SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 16

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 16
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur nú um helgina um mest allt land. Hefur verið haldið upp á daginn frá því undir lok fjórða áratugarins og er hann nú orðinn mikil hátíð, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum landsins. Er hann haldinn fyrsta sunnudag júnímánaðar ár hvert nema þegar hvítasunnudag ber upp á þann dag. Á þessum hátíðardegi sjómanna er gjarnan keppt í öllu mögulegu, og jafnvel ómögulegu líka, sem tengist hafinu og sjómennskunni. Reipitog, róðrarkeppni og dorgveiði, allt er þetta eins óaðskiljanlegir fylgihlutir sjómannadags og hangikjöt með uppstúf er jólunum. Þá er hinn víðfrægi belgjaslagur sívinsæll þar sem tveir keppendur sitja á bómu sem gengur út af bryggjunni og etja kappi þar til annar, eða báðir, bíða holdvotan ósigur á bólakafi í höfninni við mikla kátínu áhorfenda, og vonandi sín sjálfra. Að keppninni lokinni fallast svo jafnvel svörnustu andstæðingar úr belgjaerjum í faðma og kyrja gamalkunna sjómannasöngva langt fram á rauða nótt á dansiböllum og skemmtunum. Þess má geta að í Reykjavík hefst Hátíð hafsins á laugardag og stendur hún yfir helgina með fjölbreyttri dagskrá í anda sjómennskunnar. Á meðal margs annars verð- ur boðið upp á siglingu um sundin og færeyskan dans sem fær að duna á Gömlu- dansaballi í gamla Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Fiskur hátíðarinnar í ár er karfi og geta gestir gætt sér á honum og öðru lostæti víðsvegar á hafnarsvæðinu. Ljósmyndarar Morgunblaðsins tóku þessar skemmtilegu myndir af hafnarlífi í Reykjavík og í Hrísey. Alvöru sjóbissness Bak við tjöldin Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is og Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.