SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 45
25. júlí 2010 45 Lífsstíll Þ egar ferðast er um heimsins höf er fátt skemmtilegra en að smakka á krásum hvers lands fyrir sig og njóta þannig um leið æv- intýralegrar reisu fyrir bragðlaukana. Á vorhátíð sem haldin er á kappreiðabrautinni í York geng ég ákveðin til verks og ákveð að reyna bragðlauk- ana á hverju því sem sett verður fyrir framan mig. Fátt hræðir mig þegar kemur að mat og hvorki hræðist ég svínakjötsbökur né Yorkshirepudd- ing, vatnsdeigsbollana góðu sem bornir eru fram með sunnudagssteik- inni og gjarnan hellt ofan í nóg af þykkri kjötsósu. En það er eitt sem lamar í mér tunguna og fær hálsinn til að bregðast við á þann óskemmtilega hátt að ég byrja að kúgast, afar ódömulegt á almanna- færi. Skaðvaldurinn er geitaostur og fátt óttast ég því meira að þurfa að smakka í dag en einmitt hann. Þó stappa ég í mig stálinu og sest brosandi niður í hóp alvöru ostaáhugafólks. „Best er að tala um ost með því að smakka hann,“ segir kynnir dagsins, vinalegur mað- ur að nafni David Holmes frá Yorkshire Cheeses, síðan byrjar ballið. Hinn frægi Wensleydale-ostur er fyrstur til að heimsækja bragðlauka hópsins, en hann vakti mikinn óróa í Yorkshire í kringum 1990 þegar rætt var um að flytja framleiðsluna til Lancastershire, en ekkert varð síðan af þeim plönum. Fáir gera cheddarost eins og Eng- lendingar og þessi er bara ágætur þó Íslendingurinn sé vanastur sínum goudaosti. Á eftir fylgir mjúkur biti af Stilton, gráðaostinum góðkunnuga og allt stefnir þetta í rétta átt þar til Holmes tilkynnir að næst á dagskrá sé að smakka geitaost. „Svona, svona,“ segi ég róandi í huganum við bragð- laukana mína þegar diskurinn með geitaostinum færist nær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við reynum en síðast hafði ég kampavíns- glas við höndina til að svolgra ost- inum niður. „Við getum þetta, þó við verðum að láta okkur nægja vatnssopa í þetta sinn,“ held ég áfram við bragð- laukana sem eru farnir að ólmast um en þá er diskurinn kominn fyrir framan mig og nú er ekkert að gera nema að stinga upp í sig bita undir vök- ulum augum ostagerðarmannsins. Bitinn fer inn og skyndilega verður allt svart. Einhvers staðar lengst inni í myrkrinu heyri ég sjálfa mig æpa á bragðlaukana að gef- ast ekki upp og loksins komast þeir upp úr geitakafinu og draga andann. Mildur ostur hvað, hugsa ég og sver þess eið að gera elskulegum bragðlaukum mínum aldrei slíkan grikk aftur. Eftir nokkra osta í viðbót hafa bragð- laukarnir róast nokkuð en hætta ekki algjörlega að snökta fyrr en ég hraða mér að veglegum súkkil- aðigosbrunn og drekki þeim í súkkulaðihúðuðum syk- urpúðum og jarðarberjum. Þá loksins hafa þeir fengið uppreisn æru og myndu jafnvel gera þetta allt aftur, svo lengi sem þeir fengju slíkt dásemdar góðgæti í eftirrétt. Ostalega gott Ostagerð hefur fylgt mannkyn- inu í langan tíma. Bæði er hann borðaður hversdagslega en líka borinn fram með öðru góðgæti þegar fólk vill gera vel við sig. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Einhvers staðar lengst inni í myrkrinu heyri ég sjálfa mig æpa á bragðlaukana. Ostagerð og mjólkurvinnsla hefur fylgt mannkyninu frá fyrstu stund og er talin meðal annars ein af ástæð- unum fyrir því að hjarðmennska mannkyns breyttist yfir í fasta búsetu, mörg þúsund árum fyrir Krist. Talið er að osturinn hafi fyrst verið nýttur til matar í Austur- löndum nær eða meðal tyrkneskra hirðingja sem bjuggu í Mið-Asíu. Hér á Íslandi var skyrgerðin lífseig- ust í gegnum aldirnar en mikil verðmæti voru í ostum, smjöri og öðrum mjólkurafurðum. Þá var hér á landi mikil heimavinnsla mjólkur alveg fram á miðja síðustu öld og í dag er hér fjölbreytt ostaframleiðsla. Þúsund ára gamall ostur Mikil verðmæti voru í ostum hér á landi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að smakka nýjan ost og fræðast meira er um að gera að leita uppi ostahátíðir sem haldnar eru víða um heiminn. Síðustu helgina í september er haldin hin stóra, breska ostahátíð í Car- diff. Hátíðin er haldin í glæsi- legu umhverfi Cardiff-kastala og þar koma saman þúsundir sælkera til að kaupa og smakka á þeim yfir 450 osta- tegundum sem þar er að finna. Yfir 100 írskir og breskir ostagerðarmenn koma þar saman og gefa áhugasömum færi á að smakka og sækja stutt námskeið um osta, bæði fyr- ir byrjendur sem og lengra komna. Hátíðin er vinsæl og oft lýst sem samblandi af konunglegri lautarferð og líflegum bændamarkaði. Bandaríkjamenn gera líka ost og heldur banda- ríska ostagerðarfélagið sína árlegu ráðstefnu í Seattle. Hana sækja bæði sælkerar og fagmenn á ostagerðarsviðinu en þetta er í 26. sinn sem ráð- stefnan er haldin og er þema ársins 2010 osta- útópía þar sem fólk getur í fjóra daga gleymt sér al- gjörlega á fyrirlestrum, málstofum og ostasmakki. Yfir 450 tegundir af osti Konunglegt umhverfi ostahátíðar í Cardiff. Suður-Afríka er nýgræðingur í ostagerð miðað við velþekkt ostagerðarlönd í Evrópu. Síðastliðin 10 ár hefur fram- leiðslan þó bæði styrkst og aukist sem hefur vakið áhuga osta- áhugafólks víða um heim. Sala á osti eykst nú að meðaltali um þrjú prósent á ári og eru skýringarnar á þessari aukningu taldar vera tíðari veitinga- húsaferða þar sem ostur er einn margra rétta auk vaxandi áhuga á mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi og litríkum og spennandi uppskriftabókum. Mörg kíló af frönskum osti Til að sýna stöðu Suður-Afríku á osta- markaðnum er athyglisvert að bera saman ársneyslu af osti á mann mið- að við höfðatölu. Hún er 25 kg í Frakk- landi, 9 kg í Englandi, Ástralíu og Nýja- Sjálandi en aðeins 1,9 kg í Suður- Afríku, sem er aðeins minna en í Jap- an. Þó er þetta allt að koma í Suður-Afríku en þar eru nú starfandi 12 stórir ostaframleiðendur sem fram- leiða um 65% af heildarframleiðslu landsins en afgangurinn er búinn til í verslunum. Bragðmildir ostar eru vinsælastir í Suður-Afríku eins og cheddar og gouda en fetaostur og mosarella fylgja þar fast á eftir og síðasta áratuginn hafa ostaframleiðendur tileinkað sér betur aðferðir til að gera bragðmeiri osta í ætt við þá frönsku. Árið 2002 var fyrsta árlega ostahátíðin haldin í Suð- ur-Afríku og er hátíðin í dag þekkt sem fremsta matarhátíð landsins. Nýgræðingar auka við sig Gestir smakka mismunandi osta á ostahátíðinni í Suður-Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.