SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 17
25. júlí 2010 17 Nú er hann hinsvegar reiðubúinn að halda út á ný og í þetta skiptið til Afgan- istans, nánar tiltekið til Helman sem er sagður einna hættulegasti vígvöllurinn. „Ég er rosa spenntur, þetta er spennandi vinna og það verður nóg að gera þar. Höfuðstöðvarnar eru góðar en sveitin mín verður ekki nálægt þeim. Við verð- um í sérstökum kofum,“ segir hann og hikar aðeins. „… Ég veit ekki hversu mikið ég má segja, en við verðum í leir- kofum sem talíbanar áttu einu sinni en herinn hefur tekið af þeim.“ Aðspurður segir hann hitann í Afgan- istan ekki eins mikinn og í Írak. „Maður þolir allt eftir að hafa farið til Írak en þetta verður erfitt því við berum svo miklar þyngdir. Staðalútbúnaðurinn er 30-40 kg og svo bætist ýmislegt við eftir því hvað maður er að gera. Sumir hafa verið með 90 kg á bakinu svo þetta verður dálítið erfitt.“ Heldur ótrauður áfram Alls eru um 750 danskir hermenn í Afg- anistan og er skriðdrekasveitin hans Hjalta að taka við af annarri sem hefur verið við störf undanfarið hálft ár. Á þeim tíma hefur einn danskur hermaður látið lífið og 36 særst. Sjálfur hefur Hjalti misst vin sinn í stríðsátökum og viður- kennir að það taki mikið á. Hinsvegar sé vel hugsað um hermennina og þegar ástandið er allra verst eru sálfræðingar sendir út til að ræða við hermennina. Sá möguleiki að láta lífið við störf er nokk- uð sem fylgir því að vera í hernum og dvelja á stríðshrjáðum svæðum. Hjalti heldur hinsvegar ótrauður áfram og ætl- ar sér alls ekki að hætta í bráð. Raunar sér hann fyrir sér að vera í hernum næstu áratugina. „Þetta er mitt líf,“ seg- ir hann að endingu. Hjalti, fimmti til vinstri, í eftirlitsferð í eyðimörkinni í Basra í Suður-Írak. Daglegur undirbúningur hermannanna. Morgunblaðið/Ernir Hjalti í nýja drekanum sem sveitin hans hefur yfir að ráða. ’ Fyrstu mánuðirnir í þjálfuninni hjá hernum voru strembnir. „Það er reyndar búið að breyta þessu núna en fyrstu þrjá mánuðina er maður tekinn hressilega í gegn. Maður sefur aðeins í 12-14 tíma samtals í hverri viku, annars er maður bara að vinna og vinna. Maður hættir að hugsa og bara framkvæmir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.