina á einhverjum hvort
hendurnar passa saman. Þumallinn uppað þumlinum,
vísifingur uppað vísifingrinum. Hljómar einfalt. Það
ætti ekki að vera hægt að klúðra þessu. En hún klúðr-
aði þessu, blessunin. Ég er alls ekkert að segja að hún
sé slæm manneskja, alls ekki. Hendurnar á okkur
bara pössuðu ekki saman. Og það var á þessu augna-
bliki sem ég vissi að það yrði aldrei neitt úr þessu hjá
okkur. Sem var kannski ágætt vegna þess að ég var
tólf ára. En ég áttaði mig á því mjög fljótlega að það
skiptir rosalega miklu máli að finna einhvern sem
„fittar“. Það bara gengur ekki að eyða lífinu með ein-
hverjum sem bara passar manni alls ekki. Það er
svona svipað og að vera á skíðum í alltof þröngum
skíðaskóm. Maður rennir sér alveg niður og allt það,
en maður nýtur þess alls ekki eins og ef maður væri í
skíðaskóm sem pössuðu. En maður lætur sig hafa það,
af því að það er nú búið keyra alla leið norður og
svona.
Makaleitin hefst snemma. Það má eiginlega líkja
þessari makaleit við eina allsherjar skrúðgöngu. Mað-
ur gengur. Fylgist með. Gengur aðeins lengra. Og ef
það er einhver sem manni líst vel á stoppar maður og
spjallar. Ef hlutirnir ganga ekki upp ferðu bara aftur í
skrúðgönguna og heldur áfram að ganga. Og fylgjast
með. Leitin getur auðvitað tekið mislangan tíma.
Sumir eru heppnir, eru nánast bara rétt byrjaðir í
skrúðgöngunni og finna einhvern mjög áhugaverðan
strax. Elísabet Taylor hefur verið óheppnari. Og fram-
tíðin er ekkert sérlega björt hjá henni þessa dagana
því hún er að drepast úr liðagigt og fer hægt yfir.
Persónulega finnst mér samt að fólk með liðagigt eigi
fullan rétt á að lifa hamingjusömu ástarlífi. Flest okk-
ar finna einhvern áhugaverðan í skrúðgöngunni og
fara að búa með viðkomandi. Stundum áttar fólk sig á
því að það hefur farið mannavillt og skilar viðkom-
andi og nær í þann rétta, sem fittar hugsanlega miklu
betur. Sumir vilja bara komast aftur í skrúðgönguna
vegna þess að þeim finnst svo gaman í skrúðgöngum.
Það er allur gangur á þessu.
Það breytir engu hversu ástfanginn þú ert, það
kemur alltaf að því að þú spyrð sjálfan þig; „Hún er
frábær og ég elska hana og allt það, en ef ég á eftir að
vera með henni það sem eftir er á hún eftir að komast
að því hvernig ég virkilega er. Og það getur varla
verið gott, eða hvað?!“
Ég held nefnilega að okkur finnist það skelfileg til-
hugsun að annað fólk komist að því hvernig við erum
í raun og veru. Við höfum komist upp með okkur sjálf
gagnvart okkur sjálfum vegna þess að við manipúler-
um okkur sjálf fram í rauðan dauðann. Ég er til dæm-
is alveg einstaklega meðvirkur þegar kemur að sjálf-
um mér. Ég er meistari í að tala sjálfan mig til. En
sennilega miklum við þetta fyrir okkur og komumst
að því að makar okkar eru bara ekkert að pæla svona
mikið í okkur. Eins og ég komst að þegar ég átti fyrir
þó nokkru eftirfarandi samtal við kærustuna:
„Ég hrýt sko.“
„Það er allt í lagi.“
„Nei, sko... ég hrýt. Og það heyrast stundum lög.“
„Böggar mig bara ekki neitt.“
„Einu sinni hraut ég lagstúf úr Kardemommubæn-
um.“
„Ég elska Kardemommubæinn.“
„Ókei. Flott. Mér fannst bara að þú ættir að vita
þetta.“
Hönd
í hönd
Pistill
Bjarni Haukur
Þórsson