SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 40
H eimsóknir okkar hjóna í Dal- ina í sumar hafa orðið til þess að við höfum áttað okkur á því að það er meira í Dalina spunnið en Laxdæla og aðrar merkar, fornar sögur. Þarna er gríðarlega fallegt og mikil matarhefð, maður veltir strax fyrir sér ostagerð enda kannast flestir við Mjólkurbúið í Búðardal, þar sem Dalabrie, Dala-feti, Höfðingi og fleiri ostar urðu til, en hefðin er miklu eldri. Til eru heimildir um ostagerð bæði úr kúa- og sauðamjólk í Búnaðarskólanum í Ólafsdal sem stofn- aður var árið 1880 og var fyrsti bænda- skólinn á Íslandi, stofnaður og rekinn af Torfa Bjarnasyni og konu hans Guðlaugu Zakaríasdóttur. En dóttir þeirra Ragn- heiður lærði ostagerð í Kaupmannahöfn og lagði sig sérstaklega eftir gerð dýrari osta eins og Roquefort- osta úr sauða- mjólk og gorgonzola-osta úr kúamjólk. Ansi mikil mjólkurframleiðsla var í skól- anum, skyr þó einungis til heimabrúks en smjör og ostar seldir til Reykjavíkur. Það var ótrúlega mögnuð stund að standa aleinn með gamla skólahúsinu sem gert hefur verið upp sem safn, upplifa sögu staðarinns um leið og maður horfði yfir gullfallegan matjurtagarð sem Ólafs- dalsfélagið hefur endurvakið í minningu Guðlaugar og Torfa, en þau ræktuðu einnig mikið magn matjurta í tíma skól- ans. Við viljum þakka Rögnvaldi Guð- mundssyni og öðrum meðlimum Ólafs- dalsfélagsins fyrir að leyfa okkur að njóta þessa góða, lífræna grænmetis ásamt gestum okkar á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Mjólkur- og ostagerð er þó ekki aldeilis ekki á undanhaldi á svæðinu þar sem MS í Búðardal er enn einbeitt í að gera góða spariosta, sem við Íslendingar ættum að vanda okkur við að setja í körf- una okkar, reyndar sakna ég litlu skemmtilegu ostabúðarinnar sem var Búnaðarskólinn í Ólafsdal sem stofnaður var árið 1880 og var fyrsti bændaskólinn á Íslandi. Morgunblaðið/Kristján Meira en bara Laxdæla Friðrik, Snorri og Garðar við matjurtagarðinn í Ólafsdal. Gott í grenndinni Friðrik V. 40 25. júlí 2010 Matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.