SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 34
34 25. júlí 2010 S eint á síðustu öld náði skákáhugi íslensku þjóð- arinnar nýjum hæðum þegar íslenskir skák- menn komust í fremstu röð í heiminum í þeirri göfugu hugarleikfimi. Smám saman hafði orðið til vísir að sterkasta skáklandsliði sem Ísland hefur alið af sér, og í hönd fór tímabil sem varla verður kallað ann- að en íslenska skáksprengingin. Ungir kappar létu þá verulega að sér kveða og urðu fjórir þeirra stórmeistarar á tveggja ára tímabili. Fengu þeir síðar viðurnefnið fjór- menningaklíkan í jákvæðri merkingu þess orðs. Hér er átt við þá Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Liðlega aldarfjórðungi síðar þykir Morgunblaðinu full ástæða til þess að rifja upp þá tíma þegar litla Ísland stríddi stórveldunum hvað eftir annað á ólympíuskákmótum og fékk til þess aðstoð frá Braga Kristjánssyni, skákskýranda Morgunblaðsins til margra ára. Skákheiminum hlýtur að hafa orðið fremur bilt við þegar smáríkið Ísland eignaðist skyndilega fjóra stór- meistara nánast á einu bretti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Fram að því höfðu einungis tveir Íslend- ingar orðið stórmeistarar í skák, en það voru þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson en sá síðarnefndi tefldi með fjórmenningaklíkunni á ólympíuskákmót- unum 1984 og 1986. Áður hafði Ísland þó komist ræki- lega á skáklandakortið, ekki síst fyrir tilstilli Friðriks, sem komst í fremstu röð og varð síðar forseti Alþjóða skáksambandsins. Ekki er óvarlegt að áætla að staða Friðriks í skákheiminum hafi átt stóran þátt í því að ein- vígið um heimsmeistaratitilinn í skák var haldið hér á landi árið 1972. Íslendingum var þó ekki treyst fyrir þessum stórviðburði alveg út í bláinn, því þegar höfðu Íslendingar verið gestgjafar stórra alþjóðlegra skákmóta. Einvígi Bobby Fischers og Borisar Spasskís hefur verið kallað „Einvígi aldarinnar“ og er líklega magnaðasta heimsmeistaraeinvígi sögunnar, þó slíkar fullyrðingar séu ávallt umdeilanlegar. Skákáhugi þjóðarinnar jókst til mikilla muna við að fá þennan stórviðburð til landsins og var hann þó talsverður fyrir. Færa má fyrir því rök að skáksprengingin á Íslandi, sé afsprengi einvígis Fischers og Spasskís þó í því felist nokkur einföldun. Fleira kem- ur til eins og útgáfustarfsemi sem Jóhann Þórir Jónsson Íslenska skáksprengingin Um miðjan níunda áratuginn eignaðist Ísland gullaldarlið í skák og fjóra stórmeistara á skömmum tíma. Þjóðarsálin tók við sér með tilheyrandi látum og landsliðsmennirnir voru meðal annars kjörnir menn ársins hjá DV árið 1986. Kristján Jónsson kris@mbl.is Dæmigerð mynd frá ferðum landsliðsins á ólympíuskákmót, tekin í Dubai 1986, þar sem sá tími sem til fellur er notaður til að stúdera. Heiðraðir Gullaldarliðið fékk jafnan góðar móttökur þegar það snéri heim úr siglingum sínum og var þá sómi sýndur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.