SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 12
12 25. júlí 2010 Mánudagur Bragi Bragason Það þarf nú að bjóða Joe Cole velkominn í besta félagslið í heimi Þriðjudagur Árný Elínborg Ás- geirsdóttir Verð svo meðvirk við að finna áreynsluna hennar Courtney Cox við að búa til svipbrigði í andlitinu … Miðvikudagur Daði Kárason Sjö daga golf- maraþoni lauk í dag. Mér sýnist að við höfum labbað rúma 70 kíló- metra á þessum dögum eða álíka og frá Reykjavík og upp í Borgarnes. Fimmtudagur Atli Ísleifsson á von á treyju liecht- hensteinska fót- boltalandsliðsins í pósti. Er hún árituð af einhverjum af helstu stjörnum liðsins. Föstudagur Linda Björk Markúsardóttir smakk- aði fiðrildi í fyrsta sinn á Ægisíðunni í kvöld. Það var fremur þurrt. Daði Rafnsson Fyrsti sjálfstæð- ismaðurinn með sjálfstæða skoð- un er fundinn … merkilegt! Fésbók vikunnar flett Verður meira fjör á Þjóðhátíð en á Einni með öllu? T ja … það fer svolítið eftir því hvernig maður skilgreinir fjör. Ég efast ekki um að það verð- ur fjör á báðum stöðum. Vest- mannaeyingar eru dásamlega skemmti- legir og hafa sinn stíl og okkar fjör verður síst minna, bara svolítið öðru- vísi. Eyjamenn hafa haldið þjóðhátíð síðan nítján hundruð og eitthvað og eiga sínar hefðir en við erum að skapa okkar eigin stíl og reynum sannarlega ekki að keppa við Eyjafjörið. Árið 2008 breyttum við um takt, settum hjörtu í umferðarljósin og ákváðum að gefa engan afslátt af því sem við teljum vera gott, rétt og fallegt. Við flautuðum af gömlu frasana um að allt væri við hæfi um verslunarmannahelgi og upp- skárum eins og við sáðum. Heimamenn glöddust og gestirnir okkar brostu allan hringinn og þar með var tilgangi okkar náð. Við höfum fundið okkar takt sem á svo vonandi eftir að þróast farsællega undir slagorð- inu „með hjartað á réttum stað“. Dag- skráin okkar er fjölbreytt og að mínu mati frábærlega skemmtileg og það sem skiptir okkur miklu máli: gríðarlega fjölbreytt. Það verða alls konar uppá- komur alla helgina, sumar fyrirsján- anlegar, aðrar óvæntar, hér verða flott- ustu hljómsveitir landsins og rúsínur þessa árs verða þeir Sveppi og Villi. MÓTI Margrét Blöndal Framkvæmdar- stjóri Einnar með öllu V afalaust verður mikið stuð á báðum stöðum. Það sem skiptir mestu máli þessa miklu ferða- helgi er að allir komist heilir heim. Við hér í Eyjum leggjum allavega mikið upp úr því. Fólk sem hefur heimsótt okkur hefur í langflestum tilfellum farið heim með góðar minningar. Það er sennilega þess vegna sem fólk sækir okkur heim ár eftir ár. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að allar bæjarhátíðir gangi vel því neikvæð umræða bitnar á öllum hátíðum. Það er því einlæg ósk mín að hvar sem hátíðir eru haldnar séu þær vel skipulagðar og í góðu samstarfi við alla hlutaðeig- andi s.s lögreglu, bæjaryfirvöld, heilsugæslu og alla þjónustuaðila. Ég vil að lokum óska öllum hátíð- arhöldurum góðs gengis um versl- unarmannahelgina og minni fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr. MEÐ Tryggvi Már Sæmundsson Þjóðhátíðar- nefndarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.