SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 38
38 6. júní 2010 B iðin, sem mér virtist óralöng, er á enda. Loksins, loksins er myndin Sex and the City 2 komin í kvikmyndahús lands- ins. Hún var frumsýnd með pomp og prakt síðastliðinn miðvikudag og hafa vinkonurnar fræknu; Carrie, Miranda, Samantha og Charlotte hlotið góðar viðtökur eins og þeirra var von og vísa. Konur landsins streyma nú í bíó í góðra vina hópi til að upplifa enn eitt æv- intýrið. Þær eru hver annarri glæsilegri enda gefst sjaldan annað eins tækifæri til að dressa sig upp fyrir bíóferð. Engin venjuleg bíóferð Þrátt fyrir að aðstandendur mynd- arinnar hafi sagt hverjum sem heyra vildi að framhaldsmyndin yrði látlaus- ari en sú fyrri og í takt við það efna- hagsástand sem nú ríkir í heiminum gekk það ekki eftir. Tíska og lífsstíll stelpnanna hefur aldrei verið með jafn miklum glæsibrag. Eitt er víst að fram- leiðendur myndarinnar hafa ekki lent í klóm kreppunnar því ekkert var til sparað og heimildir herma að hátt í 1,3 milljörðum íslenskra króna hafi verið varið til fatakaupanna einna. Það er því næstum ógerningur að sitja í gömlum lörfum þegar kvartettinn birtist á stóra skjánum í hverri glæsiflíkinni á eftir annarri. Að öllum líkindum taka vin- konuhópar svo frá tíma að myndinni lokinni þar sem þær hittast, gleyma stað og stund, dreypa á nokkrum kok- teilum yfir góðu slúðri og missa sig í glamúrnum. Veisla fyrir augað Sama hvað gagnrýnendur hafa um myndina að segja er hún algjört skylduáhorf fyrir aðdáendur og hvern þann sem elskar tísku. Ef marka má aðalleikkonu myndarinnar, Söruh Jes- sicu Parker, verður þetta ein stærsta tískusýning allra tíma: „Við erum með heilt iðnaðarhús sem er þrjú til fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er bókstaflega troðið af fötum frá öllum helstu fatahönnuðum. Þar er sér her- bergi fyrir skó, annað fyrir skartgripi og enn eitt fyrir töskur. Húsið er líkt og annar heimur.“ Þetta mikla umstang kemur ekki á óvart því eins og önnur aðalleikkona myndarinnar, Cynthia Nixon, komst svo vel að orði eru fötin í raun eins og ein af aðalpersónum myndarinnar. Og svo ég vitni í Ladda; „boy ó boy“ er sú persóna látin njóta sín. Þær stórstjörnur sem birtast á stóra skjánum eiga sinn þátt í að gefa mynd- inni tískusjarma. Liza Minelli, Heidi Klum, Penélope Cruz, Miley Cyrus og Mariah Carey eru meðal þeirra fjöl- mörgu frægu andlita sem slást í för með vinkonunum fjórum en mjög eft- irsóknarvert þykir að fá að leika í myndinni. Fjölmargar þekktar leik- konur sóttust fast eftir hlutverki en hrepptu ekki hnossið. Flottar á litla og stóra skjánum Líkt og svo margir vita eru myndirnar um þennan þekkta vinkvennahóp byggðar á samnefndum sjónvarpsþátt- um sem lengi voru til sýningar á rúv. Þar veittu stelpurnar okkur aðdáendum hvaðanæva úr heiminum tækifæri til þess upplifa hinn ljúfa lífsstíl kvenna í hátískuborginni New York. Framleið- endur Sex and the City hafa frá fyrsta þætti lagt mikið upp úr því að hafa að- alstjörnur sínar flottar í tauinu. Fjár- magn var þó takmarkað þegar þættirnir hófu göngu sína og því hefur klæðn- aður stelpnanna breyst í gegnum árin. Að mínu mati hefur það ekki komið að sök og í rauninni hentað söguþræð- inum vel. Í fyrstu þáttaröðunum voru þær að byggja upp starfsferil sinn og höfðu ekki úr miklu að moða. Með vaxandi vinsældum og auknu fjármagni urðu þættirnir glæsilegri og tískumerk- in í hávegum höfð. Þegar þáttaraðirnar runnu sitt skeið voru þær orðnar að framakonum með næga peninga til að viðhalda sínum háklassa lífsstíl. Þegar svo fyrsta mynd Sex and the City kom út var vinkvennahópurinn orðinn óað- finnanlegur. Tískufyrirmyndir Það er alveg sama hvað stelpurnar taka sér fyrir hendur, flestallt sem þær gera, klæðast eða bera verður að tískufyr- irbrigði. Þær virðast hafa jafn mikil áhrif og helstu tískumógúlar samtím- ans … ef ekki meiri. Þeir hönnuðir sem þær hafa komið sér á framfæri við prísa sig sæla með að hafa fengið svo áhrifa- Glamúr í borginni Konur landsins flykkjast nú í sínu fínasta pússi í kvikmyndahús til að skyggnast inn í heim Carrie Bradshaw og vinkvenna hennar þar sem tískan ræður ríkjum. Stelpurnar hafa engu gleymt, eru enn með tískuvitin í lagi og bjóða upp á tveggja tíma stórglæsilega tískusýningu í nýjustu mynd sinni Sex and the City 2. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Leikin af Söruh Jessicu Parker. Fyndna og dramatíska vinkonan Carrie er dálkahöfundur dagblaðsins The New York Star og var á tímabili sjálfstætt starfandi fyrir tísku- tímaritið Vogue. Hún er sögumaður Sex and the City sem henni fer vel úr hendi, enda ein- staklega orðheppin og notar oftar en ekki hnyttnar tískumyndlíkingar. Carrie elskar allt sem viðkemur tísku og er óhrædd við að breyta útliti sínu. Fataskápur hennar er stút- fullur af fötum, sama hver peningastaða henn- ar er, og hún á heilan hafsjó af skóm. Fram- leiðendur eyða mesta púðrinu í útlit hennar enda bíða aðdáendur spenntir eftir að sjá hverju hún tekur upp á að klæðast. Stíll henn- ar er tilburðamikill en á sama tíma kvenlegur. Hún virðist hafa sagt skilið við Vintage-flíkurnar sem einkenndu hana svo lengi og er orðin þræll tískjumerkjanna. Carrie heldur þó áfram að taka áhættu í klæðaburði Setningin: „Skyndilega leið mér eins og ég væri klædd arfa í troðfullu herbergi af fólki í Chanel.“ Mennirnir: Mr. Big, Aidan Shaw, Jack Berger og Aleksandr Petrovsky. Carrie Bradshaw Leikin af Kristin Davis. Charlotte York er hjartahreina vin- konan og húsmóðir með meiru sem áður hafði unun af því að vinna í list- galleríi. Hún er með eindæmum já- kvæð og gerir allt fyrir ástina. Hver man ekki eftir þættinum þegar hún fetaði í fótspor Elizabeth Taylor og gerðist gyðingur til þess að geta gengið í hjónaband með Harry. Ólíkt vinkonum sínum á hún í erfiðleikum með að tala opinskátt um kynlíf og fer í kleinu þegar Samantha lætur allt flakka. Fatastíll hennar er klass- ískur, sætur og mjög litríkur. Hún ber ekki mikið af skartgripum nema þeir séu látlausir en fullkomnar útlit sitt með litlum töskum og flottum skóm. Setningin: „Ég hef verið að fara á stefnumót síðan ég var fimmtán ára. Ég er dauðþreytt. Hvar í fjáranum er hann?“ Mennirnir: Trey MacDougal, Harry Goldenblatt Charlotte York Tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.