SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 15
25. júlí 2010 15 M ér skilst að hún gangi rosalega vel. Þær fréttir sem ég fæ eru að hún hafi selst í metsölu og fengið bara frábærar viðtökur Það er náttúrlega mjög ánægjulegt,“ segir Helgi Björnsson um plötuna „Þú komst í hlaðið“ sem hann og hljómsveit hans Reiðmenn vindanna gáfu út í kringum síðustu mánaðamót. Helgi er búsettur í Berlín þar sem hann stendur í leikhúsrekstri og hefur því fylgst með velgengni nýju plötunnar úr fjarlægð en hún trónir á toppi lista Tónlistar.is yfir vinsælustu plötur landsins. Á sama tíma er lagið „Sem lindin tær“ af plötunni í efsta sæti yfir vinsælustu lögin á síðunni. Fyrri plata Helga og Reiðmannanna, „Ríðum sem fjandinn“, sem kom út fyrir tveimur árum hlaut frábærar móttökur hjá ís- lenskum plötukaupendum og seldist hún í um sjö þús- und eintökum. „Þú komst í hlaðið“ er því á góðri leið með að feta í fótspor fyrirrennara síns. „Ríðum sem fjandinn“ var nokkurs konar óður til hestamennsku og hestamanna og á „Þú komst í hlaðið“ feta Helgi og fé- lagar svipaðar slóðir sem nálgast kántrítónlist. „Fyrri platan var meira kántrískotin en þessi nýja kannski. En kántrí er sveitatónlist og það er svolítil ís- lensk sveit í þessari tónlist og ég hef hugsað það út frá því,“ segir Helgi. – Margir tengja hugtakið kántrítónlist kannski frek- ar við ákveðna tónlistarstefnu í Bandaríkjunum. Þessi nýja plata flokkast varla undir þá stefnu? „Það er auðvitað alveg rétt. Miðað við þá skilgrein- ingu var fyrri platan meira í ætt við bandaríska kántrí- tónlist en þessi en ég hef leyft mér að útvíkka þetta og hugsa frá þessum forsendum, það er að segja íslensku sveitinni. Mér finnst gaman að finna þessi lög sem að eru sungin af þjóðinni og ég hef heyrt sungin í hesta- ferðum, útilegum og partíum. Oft eru þetta lög sem eru ekki til nema í útsetningum karlakóra eða einsöngvara. Mér finnst gaman að taka svona lög og setja þau í aðeins nútímalegri búning.“ – Það má kannski segja að þú sért að færa þau í al- þýðlegri búning? Já, og kannski að setja aðeins meiri „grúv“ í þau, takt og hrynjandi. Við settum aðeins meira kántrí í lög eins og „Undir bláhimni“ og „Gamla sorrí grána“. Svo er smárokkabillí eða sörftaktur í „Vinakveðju“ og „Bíólag- inu“. „Fram í heiðanna ró“ er svo aftur blúskenndara grúví gítarspil. Það er gaman að blanda saman banda- rískum áhrifum við þessi tæru íslensku sönglög sem þjóðin er búin að syngja áratugum saman.“ Platan var tekin upp á tiltölulega stuttum tíma að sögn Helga, á um tveimur vikum, og var hún að miklu leyti tekin upp „læv“ með allri hljómsveitinni í einu. „Mér finnst engin ástæða til að hanga yfir þessu. Ég þarf ekkert meiri tíma. Þetta tekur bara þann tíma sem það þarf að taka. Auk þess finnst mér alltaf nást fram meiri stemning og persónuleiki í „læv“ upptökum held- ur en í einhverjum fullkomnum upptökum ef það má orða það þannig. Þú getur alveg náð tæknilega betri spilamennsku eða söng með því að taka hvert þeirra upp fyrir sig en á móti þá missir frammistaðan ákveðið líf.“ – Hvernig var andinn í hópnum á meðan á upptök- unum stóð? „Það var einstaklega gaman að taka upp þessa plötu og rosagóður fílingur hjá okkur. Bandið small vel saman og þetta gekk mjög vel og átakalaust. Þá verður mjög gaman. Við duttum niður á mörg skemmtileg grúv í mörgum þessum lögum sem menn sáu kannski ekki al- veg fyrir sér fyrirfram, sem menn sáu ekki hvernig virkuðu fyrir sveit eins og okkar þegar þeir hlustuðu á einhverjar karlakórsútgáfur. Svo voru skemmtilegir hlutir eins og að strákarnir í hljómsveitinni Buff komu og sungu nokkrar raddir fyrir okkur. Það var alger snilld, þeir hljómuðu eins og heill karlakór á köflum og gáfu plötunni mjög skemmtilegan svip.“ Stefnir á kvikmyndaleik í Evrópu Eins og áður sagði býr Helgi í Berlín þar hann á hlut í leikhúsinu Admiral Palast í félagi við aðra. „Já, ég er ennþá hluthafi þar en svo hef ég aðeins ver- ið að leika og reyna að koma mér áfram í kvikmynda- geiranum í Evrópu. Ég hef verið að reyna að ýta mér að- eins lengra þar og þá er náttúrlega gott að vera hér í Berlín í hjarta Evrópu. Ég lék í mynd á síðasta ári og er að fara að taka upp mynd í Ungverjalandi í ágúst eða september. Svo verður væntanlega önnur mynd í Aust- urríki eftir áramót. Þetta tekur allt sinn tíma og svo er þessi kvikmyndabransi eins og menn þekkja lengi að koma hlutum á koppinn, útvega fjármagn og annað slíkt, þannig að verkefni eru gjarnan lengi í deiglunni. – Geturðu eitthvað sagt mér frá myndinni sem þú leikur í núna í haust? „Þessi mynd heitir „Mannerheim“ og er finnsk/þýsk/ ungversk mynd sem fjallar um samnefnda þjóðhetju Finna. Mannerheim þessi var nokkurs konar Jón Sig- urðsson þeirra Finna, hershöfðingi sem leiddi þá í gegn- um tvær styrjaldir gegn Rússum, meðal annars Vetr- arstríðið og er alger táknmynd þar í landi. Finnski leikstjórinn Renny Harlin hefur meðal annars leikstýrt einni af „Die Hard“-myndunum bandarísku. Ég er bara í litlum hlutverkum eins og er en vonandi fara þau stækkandi. Ég á að leika einhvern gallerista á Frönsku Rívíerunni en það getur verið að ég verði færður til en ég fæ að vita það á næstu vikum.“ – Er stefnan svo tekin á toppinn í kvikmyndaheim- inum eftir það, beint til Hollywood? „Það er nú ekkert endilega stefnan en það er frábært að fá að reyna fyrir sér í kvikmyndum annars staðar en heima þannig að á meðan eitthvað er í gangi í þeim efn- um grípur maður tækifærið. En það eru nú engin áform um heimsyfirráð eða dauða.“ – En þú ert þá líklega ekkert á leiðinni að fara leika heima á Íslandi á næstunni? „Jú, reyndar er ég að fara núna að leika lítið hlutverk í sjónvarpsþáttaröð á Akureyri sem á að sýna á Skjá ein- um í haust sem heitir „Hæ, gosi“. Þetta er sex eða sjö þátta gamanþáttasería. Þeir leika aðalhlutverkin þeir bræður Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir. Ný plata í farvatninu Helgi varð fyrst þekktur sem kraftmikill söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól sem hefur verið starf- rækt frá árinu 1987. Sveitin er enn starfandi og hélt með glæsilegum hætti upp á tvítugsafmæli sitt árið 2007 með stórtónleikum í Borgarleikhúsinu sem enduðu á geisla- og mynddiski. Eftir nokkuð hljóðlát ár undanfarið hefur aukinn kraftur færst í sveitina á allra síðustu misserum. „Já, við höfum verið að spila öðru hvoru í vetur, meira en við höfum gert áður. Við fórum í hljóðver í vor og tókum upp lag, „Ísafold“ , sem hefur verið eitthvað í spilun og kemur út á Pottþétt-plötu. Nú erum við að stefna á að gefa út efni sem hefur verið ansi lengi á bið hjá okkur. Nú ætlum við að sjá hvort við komum því ekki í framkvæmd og ég vonast til að við komumst í það fyrir lok þessa árs. Við eigum orðið helling af efni sem lengi hefur staðið til að gefa út. Það er ennþá mjög gam- an hjá okkur í bandinu. Þessi böll sem við höfum verið að spila á gengu rosavel, margt fólk mætti og góð stemning. Það var hvati fyrir okkur að gefa þetta loksins út.“ – Nú eruð þið búnir að vera að í á þriðja áratug með þessa sveit, þið eruð ekkert komnir með leiða á henni? „Nei, þetta hafa náttúrlega verið ágætis hlé hjá okkur inni á milli og það hafa ekki verið mikil læti undanfarin ár. Stundum tvö eða þrjú gigg á ári en það hefur aðeins aukist síðustu tvö árin og verið mjög gaman þannig að menn hafa fengið áhugann aftur. Þannig að nei, við er- um ekki komnir með leiða á þessu!“ Gefur íslenskum sönglögum nýtt grúv Söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson sem nýlega gaf út kántrí- plötuna „Þú komst í hlaðið“, er með mörg járn í eldinum. Hann stefnir á að hasla sér völl í kvikmyndaheiminum í Evr- ópu og að hefja upptökur á nýrri plötu með SSSól á þessu ári. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.