SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 7
6. júní 2010 7
C
liff Clavin, bréfber-
inn og barflugan
sem vissi allt manna
best, er áhorfendum
Ríkissjónvarpsins að góðu
kunnur úr sjónvarpsþátt-
unum Staupasteini frá níunda
áratugnum. Færri kunna þó
deili á leikaranum sem lék
Clavin sem sat á barnum tím-
unum saman án þess að virð-
ast þurfa að bera út póstinn.
Sá heitir John Ratzenberger
og er Bandaríkjamaður,
fæddur í Connecticut árið
1947. Leikferillinn hófst á átt-
unda áratugnum og fékk Rat-
zenberger nokkur smáhlut-
verk í stórum myndum eins
og Ghandi, Súperman I og II,
svo ekki sé minnst á Stjörnu-
stríð: Gagnárás keisaradæm-
isins.
Það var svo árið 1982 sem
Ratzenberger landaði hlut-
verki Cliff Clavin í nýjum
gamanþætti á NBC að nafni
Staupasteinn. Upphaflega
mætti leikarinn í prufu til að
spreyta sig á hlutverki Norm
Peterson en þegar hann gerði
sér grein fyrir að hann fengi
ekki hlutverki spurði hann
hvort búið væri að skrifa
hlutverk besservissersins á
barnum. Framleiðendunum
leist svo vel á hugmyndina að
Ratzenberger fékk hlutverkið.
Þættirnir áttu eftir að ganga í
ellefu ár og sanka að sér
Emmy- og Golden Globe-
verðlaunum.
Eftir að Staupasteinn rann
sitt lokaskeið hefur Ratzen-
berger aðallega getið sér gott
orð fyrir talsetningar Pixar-
teiknimynda. Tveimur árum
eftir að framleiðslu á þátt-
unum var hætt fékk hann
hlutverk sparibauksins í
Leikfangasögu og síðan hefur
hann reglulega hlotið hlut-
verk í myndum fyrirtækisins.
Þannig hefur hann meðal
annars komið fram í Mon-
sters, Inc., Finding Nemo,
The Incredibles og Up. Þá
hefur hann leikið auka-
hlutverk í That 70’s Show,
stjórnað sínum eigin þætti á
Travel Channel og keppt í
fjórðu seríu af Dancing with
the Stars.
Þökk sé hlutverkunum í
hinum geysivinsælu Pixar-
myndum og aukahlutverk-
unum í Súperman og Stjörnu-
stríðsmyndunum í upphafi
ferilsins situr Ratzenberger í
sjötta sæti á lista yfir þá leik-
ara sem best hefur vegnað í
miðasölu kvikmyndahúsa. Þar
trónir hann ofar stórleikurum
eins og Tom Cruise, Bruce
Willis og Johnny Depp svo
einhverjir séu nefndir.
Ratzenberger hefur einnig
verið virkur í stjórnmálum en
hann er harður repúblikani.
Hann studdi John McCain í
forsetakosningunum gegn
Barack Obama og kom fram á
nokkrum viðburðum flokks-
ins ásamt Kelsey Grammer
sem lék sálfræðinginn Frasier
í Staupasteini og síðar í sam-
nefndum þáttum. Þá var Rat-
zenberger andsnúinn heil-
brigðisfrumvarpi Obamas í
fyrra sem hann kallaði sósíal-
isma. Hann íhugar nú að
bjóða sig fram sem fulltrúi
Connecticut til öldungaþings
Bandaríkjanna árið 2012.
Næst er hægt að heyra í
Ratzenberger í Leikfangasögu
3 sem frumsýnd verður í
sumar.
kjartan@mbl.is Cliff gamli Clavin í essinu sínu á Staupasteini forðum.
John Ratzenberger
John Ratzenberger leikari í dag.
Hvað varð um ...
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs