SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 16
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur nú um helgina um mest allt land. Hefur verið haldið upp á daginn frá því undir lok fjórða áratugarins og er hann nú orðinn mikil hátíð, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum landsins. Er hann haldinn fyrsta sunnudag júnímánaðar ár hvert nema þegar hvítasunnudag ber upp á þann dag. Á þessum hátíðardegi sjómanna er gjarnan keppt í öllu mögulegu, og jafnvel ómögulegu líka, sem tengist hafinu og sjómennskunni. Reipitog, róðrarkeppni og dorgveiði, allt er þetta eins óaðskiljanlegir fylgihlutir sjómannadags og hangikjöt með uppstúf er jólunum. Þá er hinn víðfrægi belgjaslagur sívinsæll þar sem tveir keppendur sitja á bómu sem gengur út af bryggjunni og etja kappi þar til annar, eða báðir, bíða holdvotan ósigur á bólakafi í höfninni við mikla kátínu áhorfenda, og vonandi sín sjálfra. Að keppninni lokinni fallast svo jafnvel svörnustu andstæðingar úr belgjaerjum í faðma og kyrja gamalkunna sjómannasöngva langt fram á rauða nótt á dansiböllum og skemmtunum. Þess má geta að í Reykjavík hefst Hátíð hafsins á laugardag og stendur hún yfir helgina með fjölbreyttri dagskrá í anda sjómennskunnar. Á meðal margs annars verð- ur boðið upp á siglingu um sundin og færeyskan dans sem fær að duna á Gömlu- dansaballi í gamla Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Fiskur hátíðarinnar í ár er karfi og geta gestir gætt sér á honum og öðru lostæti víðsvegar á hafnarsvæðinu. Ljósmyndarar Morgunblaðsins tóku þessar skemmtilegu myndir af hafnarlífi í Reykjavík og í Hrísey. Alvöru sjóbissness Bak við tjöldin Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is og Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.