SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 2
2 25. júlí 2010
4 Þegar Tígurinn er að heiman …
Vikuspeglar um breytt landslag í golfinu, áhrif kreppunnar á loftslagið
og nýja knattspyrnustjórann hjá Liverpool.
13 Beggja vegna linsunnar
Bergþór Sigurðsson hefur opnað sýningu á ljósmyndum á Norðurbrún
1. Hann á einnig að baki athyglisverðan feril sem fyrirsæta.
28 Hér vaxa engin eplatré?
Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina.
38 Náttúruundur á
heimsmælikvarða
Þorvarður Árnason, hefur sent frá sér ljós-
myndabók sem helguð er Jökulsárlóni. Bókin
verður fáanleg á fjórum tungumálum.
40 Matur og vín
Friðrik V. á slóðum Laxdælu og Stein-
grímur Sigurgeirsson segir að Kalifornía
sé málið en ríkið sé ekki bara Napa og
Sonoma.
Lesbók
50 Heiðarleiki og hófsemi
Gunnar Hersveinn sendir bráðlega frá sér bók þar sem fjallað verður
um þjóðgildin sem valin voru á Þjóðfundinum í fyrra.
52 Móðir náttúra gælir við mann
Náttúrulaugar eru ákaflega skemmtilegar, að dómi Jónasar Margeirs
Ingólfssonar.
54 Gallerí í ævintýraleit
Myndlistarhátíðin Villa Reykjavík skoðuð.
32
37
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
F
yrir nokkrum árum ákvað breskur ruglu-
dallur að reyna að sprengja flugvél í loft
upp með sprengju í skónum sínum. Flug-
freyjur stöðvuðu hann þar sem hann
rembdist við að fíra upp í kveikiþræðinum á öðrum
skónum sem hann hélt á í fanginu. Svo virðist sem
kveikiþráðurinn hafi verið of rakur til þess að hann
næði að kveikja í honum vegna þess að hann hafði
gengið í skónum í lengri tíma en hann hafði gert ráð
fyrir og svitnað í skóna. Hver segir að táfýla geti
ekki verið af hinu góða?
Í kjölfarið á uppátækjum skósprengjumannsins
ógurlega hafa blásaklausir flugfarþegar um allan
heim þurft að sæta því að vera látnir fara úr skónum
við öryggisleit á flugvöllum, svona til þess að fyr-
irbyggja að þeir feti í fótspor skóorrustumannsins.
Eins og það hafi verið á eftirlitið bætandi. Ekki er
nóg með að fólk þurfi að taka af sér belti og yf-
irhafnir áður en það er látið ganga plankann sem er
málmleitarhliðið á milli vonar og ótta um að það
hafi gleymt smáklinki í vasanum og hljóti ónáð
málmleitarguðsins sem pípar af offorsi á það í allra
augsýn.
Guð hjálpi þér svo ef að þér skyldi hafa hvarflað
að taka með þér tannkrem, ilmvatn eða vatnsflösku
í flugið. Allt sem er á vökvaformi er umsvifalaust
rifið af manni enda aldrei að vita hvaða óskunda út-
smoginn hemdarverkamaður gæti gert með of
marga desílítra af Colgate.
Á Newark-flugvelli í New Jersey er ég nýbúinn að
ganga í gegnum þessa skammargöngu sem röðin í
gegnum öryggisleitina er. Við innritunina var ég
spurður í þaula hvort ég hefði ekki örugglega verið
með handfarangrinum mínum öllu stundum og
hvort óprúttinn aðili hefði nokkuð laumað ein-
hverju í hann. Á flugvellinum heima á Íslandi voru
andstæðingar hvers kyns vökva á flugvöllum búnir
að ganga skrefinu lengra og hugðust meina mér að
fara með vatnsflösku keypta á flugvellinum um
borð í vélina. Þegar ég var svo látinn taka af mér
belti og skó í leitinni komst ég að því mér til hryll-
ings að annar sokkurinn var með risagati og var nú
afhjúpað fyrir öllum flugvallargestum. Það er jafn-
vel verra en að láta hliðið gelta á sig.
Þegar ég sest niður fyrir framan rétta hliðið og
reyni að jafna mig eftir þessa niðurlægjandi reynslu,
opna ég töskuna og fálma eftir einhverju að lesa til
þess að stytta mér stundir þar til hleypt verður um
borð. Sem ég þreifa fyrir mér finn ég fyrir nokkru
óvæntu á botni töskunnar, nokkru sem ítarleg ör-
yggisleitin virðist á ótrúlegan hátt hafa misst af og
ef hún hefði fundið hefði ég getað endað í margra
klukkutíma yfirheyrslu og með möguleika á enda-
þarmsleit á bak við luktar dyr. Nei, þetta er ekki
byssa enda hefði ég líklega sloppið í gegn með hana
með réttu leyfunum. Mér hefur tekist það sem ótal
hryðjuverkasamtökum hefur ekki tekist. Upp dreg
ég 100% hreinan eplatrópí. Hver veit hvað ég gæti
gert með hann!
kjartan@mbl.is
Það er ekki tekið út með sældinni að komast í gegnum öryggisleit á flugvöllum nú til dags.
Reuters
Sigrast á leitinni
26. júlí
Næstkomandi mánudag efnir Mótettukór Hallgrímskirkju til sumar-
tónleika í kirkjunni. Þetta verða léttir og þjóðlegir tónleikar, en á fyrri hluta
efnisskrárinnar eru trúarleg verk eftir íslensk tónskáld og á þeim seinni
veraldlegar kórperlur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast
kl. 20 og það kostar 3000 kr. inn, en 1500 kr. fyrir listvini kirkjunnar, eldri
borgara og öryrkja. Börn yngri en 12 ára fá ókeypis inn.
Mánudagur hjá Mótettukórnum
Við mælum með …
25. júlí
Þennan dag verður
hinn árlegi barnadag-
ur haldinn hátíðlegur í
Viðey. Á dagskrá verð-
ur m.a. barnamessa, Gunni og Fel-
ix skemmta og hægt verður að
skella sér á hestbak. Nánar á
www.videy.com.
25.júlí
Nú eru 70 ár liðin frá því að
breskur her steig hér á land og af
því tilefni hefur verið opnuð sýning
á Árbæjarsafni um
stríðsárin á Íslandi. Í
dag verður boðið upp
á sérstaka leiðsögn
um sýninguna kl. 13
og 15.
28. júlí
Næstkomandi miðvikudag efna
gleðisveitirnar Hvanndalsbræður
og Ljótu hálfvitarnir til tónleika í
Höllinni í Vestmannaeyjum. Fjörið
hefst kl. 21.
Þessir rússnesku spörfuglar kæla sig í gosbrunni í Moskvu þar sem
hitabylgja hefur verið að kæfa borgarbúa undanfarið. Hefur hitastigið
náð 36°C. Hefur sú sjaldgæfa sjón sést að bikiníklæddar stúlkur sóli sig
í almenningsgörðum borgarinnar norðlægu. Aðrir fylgdu fordæmi
fuglanna og böðuðu sig í gosbrunnum til þess að hafa af heitasta tíma
dagsins enda íbúar borgarinnar vanari vetrarhörku en hitamollu.
Veröldin
Reuters
Fuglabað í Moskvu